Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Síða 37
DV Helgarblað FÖSTUDAGUR 16. MAl 2008 37 r*— Örn Árnason kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Honum leiöist fólk sem setur upp grímur '"“fttsíwvv cvii íslenskar grínleikkonur. Edda Björg- vins var næstum eina grínleikkonan í Utttugu ár. Margir segja að íslensk- ar leikkonur þori ekki að glenna sig og gretta. Þeim finnist auðveldara að vera í leikhúsinu. Maður er berskjald- aður í gríninu, stendur uppi á sviði og krafan er: Vertu fyndinn. Komdu mér til að hlæja! Þarf sterk bein til að standast þetta, maður er ekki skot- heldur. Það heppnast ekki allt. Ég var að skemmta um daginn og maðm stóð upp og fór út og fékk sér vindil og skaut einhverju neikvæðu að mér. Ég hætti mér ekki út í að mótmæla honum. Maður verðm bara að taka þessu. En ég held að það sé erfiðara að vera í stjórnmálum. Umdeildur stjómmálamaðm fær yfir sig alls kyns subb. Ég held að það sé erfitt. Ég er dálítið fastur í Hálsaskógi. En hann er ekki alls staðar, Hálsaskógurinn." Randver og Spaugstofan Já, það leiðir hugann að brott- hvarfi Randvers úr þættinum. Þá vom ekki öll dýrin í skóginum vinir. Hvað vill Örn segja um það mál? „Margir sögðu að við væmm aum- ingjar að labba ekki út þegar honum var sagt upp. Ég hafði ekld aðra vinnu en þessa og lét það ganga fyrir að fjöl- skyldan er í fyrsta sæti og ég vildi ekki missa vinnuna. En ég ákvað að fylgja félögum mínum ef þeir hefðu ákveð- ið að labba út. Við vorum gagnrýnd- ir fýrir að standa ekki með Randveri. En hann var látinn fara ffá Sjónvarp- inu en ekki rekinn úr Spaugstofunni. Þetta var ekki okkar ákvörðun held- m persónulegt mat dagskrárstjóra á hans frammistöðu á skjánum. Hann taldi það árangmsríkara að ráða inn ólíka gestaleikara. Þórhallm Gunn- arsson lagði það svo í okkar hend- ur hvort við vildum halda áfram við þessar aðstæðm. Ég hafði ekki aðra vinnu, var auðvitað að skemmta en maðm getm ekki stólað á það og ég þarffastavinnu." En verða einhvem tímann endur- fundir Spaugstofunnar allrar? „Ég hef ekki hitt Randver síðan og veit ekki hvort það verða endmfúnd- ir Spaugstofunnar allrar seinna meir. Stundum taka forlögin ffam fyrir hendumar á manni." Með skýrt hlutverk í samfélaginu Hver er staða þín í leikhúsinu í dag? „Ég er mjög spennmr fýrir að vera á sviði. Hef getað sinnt einu og einu bamaleikriti. En ég hef líka gaman af að stjómaveislurft ogtelþað verahlut- verk mitt í samfélaginu að vera gleði- gjafi. Ég get síður sinnt því hlutverld ef ég er á kvöldin fastur á leiksviði. Auk þess ræð ég töluverðu um hlutverka- stærðina sem skemmtikraftm. Get verið með aðalhlutvekrið allt kvöldið þegar ég skemmti." Örn skellihlær að þessu en leggur svo þunga áherslu á að hann sé líka mjög góðm dramat- ískur leikari. Það sé bara lítill tt'mi fýrir leikhúsið. Meira að segja hefur hann sjaldan tíma til að fara í leikhús. Sýn- ingarkvöldin em orðin svo fá og þau kvöld vikunnar er hann yfirleitt að skemmta sjálfm. „Victor Borge var spmður hvort hann væri stressaðm að vera einn á sviðinu? Nei, ég er einmitt einn á svið- inu sem þýðir að fólk er bara komið til að horfa á mig. Svo hvað er að óttast? Ég sagði þetta einmitt við Óskar þegar við Yfirliðsbræðurvorum að skemmta á Akureyri um helgina. Við vomm þrír á sviðinu. Fólk hafði borgað sig inn til að sjá okkur og því vissum við að það væm jákvæðir straumar í saln- um. Þessi staða er mikil næring fýr- ir egóistann." Og Öm hlær innilega en verðm alvarlegur um stund þegar hannbætirvið: „Pabbi sagði eitt sinn: Taktu eft- ir að ef það