Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 16. MAl 2008
Helgarblað PV
„Frá árinu 2004 til 2006 er mér gert að hafa verið með næstum þvíþrem-
ur konum á sólarhring, samkvæmt þessum frásögnum, og ég á að hafa
verið að sofa hjá tveimur þeirra í einu. Þetta stenst bara ekki því ég hefði
aldrei geta stundað vinnuna mína hefði ég átt að gera þetta allt saman."
Helga Haraldsdóttir, eiginkona Guðmundar í Byrginu, elskar sinn mann:
PABBILÉST ÁHYGGJUF
„Síðasti föstudagur er erfiðasti
dagur sem ég hef upplifað því dóm-
urinn var skiljanlega mikið áfall.
Þrátt fyrir þetta styð ég minn mann
að sjálfsögðu, líkt og ég hef alltaf
gert, og elska hann. Ég veit sannleik-
ann og ég trúi ekki öðru en að hann
komi í ljós á endanum," sagði Helga
Haraldsdóttir, eiginkona Guðmund-
ar Jónssonar, fyrrverandi forstöðu-
manns meðferðarheimilisins Byrg-
isins, í samtali við DV í vikunni.
Guðmundur var á föstudag
dæmdur f þriggja ára fangelsi fyr-
ir kynferðisbrot gegn fjórum kon-
um sem voru skjólstæðingar hans í
Byrginu. Á mánudagskvöld var síðan
ráðist á hann fyrir utan nýja heimil-
ið hans í þéttbýliskjarnanum Borg
í Grímsnesi. Helga segir það hafa
verið skelfilegt að upplifa innrás á
heimili sitt og á eiginmann sinn.
„Út af fyrir sig skil ég alveg að árás-
armaðurinn geti verið í ójafnvægi en
sem móðir var ég mjög hrædd um
börnin mín. Bömin okkar em al-
gjörar hetjur og blessunarlega hefur
þessi vitleysa ekki bitnað á bömun-
um," segir Helga. „Ég er bara mann-
leg og auðvitað hefur þetta verið
mjög erfitt. Við fömm hins vegar í
gegnum þennan mótbyr en þetta fer
vel á endanum. Það er mjög gott að
lifa við þá hugsun að þetta fari vel á
endanum. Ég ber höfuöið hátt og er
mjög stolt af mínum manni."
Helga segir alla fjölskylduna í al-
gjöm sjokki yfir dómnum yfir Guð-
mundi. Henni finnst mjög erfitt að
vita til þess að faðir hennar hafi þmft
að hafa áhyggjur af málinu á dán-
arbeði. „Pabbi lést síðasta sumar
og hann þurfti að hafa áhyggjur af
þessu máli öllu fram á síðasta dag.
Mér finnst erfitt að hugsa til þess.
Hann hafði hins vegar alltaf trú á
okkur báðum og eitt af því síðasta
sem hann sagði við mig var: Helga
mín, ég er svo feginn að þú gafst ekki
upp," segir Helga og gerir hlé á máli
sínu. „Guðmundur er minn besti
vinur og besti faðir sem hægt er að
hugsa sér. Stundum verð ég dáh't-
ið afbrýðisöm því krakkarnir leita
mikið til hans. Hann er ofsalega hlýr,
mikill húmoristi og mjög næmur
því hann veit alltaf hvemig mér líð-
ur. Þetta hryllilega og ógeðslega mál
hefur ekki náð að breyta þeirri mynd
sem við höfum af honum því við vit-
um betur. Miðað við alla málavexti
ber ég mig bara vel. Ég á mér þá von
að málið verði tekið upp aftur og það
er baráttuhugur í mér" bætir Helga
við.