Peningamál - 01.05.2000, Side 36
PENINGAMÁL 2000/2 35
ára í 1,9%. Hlutfallslegur hreinn hagnaður eftir
skatta lækkaði lítið eitt milli ára. Einnig lækkaði
hlutfallslegt veltufé frá rekstri nokkuð, úr 6,6% í
5,3% árið 1999. Þessi lítilsháttar lakari afkoma á
seinasta ári, ásamt mikilli hækkun eignaliða (26%),
olli því að arðsemi eigna dróst saman, arðsemi heild-
areigna (rekstrarhagnaður/heildareignir) lækkaði,
svo og arðsemi eigin fjár sem lækkaði úr 8,2% í
6,8%. Eiginfjárhlutfallið lækkaði úr 35,1% árið 1998
í 33,1% á seinasta ári. Skuldsetning þessara fyrir-
tækja jókst nokkuð þar sem hlutfallið milli langtíma-
skulda og eigin fjár hækkaði úr 0,96 1998 í 1,02 á
seinasta ári.
Af ofansögðu má sjá að heildarafkomumyndin er
nokkru lakari en árið 1998, þótt breytingin sé ekki
mikil. Munurinn liggur fyrst og fremst í því að fram-
legðin (rekstrarafkoma fyrir afskriftir og fjármagns-
liði) og rekstrarhagnaður hefur lækkað. Mestu veldur
að þrjú stór sjávarútvegsfyrirtæki og eitt fyrirtæki í
iðnaði í þessum hópi sýndu mun lakari rekstrar-
niðurstöðu á seinasta ári en árið áður. Nemur verri
rekstrarniðurstaða þessara fjögurra fyrirtækja milli
áranna 1998 og 1999 alls tæplega 3 ma.kr. Á móti
kemur að fjármagnskostnaður lækkaði mjög milli
áranna 1998 og 1999. Hreinn fjármagnskostnaður
var tæplega 5 ma.kr. árið 1998 en nam aðeins 1,2
ma.kr. á seinasta ári. Þetta samsvarar því að hreinn
fjármagnskostnaður hafi lækkað um þrjá fjórðu milli
ára, sem er mjög athyglisverð niðurstaða þar sem
langtímalán hækkuðu um 26% á sama tíma. Hér fer
saman að gengi íslensku krónunnar hækkaði yfir árið
um 2,8% en verulegur hluti langtímalána er í erlend-
um gjaldmiðli og greinilegt er að fyrirtækin á VÞÍ
hafa beitt virkri og árangursríkri stýringu á peninga-
legum eignaliðum og skuldaliðum. Heildarafskriftir
voru um 12 ma.kr. 1998 en 13,8 ma.kr. á liðnu ári
sem er óbreytt hlutfall af veltu frá fyrra ári.
Af þeim 53 atvinnufyrirtækjum, sem þessi at-
hugun nær til, skiluðu 32 fyrirtæki betri afkomu á
seinasta ári en 1998. Mikill munur er á afkomu ein-
stakra fyrirtækja eða allt frá u.þ.b. 20% hagnaði af
veltu í rúmlega 35% tap. Er breiddin í afkomu fyrir-
tækja á VÞÍ meiri en áður hefur verið.
Nokkur munur er á afkomu einstakra atvinnu-
greina á seinasta ári. Í heild sinni var rekstur sjávar-
útvegsfyrirtækja í járnum, en allgóður og batnandi
rekstrarárangur var í öðrum atvinnugreinum. Hlutfall
HARS af veltu (sama hlutfall á árinu 1998 sýnt í
sviga) var hæst hjá olíufyrirtækjunum, um 5,9%
(4,1%), 3,5% hjá iðnfyrirtækjum (5,2% án Íslenska
járnblendifélagsins en 3,9% 1998), 3,5% hjá flutn-
ingafyrirtækjum (1,1%), 3,2% hjá hugbúnaðar-
fyrirtækjum (2,2%) og 2,1% hjá ýmsum verslunar-
og þjónustufyrirtækjum (0,1%).
Sjávarútvegsfyrirtæki
Nú eru alls 19 sjávarútvegsfyrirtæki skráð á hluta-
bréfamarkaði, einu fyrirtæki færra en var um ára-
mótin 1998/99. Velta þessara fyrirtækja nam alls
tæplega 53 ma.kr. á árinu 1999, sem er um 7,4%
minni velta en var árið 1998. Þessi velta samsvarar
um 51% af heildarútflutningsveltu sjávarútvegsins á
seinasta ári. Veltuminnkunin milli ára skýrist aðal-
lega af mun minni veltu þeirra sjávarútvegsfyrirtækja
sem veiða og vinna uppsjávarafla. Ástæðan er verð-
lækkun bræðsluafurða, en meðalverð á mjöli og lýsi
var um 46% lægra á árinu 1999 en 1998. Verðlag á
öðrum sjávarafurðum, svo sem botnfiskafurðum, var
Tafla 1 Úr reikningum hlutafélaga á VÞÍ 1999
Öll hlutafélög, 1999 1998 %-br.
önnur en fjármálafyrirtæki m.kr. m.kr. ´98/99
Velta ................................................ 286.922 251.662 14,0
Hagnaður fyrir afskriftir
og fjármagnsliði .............................. 20.293 21.988 -7,7
Hagnaður fyrir fjármagnsliði .......... 6.530 9.839 -33,6
Hagnaður af reglulegri
starfsemi (HARS) ........................... 5.369 4.901 9,6
Hreinn hagnaður eftir skatta ........... 6.648 6.805 -2,3
Niðurstaða efnahags ........................ 295.999 234.951 26,0
Eigið fé ............................................ 97.942 82.503 18,7
Langtímaskuldir .............................. 99.555 79.209 25,7
Veltufé ............................................. 15.098 16.653 -9,3
Kennitölur
Hagnaður fyrir afskriftir og
fjármagnsliði/velta (%) ................... 7,1 8,7 .
Hagnaður fyrir
fjármagnsliði/velta (%) ................... 2,3 3,9 .
HARS/velta (%) .............................. 1,9 1,9 .
Hreinn hagnaður/velta (%) ............. 3,2 3,4 .
Arðsemi heildarfjármuna (%) ......... 2,2 4,2 .
Eiginfjárhlutfall (%) ........................ 33,1 35,1 .
Arðsemi eigin fjár (%) .................... 6,8 8,2 .
Velta/heildareignir ........................... 0,97 1,07 .