em tvö hundmð kát- ir áhorfendur að horfa á þig á sviði en svo sérðu einn fúlan og eftir það sérðu engan annan. Þetta em orð að sönnu. En þegar ég náði að venja mig af þessu og hætti að sjá þennan fúla leið mér miklu betur. Hér er ég - þetta er það sem ég hef til að bera og ef þið kunnið ekki að meta það verður bara að hafa það. Ég reyni að lesa salinn - og ef það er þungt og erfitt að koma stemningunni í gang á ég björgunar- hring sem alltaf virkar." Björgunarhringur sem virkar „Áhorfendur hafa alltaf gaman af því þegar maður nýttr fólk í saln- um. Þegar maður tekm einhverja upp - skothelt. Ég á atriði sem byggj- ast á þessu. Forrétturinn var kannski vondm og það er nóg til að fólk detti í óstuð. Þá gríp ég til björgunarhrings- ins. Klikkar ekki. Áður íýrr hét þetta hlutverk „hirð- fi'fl" hjá kóngafólkinu. Öllum samfé- lögum er nauðsyn að eiga gleðigjafa. Og ég tek það fúslega að mér. Ég fór í leiklistarskólann til að verða skemmtikraftur. Byrjaði tólf ára að skemmta, en var otað út í að leika af því ég var sonur leikara en ég reyndi að losna við það. Lagðist þungt veikur þann daginn. Vildi heldm gera þetta sjálfur, ekld láta ota mér út í þetta. Ég fór í leiklistarskólann í fjög- urra ára nám en ekki beint út í að vera skemmtikraftur. Annars er ég frábær dramati'sk- m leikari. Man til dæmis vel eftir að hafa notið mín í bresku leikriti sem heitir Leigjandinn og var í Þjóðleik- húsinu. Þar var ég leigusalinn sem var fyrrverandi lögregluþjónn en Tinna Gunnlaugs var leigjandinn. Og hún var vændiskona í laumi en það komst upp um hana og ég fékk að buffa Tinnu. Skiidi hana eftir í blóði sínu." Öm rifjar upp fleiri skemmti- leg dramati'sk hlutverk sem hann lék til dæmis Gamansaini harmleikurinn sem var einleikur. „Þar lék ég leikarann og persón- una. Leikarinn var að drepast úr stressi en náði alltaf að fela sig á bak við persónuna. Það er alltaf gaman að leika, leikhús er fíkn. Ég man eft- ir að einu sinni á ffumsýningardegi sagði Kjartan Bjargmundsson leikari: „Hvað erum við að gera hér? Af hvetju er ég ekki bara heima í baði og að fara að horfa á leiksýningu?" Við vomm að farast úr stressi - en þetta er undar- leg fíkn sem er ekki hægt að skýra. Svo er leikarinn dæmdm eða fordæmd- ÁRNITRYGGVASON Árni hefur glímt við þunglyndi. Örn segist finna fyrir því líka en þó ekki jafnmikið. YFIRLIÐSBRÆÐUR Örn Árnason og Óskar Pétursson ferðast nú um landið og flytja ógleymanleg lög Everly-bræðra. Þeir sendu frá sér nýlega diskinn Bæ, bæ ást. ur, lofaður eða lastaður. Já þetta er undarlegt starf. Afi sagði eitt sinn við mig: „Leikhús er ekki vinna, vinna er starf sem maðm gerir með höndun- um." Hann var trésmiður. En auðvitað er þetta vinna og það mikil vinna. Ég lék til dæmis í „Sound of Music" níu sýningar á viku hér um árið í Þjóðleik- húsinu." Pabbi þinn, Ámi Tryggvason, kom fram og talaði um þunglyndi sitt og aðbúnað veiks fólks á Islandi. Hvað fannst þér um það? „Það er allt rétt sem hann sagði. Það var fátæklegt þegar maður leit þama inn á geðdeildina. Aðstaðan er bam síns tíma. En innilokað fólk í eigin heimi gerir kannski ekld miklar kröfur um ytri aðbúnað, umhverfist í sínum eigin heimi. Skiptir umhverf- ið máli? Líklega skiptir blómlegt um- hverfi máli fýrir batann. En það rofaði til hjá honum pabba. Það tók ti'ma en við vomm í samtöl- um við læknana og fagfólkið vissi hvað það var að gera." Finnur fyrir þunglyndinu sjálfur „Og ég get alveg viðurkennt að ég finn fyrir þessu sjálfur stundum. Ég hef farið á jarðhæðina en aldrei í kjallarann eins og pabbi. Og vona að það