Peningamál - 01.05.2000, Blaðsíða 28

Peningamál - 01.05.2000, Blaðsíða 28
Aðalatriðið er að við höldum þannig á okkar spilum að dregið sé úr líkum á að slíkt gerist hér á landi. Bankastjórn Seðlabankans hefur ákveðið að styrkja enn frekar þennan þátt í starfsemi bankans og í því skyni nýlega ráðið sérstakan starfsmann á skrifstofu bankastjórnar til þessara verkefna. Greiðslumiðlun Seðlabankinn hefur í vaxandi mæli beint athygli sinni að greiðslumiðlun eins og ég hef gert grein fyrir hér á ársfundum bankans undanfarin tvö ár. Við lagabreytingar árið 1998 fékk Seðlabanki Íslands það hlutverk að stuðla að greiðri, hagkvæmri og öruggri greiðslumiðlun innanlands og við útlönd. Í þessu starfi hefur verið leitast við að hafa eins náið sam- band við lánastofnanir í landinu og unnt er. Ýmsar breytingar eru á döfinni og vil ég nefna þessar helst- ar: Unnið hefur verið að stofnun fyrirtækis um rekstur greiðslujöfnunarkerfis og svokallaðrar RÁS- þjónustu. Tilgangurinn með stofnun fyrirtækisins er m.a. að veita nýjum aðilum tækifæri til sama aðgangs að greiðslujöfnunarkerfinu og uppgjöri þess og nú- verandi eigendur Reiknistofu bankanna hafa. Sérstök verkefnisstjórn starfar að þessum undirbúningi. Er þess vænst að hún ljúki störfum fljótlega. Seðlabankinn hefur í samvinnu við viðskipta- banka og sparisjóði undirbúið setningu reglna um aðgengi greiðslukerfa að viðskiptareikningum í Seðlabankanum. Undirbúningur þeirra reglna er á lokastigi. Þá hefur bankinn og haft hug á að koma upp greiðslukerfi fyrir stórar greiðslur sem yrði raun- tímauppgjörskerfi. Það þýðir að greiðslur yfir til- teknu hámarki yrðu gerðar upp þegar í stað og endan- lega á viðskiptareikningum í Seðlabankanum. Hér hafa verið nefnd dæmi um nokkur mikilvæg mál sem hafa verið í undirbúningi á sviði greiðslu- miðlunar. Þau hafa þann tilgang að tryggja öryggi í greiðslumiðlun, að tryggja jafnan aðgang fjár- málafyrirtækja að grunnþáttum greiðslumiðlunar og að tryggja að greiðslumiðlunarkerfi hér á landi upp- fylli alþjóðleg skilyrði. Lokaorð Góðir fundargestir! Horfur í efnahagsmálum á alþjóðavettvangi hafa farið batnandi að undanförnu. Það kemur sér vel fyrir Íslendinga svo háðir sem við erum alþjóðaviðskipt- um. Horfur í efnahagsmálum hér á landi eru einnig góðar, en brýn nauðsyn er á að treysta stjórn á þeim þáttum sem áhyggjum valda. Verðbólgan og við- skiptahallinn valda því að þörf er mikils aðhalds bæði í peningamálum og opinberum fjármálum. Ljóst er að aðhald peningastefnunnar má síst vera minna en nú er, og mun Seðlabankinn áfram leitast við að leggja sitt af mörkum til að úr verðbólgunni dragi og heitir á aðra sem þar geta komið við sögu að leggjast á sömu sveif. Um síðustu áramót varð sú breyting á stjórnkerf- islegri stöðu Seðlabankans að yfirstjórn hans fluttist frá viðskiptaráðherra til forsætisráðherra eins og áður hefur komið fram. Seðlabankinn hefur átt mjög ánægjulegt samstarf við starfsmenn viðskiptaráðu- neytisins og viðskiptaráðherra sem hér er þakkað. Það samstarf mun áfram haldast að því er snertir fjár- málamarkaðina, en verður þó takmarkaðra en áður. Seðlabankinn væntir góðs samstarfs við forsætis- ráðherra og starfsmenn forsætisráðuneytisins. Það samstarf hefur verið mikið og gott enda eðlilegt þar sem yfirstjórn efnahagsmála er í höndum forsætis- ráðherra. Ég þakka einnig ánægjulegt samstarf við önnur stjórnvöld og fjármálastofnanir í landinu. PENINGAMÁL 2000/2 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.