Peningamál - 01.05.2000, Side 38
jafna áhættu í rekstri fyrirtækja á þessu sviði, sem
meðal annars stafar af verðsveiflum afurða.
Iðnfyrirtæki
Veruleg breyting varð á rekstrarlegu eðli og for-
sendum iðnfyrirtækja á Verðbréfaþingi Íslands á
seinasta ári, þegar á heildina er litið. Útflutnings-
starfsemi og erlend útrás með rekstri dótturfyrirtækja
erlendis setur í vaxandi mæli svip á rekstur iðnfyrir-
tækjanna. Nú hafa átta af þeim 14 iðnfyrirtækjum
sem hér eru til umræðu haslað sér völl erlendis í
meira eða minna mæli, með útflutningi eða fram-
leiðslu erlendis. Í annan stað eru iðnfyrirtæki sem
byggja á þekkingarbundinni hátækniframleiðslu orð-
in áberandi í þessari atvinnugrein. Eðli framleiðslu
margra þessara fyrirtækja, sérstaklega þeirra sem
byggja á hátækni, vöruþróun og rannsóknum til út-
flutnings, er þannig að mikilvægi samkeppnisþátta
sem endurspeglast í raungengi krónunnar er mun
minna en þeirra fyrirtækja sem einvörðungu fram-
leiða til innanlandssölu.
Rúmlega 15% veltuaukning varð hjá iðnfyrir-
tækjunum á síðasta ári, en um 19% ef rekstur Ís-
lenska járnblendifélagsins er ekki talinn með. Nei-
kvæð rekstrarniðurstaða Járnblendifélagsins vegna
erfiðleika við orkuöflun og lágs verðs á kísiljárni
setti mjög svip sinn á heildarrekstrarniðurstöðu iðn-
fyrirtækjanna á seinasta ári. Hagnaður allra fyrirtækj-
anna fyrir afskriftir og fjármagnsliði sem hlutfall af
veltu lækkaði nokkuð milli áranna 1998 og 1999, fór
úr 9,4% í 7,1%, hagnaður af reglulegri starfsemi sem
hlutfall af veltu lækkaði einnig milli ára úr 3,9% í
3,5%. Kostnaður vegna aðkeyptra efna hækkaði
nokkuð sem hlutfall af heildarveltu, úr 47,1% árið
1998 í 49,7% á árinu 1999. Segir þar til sín hækkun
á aðkeyptum hrávörum. Launaliðurinn hækkaði hins
vegar í takt við veltu þannig að launahækkanir hafa
ekki íþyngt rekstrinum að jafnaði. Afskriftir hækk-
uðu hins vegar nokkuð hlutfallslega enda jukust
varanlegir rekstrarfjármunir verulega á seinasta ári
eða um tæp 32%. Í heild sinni jukust bókfærðar eign-
ir um 32% sem er vísbending um þá fjármunamynd-
un og grósku sem er hjá þeim iðnfyrirtækjum sem
hér um ræðir. Langtímaskuldir jukust og verulega
eða um tæplega 49% jafnframt því sem skuldahlut-
fallið (hlutfall langtímalána og eigin fjár) hækkaði
allnokkuð eða úr 0,58 í 0,70. Eiginfjárhlutfallið
lækkaði nokkuð eða úr 47,6% í 43,8% á seinasta ári.
Slæm afkoma Járnblendifélagsins setur mjög mark
sitt á heildarniðurstöðutölur fyrir þessi iðnfyrirtæki
eins og áður segir, en að henni slepptri batnaði af-
koma iðnfyrirtækja verulega á milli áranna 1998 og
1999. Sem hlutfall af veltu hækkaði HARS úr 3,8%
1998 í 5,2% á seinasta ári og hreinn hagnaður úr
2,9% í 3,5%.
Ljóst er að þau iðnfyrirtæki sem eru á VÞÍ gefa
takmarkaða mynd af rekstri og rekstrarafkomu í iðn-
aðinum í heild. Varhugavert er því að draga of víð-
tækar ályktanir af þeirri afkomumynd sem iðnfyrir-
tæki á VÞÍ gefa. Tölurnar gefa þó ákveðna vísbend-
ingu um að ytri rekstrarforsendur og samkeppnisfor-
sendur hafi ekki íþyngt iðnfyrirtækjum í verulegum
mæli á seinasta ári, eins og m.a. má sjá af þróun
launaliðarins sem stendur hlutfallslega í stað, veltu-
aukningu og jákvæðum fjármagnslið (fjármagns-
tekjur hærri en fjármagnsgjöld). Í heild sinni verður
að telja að rekstur iðnfyrirtækja á VÞÍ hafi gengið vel
og verið blómlegur á seinasta ári. Alls eru það 8 iðn-
fyrirtæki af þeim 14 sem eru í þessu úrtaki sem sýna
PENINGAMÁL 2000/2 37
Tafla 3 Úr reikningum iðnfyrirtækja á VÞÍ 1999
1999 1998 %-br.
m.kr. m.kr. ´98/99
Velta ................................................ 26.289 22.832 15,1
Hagnaður fyrir afskriftir
og fjármagnsliði .............................. 1.872 2.140 -12,5
Hagnaður fyrir fjármagnsliði .......... 736 1.196 -38,5
Hagnaður af reglulegri
starfsemi (HARS) ........................... 915 895 2,3
Hreinn hagnaður eftir skatta ........... 468 847 -44,8
Niðurstaða efnahags ........................ 31.104 23.562 32,0
Eigið fé ............................................ 13.612 11.223 21,3
Langtímaskuldir .............................. 9.629 6.482 48,6
Veltufé ............................................. 1.072 1.502 -28,6
Kennitölur
Hagnaður fyrir afskriftir og
fjármagnsliði/velta (%) ................... 7,1 9,4 .
Hagnaður fyrir
fjármagnsliði/velta (%) ................... 2,8 5,2 .
HARS/velta (%) .............................. 3,5 3,9 .
Hreinn hagnaður/velta (%) ............. 1,8 3,7 .
Arðsemi heildarfjármuna (%) ......... 2,4 5,1 .
Eiginfjárhlutfall (%) ........................ 43,8 47,6 .
Arðsemi eigin fjár (%) .................... 3,4 7,6 .
Velta/heildareignir ........................... 0,85 0,97 .