Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Síða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Síða 60
60 FÖSTUDAGUR 16. MAl 2008 Tíska DV l mmi NÝTT ANDLIT MIU MIU Franska söng- og leikkonan Vanessa Paradis kemur til meö aö vera nýjasta andlitið í auglýsingaherferð Miu Miu. Vanessa sem á tvö börn með eigin- manni sínum Johnny Depp leysir þar með leikkonuna Kirsten Dunst af hólmi en Maggie Gyllenhaal, Laetitia Casta og Líndsay Lohan hafa allar set- ið fyrir í auglýsingum Miu Miu. ÚTIDRESSIÐ DV-mynd Ásgeir GUTRANDI HÖNNUN LOHAN Lindsay Lohan tilkynnti í mars að hún ætlaði að hefja framleiðslu á sérhönnuðum leggingsbuxum undir nafni sínu. 1 vikunni sást svo til Lindsay á götum LA með fyrirsætu sér við hlið að mynda nýju leggingsbuxurnar sem væntanlegar eru í verslanir á næstu mánuðum. Það er ekki annað að sjá en buxurnar séu mjög lekkerar, glansandi og glimmerskreyttar, með rennilásum og hnésbótum. HÆTTULEGIR LOKKAR Lýtalæknar í Ameríku segj- ast finna fyrir mikiili aukningu í aðgerðum á eyrnasneplum ungra kvenna. Ástæðan ku vera að stúlk- ur sem ganga of mikið með stóra eyrna- lokka eyði- leggja smám saman á sér eyrnasnepl- ana. Þannig geta of þungir eyrna- lokkar stækkað götin í eyrunum og þar af leiðandi byrja eyrna- sneplarnir að lafa. Það er hins vegar ekkert sem bannar stúlk- um að skreyta sig með fögrum lokkum áður en haldið er út á líf- ið en varasamt er að ganga dags- daglega um með of þunga lokka. VERIÐ ÓHRÆDDAR Förðunarmeistarar ytra leggja nú áherslu á að konur eigi ekki að vera hræddar við að nota liti eins og bleika tóna á augun, þeir draga fram bláa og græna litinn í augunum og ef við bæt- um smá koparlit eða brúnum tóni við þann bleika erum við með fullkomna litasamsetn- ingu fýrir brún augu. Einnig eru konur hvattar til að hvíla svarta maskarann í sumar. Próf- aðu brúnan, bláan eða grænan maskara, það gæti komið þér á óvart hvað það gerir mikið fyrir augun. Sixpensari: Keyptur á markaði I Clermont. Jakki: Urban Outfitters. Hettupeysa: Moods of Norway. Buxur: Camden í London. Kúrekastígvél: Kúrekabúð I Flórída. „Ég keypti þessar buxur I London fyrir 70's partí sem ég var á leiðinni (. Svo er ég mjög ánaegður með kúrekastígvélin sem ég keypti í kúrekabúð í Flórída. Þegar ég kom að kassanum var mér sagt að það væri tilboð, ef maður keypti eitt par fengi maður tvö pör frítt svo ég fór út nokkuð sáttur með þrjú pör af stlgvélum." Sjóliðapeysa: Moods of Norway. Gallabuxur: Levi's. „Ég dreg þessar eldgömlu Levi's-buxur mlnar fram af og til þegar allt annaö er skltugt en þær eru mjög þægilegar." INNIFÖTIN IKOFLOTTU A DJAMMINU Henrý Þór Reynisson er einn af eigendum verslunarinnar Moods of Norway sem var opnuð með pompi og prakt á Hverfisgötu 37 nú á dögunum. Ásamt því að selja falleg föt bakar Henrý líka fallegar kökur en hann er bakarameistari að mennt og hefur farið mikinn í faginu undanfarin ár. Stuttermaskyrta: Moods of Norway. Svart vesti: Moods of Norway. Bindi: Urban Outfitters. Gallabuxur: Moods Spenderjeans. Belti: Moods of Norway. Kúrekaskór: Kúrekabúð i Flórída. .1 „Þar sem ég vinn i Moods of Norway verð ég auðvitað að vera I sem mestu úr versluninni þegar ég er I vinnunni." Jakkaföt: Moods of Norway. Peysa: Moods of Norway. Strigaskór: Lacoste, keyptir I Kaliforniu „Mérfinnst alltaf gaman að vera svolftið ööruvísi þegarég kíki út á Iffið."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.