Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Qupperneq 58

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Qupperneq 58
58 FÖSTUDAGUR 16. MA( 2008 Helgarblað DV tölvurStækni Umsjón : Pá11 Svansson N etfa n g : paHi@dv.is GOD 0F WAR DAGSETTUR Sú saga gengur nú kaupum og sölum á netinu að þriðji God of War-leikurinn muni koma út 3. mars árið 2009. Leikurinn mun eingöngu komu út á Playstation eins og þeirfyrri, en þessi mun þá koma út á Playstation 3. God of War-leikirnir þóttu og þykja með eindæmum góðir og verður gaman að sjá hvers konar gloriur verði gerðar á nýju vélarnar. Spartverjinn Kratos er án nokkurs vafa einhver svakalegasta söguhetja sem stigið hefurfram í tölvuleik á undanförnum árum. RESISTANCE Á ÍSLANDI Framhald tölvuleiksins Resistance: Fall of man, Resistance 2 er væntanlegur í nóvember. Söguþráður fyrri leiksins snýst um banvæna veiru, Chimera, sem fór út um alla Evrópu og lagði allt í rúst. Leikmenn stýrðu bandaríska hermann- inum Nathan Hale sem er ónæmur fyrir veirunni og gáfu endalok leiksins það sterklega til kynna að framhald yrði gert. Á dögunum sögðu framleiðendur leiksins lítillega frá söguþræði seinni leiksins. Leikurinn hefst þannig að aðalhetjan Nathan Hale rankar við sér á fslandi þar sem samtökin SPRA hafa hreiðrað um sig, en samtökin saman- standa af þeim sem ónæmir eru fyrir hinni skelfilegu veiru. ALHEIMSKÍKIR FRÁMICR0S0FT Microsoft sendi frá sér prufuútgáfu af forritinu WorldwideTelescope í vikunni og fetar í fótspor Google-risans sem nokkrum mánuðum fyrr kom á markað Google Sky. Móttökur almennings hafa allar verið mjög jákvæðar og forritið þykir betra en það frá Google á flestum sviðum. Með forritinu má, eins og nafnið gefur til kynna, beina sjónum að störnuhimn- inum og kanna óravíddir alheimsins á eigin spýtur. Það eina sem hefur komið mönnum á óvart við forritið eru kröfur um vélbúnað en notandinn þarf að lágmarki að hafa 2GHz Intel Core 2 Duo-vél sem keyrir Windows Vista. JARÐLÍNUSÍMAR AÐHVERFA Samkvæmt nýrri rannsókn bandarískra heilbrigðisyfirvalda færist það sífellt meira í vöxt að almenningur skipti alfarið yfir í GSM-síma og hætti notkun gömlu heimilissímanna.Tölulegar upplýsingar gefa til kynna að ein af hverjum sex fjölskyldum hefur skipt alfarið yfir í þráðlausa síma og hent gamla jarlínusímanum í ruslið. Það sem vakti athygli í könnuninni var að þeir sem hafa minna á milli handanna eru mun fljótari að taka skrefið inn í þráðlausu öldina. Jarðlínur verða áfram öruggasti kosturinn fyrir netsamband en Ijósleiðarar verða æ vinsælli kostur meðal almennings og fyrirtækja sem gera kröfur um háhraðasamband. í METAL GEAR SOLID 4 Biðin eftir síðasta og sennilega besta Metal Gear Solid-leiknum er loks á enda Nú, tíu árum eftir að íyrsti leikurinn kom út, er fjórði og síðasti Metal Gear Solid-leikurinn vænt- anlegur í verslanir. Leikurinn verður gefmn út um allan heim 12. júní næstkomandi. Ef marka má eina dóminn um leikinn sem hefur birst hing- að til verður þetta besti leikurinn í þessari virtu leikjaseríu. Það er hinn virti tölvuleikjagagnrýnandi Paul Fitzpatrick hjá PlayStation: Official Magazine í Bretlandi sem einn hefur dæmt leikinn. Hann gefur leiknum fullt hús eða tíu í einkunn. „Aðal- lega er þetta leikur fyrir aðdáendurna og þú ættir að vera það. Hvað Snake varðar kemur í ljós að hans lokastund er svo sannarlega hans besta," segir Paul meðal annars í dómnum en leikurinn er sagður eiga í fullu tré við GTA 4 sem er nú best dæmdi tölvuleikur allra tíma. Leikurinn gerist 2014, fimm árum eftir „Big Shell Incident" sem átti sér stað í MGS 2. Leikurinn ger- ist í heimi þar sem einkareknir herir hafa aukið vægi sitt og berjast í stríðum íyrir risafyrirtæki og hagsmuni þeirra. Eitt þessara fyrirtækja kall- ast Outer Haven og rekur her sem er á stærð við þann bandaríska. Þegar Outer Haven undirbýr heimsstyrjöld er Snake enn á ný sendur á staðinn og bardaginn er í Mið-Austurlöndum að þessu sinni. Leikurinn kemur aðeins út á PlayStation líkt og fyrri leikirnir en grafíkin í þeim nýjasta er sögð ótrúlega góð. Þegar blaðamaður Gamespot lýsti leiknum, eftir að hafa séð hann á ráðstefnu í Jap- an, sagði hann að erfítt væri að greina hvenær myndskeið eða „cutscenes" enduðu og leikurinn byrjaði. Eina sem breyttist væri að lífið og aðrir möguleikar birtust á skjánum. asgelr@dv.is Áhrif spjallforrita á málvenjur ungmenna eru ekki eins mikil og talið var áður: Áhyggjufullir foreldrar og kenn- arar víðs vegar um heiminn gagn- rýna oft málnotkun barna og unglinga í spjallforritum og telja að skammstafanir og styttingar orða eða setninga verði til þess að málfari þeirra og orðaforða verði verulega ábótavant. Annað kemur á daginn í nýrri rannsókn sem Háskólinn íToronto í Kanada hefur gert. Þar kemur fram að ungmennin fari oftar eftir reglum málfræðinnar í spjallforritum en þegar þau ræða sín á milli úti á götu og mun minna sé um notkun skammstafana en fólk heldur. Það málfar sem þau tileinka sér í spjallforritum virðist líka vera hrein viðbót við móðurmálið og ekki hafa sérstök áhrif á notkun tungumálsins í daglegum sam- skiptum eða skólagöngu. Skóla- yfirvöld víðs vegar um heiminn hafa þó verulegar áhyggjur af áhrifum spjallforrita á stafsetn- ingu og telja vera bein tengsl á milli aukinnar notkunar spjallfor- rita og slælegrar frammistöðu nemenda i réttritun. palli@dv.is ÓÞARFA ÁHYGGJUR? Foreldrar og kennarar hafa haft töluverðar áhyggjur af málnotkun barna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.