Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Page 58
58 FÖSTUDAGUR 16. MA( 2008
Helgarblað DV
tölvurStækni
Umsjón : Pá11 Svansson
N etfa n g : paHi@dv.is
GOD 0F WAR DAGSETTUR
Sú saga gengur nú kaupum og sölum á netinu að þriðji God of War-leikurinn muni
koma út 3. mars árið 2009. Leikurinn mun eingöngu komu út á Playstation eins og
þeirfyrri, en þessi mun þá koma út á Playstation 3. God of War-leikirnir þóttu og
þykja með eindæmum góðir og verður gaman að sjá hvers konar gloriur verði gerðar
á nýju vélarnar. Spartverjinn Kratos er án nokkurs vafa einhver svakalegasta
söguhetja sem stigið hefurfram í tölvuleik á undanförnum árum.
RESISTANCE
Á ÍSLANDI
Framhald tölvuleiksins Resistance: Fall
of man, Resistance 2 er væntanlegur í
nóvember. Söguþráður fyrri leiksins
snýst um banvæna veiru, Chimera, sem
fór út um alla Evrópu og lagði allt í rúst.
Leikmenn stýrðu bandaríska hermann-
inum Nathan Hale sem er ónæmur fyrir
veirunni og gáfu endalok leiksins það
sterklega til kynna að framhald yrði
gert. Á dögunum sögðu framleiðendur
leiksins lítillega frá söguþræði seinni
leiksins. Leikurinn hefst þannig að
aðalhetjan Nathan Hale rankar við sér á
fslandi þar sem samtökin SPRA hafa
hreiðrað um sig, en samtökin saman-
standa af þeim sem ónæmir eru fyrir
hinni skelfilegu veiru.
ALHEIMSKÍKIR
FRÁMICR0S0FT
Microsoft sendi frá sér prufuútgáfu af
forritinu WorldwideTelescope í vikunni
og fetar í fótspor Google-risans sem
nokkrum mánuðum fyrr kom á markað
Google Sky. Móttökur almennings hafa
allar verið mjög jákvæðar og forritið
þykir betra en það frá Google á flestum
sviðum.
Með forritinu má, eins og nafnið gefur
til kynna, beina sjónum að störnuhimn-
inum og kanna óravíddir alheimsins á
eigin spýtur. Það eina sem hefur komið
mönnum á óvart við forritið eru kröfur
um vélbúnað en notandinn þarf að
lágmarki að hafa 2GHz Intel Core 2
Duo-vél sem keyrir Windows Vista.
JARÐLÍNUSÍMAR
AÐHVERFA
Samkvæmt nýrri rannsókn bandarískra
heilbrigðisyfirvalda færist það sífellt
meira í vöxt að almenningur skipti
alfarið yfir í GSM-síma og hætti notkun
gömlu heimilissímanna.Tölulegar
upplýsingar gefa til kynna að ein af
hverjum sex fjölskyldum hefur skipt
alfarið yfir í þráðlausa síma og hent
gamla jarlínusímanum í ruslið. Það sem
vakti athygli í könnuninni var að þeir
sem hafa minna á milli handanna eru
mun fljótari að taka skrefið inn í
þráðlausu öldina. Jarðlínur verða áfram
öruggasti kosturinn fyrir netsamband
en Ijósleiðarar verða æ vinsælli kostur
meðal almennings og fyrirtækja sem
gera kröfur um háhraðasamband.
í METAL GEAR SOLID 4
Biðin eftir síðasta og sennilega besta Metal Gear Solid-leiknum er loks á enda
Nú, tíu árum eftir að íyrsti leikurinn kom út, er
fjórði og síðasti Metal Gear Solid-leikurinn vænt-
anlegur í verslanir. Leikurinn verður gefmn út um
allan heim 12. júní næstkomandi. Ef marka má
eina dóminn um leikinn sem hefur birst hing-
að til verður þetta besti leikurinn í þessari virtu
leikjaseríu.
Það er hinn virti tölvuleikjagagnrýnandi Paul
Fitzpatrick hjá PlayStation: Official Magazine í
Bretlandi sem einn hefur dæmt leikinn. Hann
gefur leiknum fullt hús eða tíu í einkunn. „Aðal-
lega er þetta leikur fyrir aðdáendurna og þú ættir
að vera það. Hvað Snake varðar kemur í ljós að
hans lokastund er svo sannarlega hans besta,"
segir Paul meðal annars í dómnum en leikurinn
er sagður eiga í fullu tré við GTA 4 sem er nú best
dæmdi tölvuleikur allra tíma.
Leikurinn gerist 2014, fimm árum eftir „Big Shell
Incident" sem átti sér stað í MGS 2. Leikurinn ger-
ist í heimi þar sem einkareknir herir hafa aukið
vægi sitt og berjast í stríðum íyrir risafyrirtæki
og hagsmuni þeirra. Eitt þessara fyrirtækja kall-
ast Outer Haven og rekur her sem er á stærð við
þann bandaríska. Þegar Outer Haven undirbýr
heimsstyrjöld er Snake enn á ný sendur á staðinn
og bardaginn er í Mið-Austurlöndum að þessu
sinni.
Leikurinn kemur aðeins út á PlayStation líkt og
fyrri leikirnir en grafíkin í þeim nýjasta er sögð
ótrúlega góð. Þegar blaðamaður Gamespot lýsti
leiknum, eftir að hafa séð hann á ráðstefnu í Jap-
an, sagði hann að erfítt væri að greina hvenær
myndskeið eða „cutscenes" enduðu og leikurinn
byrjaði. Eina sem breyttist væri að lífið og aðrir
möguleikar birtust á skjánum.
asgelr@dv.is
Áhrif spjallforrita á málvenjur ungmenna eru ekki eins mikil og talið var áður:
Áhyggjufullir foreldrar og kenn-
arar víðs vegar um heiminn gagn-
rýna oft málnotkun barna og
unglinga í spjallforritum og telja
að skammstafanir og styttingar
orða eða setninga verði til þess
að málfari þeirra og orðaforða
verði verulega ábótavant. Annað
kemur á daginn í nýrri rannsókn
sem Háskólinn íToronto í Kanada
hefur gert. Þar kemur fram að
ungmennin fari oftar eftir reglum
málfræðinnar í spjallforritum en
þegar þau ræða sín á milli úti á
götu og mun minna sé um notkun
skammstafana en fólk heldur. Það
málfar sem þau tileinka sér í
spjallforritum virðist líka vera
hrein viðbót við móðurmálið og
ekki hafa sérstök áhrif á notkun
tungumálsins í daglegum sam-
skiptum eða skólagöngu. Skóla-
yfirvöld víðs vegar um heiminn
hafa þó verulegar áhyggjur af
áhrifum spjallforrita á stafsetn-
ingu og telja vera bein tengsl á
milli aukinnar notkunar spjallfor-
rita og slælegrar frammistöðu
nemenda i réttritun. palli@dv.is
ÓÞARFA ÁHYGGJUR? Foreldrar og
kennarar hafa haft töluverðar
áhyggjur af málnotkun barna.