gerist aldrei. En þessi þungi teng- ist starfinu. Manni gengur vel einn daginn og næsta dag tekur maður bara eftir þessum eina fúla í salnum og maður verður dapur. Mér hefur stundum fundist í leikhúsinu að ég væri að gera hina bestu hluti en krít- íkin tætti verkið niður og svo var ekki minnst á mann. Gagnrýnendur eiga það til að hakka allt í spað og stund- um var það fyllilega réttlætanlegt, en ekki alltaf. Þegar það gerðist nennti maður varla að fara að leika og þetta dró mann niður. En það er auðvit- að miklu verra þegar menn hafa ekki stjóm á hugsuninni og á þá leitar alls kyns mgl. Eg hef aldrei farið svo langt niður. En það er staðreynd að þeir sem vinna að listsköpun þekkja þetta. Þeir þykja stórfurðulegt fólk og leiðin upp á tindinn er hröð og svo er hratt niður. Þetta em mikil læti. Maður trekkir sig upp á bak við - sex hundmð manns að bíða í salnum og maður keyrir sig upp, spretthlaupið byrjar - og svo er þetta búið, adrenalínið komið upp í hnakka og ekkert mál að keyra heim að norðan að nóttu til. Maður er hvort sem er svo vel vakandi." Þú hefur horft upp á veikindi pabba þíns. Geta ættingjar hjálpað mikið? „Mest er um vert að fara ekki nið- ur á planið „Aumingja þú". Frekar fara í bíltúr, kannski hjálpar það. Fara svo heim til fjölskyldunnar og halda um- ræðunum áfram við borðhaldið - maður á ekki að fara að tala bara um veildndin. Muna að það birtir til aftur. Við fómm upp á geðdeild í fyrsta sinn með pabba núna því hann fór svo langt niður. Og læknarnir kunna þetta. Það birti til. Ég held líka að þunglyndi sé meira ríkjandi hjá eldri leikarastéttinni. Vandvirknin er svo mikil, þeir vilja standa sig svo vel og ef það heppnast ekki allt verða þeir svo daprir. Og krítíkin getur verið niður- drepandi. En fólki finnst svo gaman þegar krítíkerar taka einhvem í gegn. Menn hafa smá gaman af að horfa á þetta, hlæja að ófömm annarra. Þetta er eitthvað í okkur mannskepnunni." Skuldahalarnir á vegunum Þú hefur auglýst hjólhýsi og ýms- an lúxus - nú er talað um skuldir og kreppu hvemig er að vera í þessari auglýsingu núna? „Já, þetta em kallaðir skuldahal- ar. Hjólhýsafólkið keyrir um bæinn með skuldahala. Ég gerði þetta fyr- ir kunningja minn að vera í þessari auglýsingu. Það mætti nú alveg fara að hægja á þessari auglýsingakeyrslu. Ég er búinn að nefna það við hann að endurnýja og hann hlýtur að fara að hlusta á mig núna. Annars er þetta afskaplega þægi- legur ferðamáti. Ég á svona sjálfur. Er ekki þessi tjaldtýpa en ég sef eins og rotuð lúða í hjólhýsinu. Virkilega þægilegur ferðamáti. En það er súrt ástand þessa dagana í þjóðfélaginu." En hvenær líður þér best? „Hingað til hefiir mér liðið best upp í sófa í bústaðnum eða heima hjá mér. Ég hef verið að dunda við að smíða sumarbústað í átta ár og fer bráðum að verða búinn. Og svo líð- ur mér vel við að dreifa gleðinni. Við Óskar verðum á ferðinni í sumar. Ferðumst um fram í júm', erum bókaðir hér og þar. Auglýsum í hér- aðsblöðunum, eða litlu staðarblöð- unum. Og ætlum svo kannsld að reyna fyrir okkur hér á höfuðborgar- svæðinu með haustinu. Staðráðnir í að dreifa gleðinni." En hefur liðið yfir margar konur þegar Yfirliðsbræður hafa komið fram hingað til? „Flestar eru náttúrlega búnar að fá sér spelkur þegar þær mæta svo þær falli ekki í yfirlið." Og eftir að hafa hlustað á diskinn „Bæ, bæ ást" með þeim „bræðrum" ráðlegg ég konum að koma með ein- hvern til að styðja sig við þegar Yfir- liðsbræður eru á ferð. Þeir eru sannir gleðigjafar sem snerta við fólld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.