Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Page 68

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Page 68
68 FÖSTUDAGUR 16. MAl 2008 Fólkið DV MUGISON: Mugison er á heimleið eftir viðburðaríka tónleikaferð með Queens of the Stone Age. „Þetta gekk bara mjög vel og var alveg hrikalega gam- an," segir Örn Elías Guðmundsson betur þekktur sem Mugison. „Við spiluðum á 15 tónleikum í heildina og þar af 11 með Queens of the stone age," en Mugison var staddur í New York á heimleið þegar DV náði tali af honum. „Þeir voru alveg mega kúl við okkur," segir Mugison um meðlimi QOTSA. „Þeir settu engin hávaðatakmörk eins og oft er gert og krúið þerra hjálpaði okkur alveg helling." Mugison segist hafa verið sérlega ánægður með aðdáendur sveitarinnar og segir þá alltaf hafa tekið vel á móti sér og hljómsveitarmeðlimum sín- um. „Eftirminnilegast var þegar við spiluðum í smábænum Saskat- oon. Það er eins konar Blönduós Kanadamanna, svona bær sem allir keyra í gegnum. Þar gjörsamlega sturluðust áhorfendur og við á móti. Við vorum alveg kengbilaðir með kúrekahatta," og segir Mugison að það hafi bara vantað Patrick Swayze á gólfið til að fullkomna þetta. Tónleikaferð Mugisons og félaga er þó einungis rétt að byrja. Sveitin stoppar heima í nokkra daga og heldur svo út á ný. „Við byrjum í Bret- landi og förum svo til Danmerkur, Þýskalands og Sviss." Eftir það verður haldið heim á ný þar sem stoppað verður stutt aftur. „Við fáum tveggja vikna pásu og svo förum við út aftur." asgeir@dv.is '■’-a-,.'., SÍMON ÁVÍSI Blaðamaðurinn knái Símon Birgisson hefur ráðið sig í vinnu á Vísir.is í sumar. Munu þar verða mikiir endurfundir, þar sem Símon mun starfa ásamt sínum gömlu félögum á DV, þeim Óskari Hrafni Þorvalds- wni, Breka Logasyni og Andra Ólafssyni, en Breki, Andri og Símon voru helstu fréttahaukar DV í ritstjórnartíð Mikaels Torfa- sonar. Símon hefur alið mann- inn í listaháskólanum undan- farið, þar sem hann lærir fræði og framkvæmd í leiklistardeild. Næsta haust heldur hann til Þýskalands í skiptinám, en svo tekur við ritgerð og lokaverkefni. Mugison Erréttað byrja tónleikaferð slna. Rapparinn Erpur Eyvindarson var kominn fyrir utan Nývang, leikvang Barcelona, klæddur í splunkunýja Barcelona-treyju og með trefil í stíl, þegar hann komst að því að miðarn- ir sem voru væntanlegir hefðu klikk- að. Erpur hefur undanfarnar vikur dvalið í Barcelona eins og DV hefur greint frá og átti knattspyrnuleikur á milli Barcelona og Valencia að vera hluti af fríinu. Neyddust því Erpur og félagar hans til að fylgjast með leikn- um á knæpu stutt frá leikvanginum. Erpur lét þó miðaleysið ekki á sig fá, og hét því stórkostiega nafni á MSN á dögunum. „Valencia - Barcelona, sex mörk, Eiður inná þvílík upplif- un." Eða ekki. „Ég vil nú ekki vera að gera mikið úr þessu, enda er öm- urlegt þegar lið er að stæra sig af því hvaða stjörnur það hitti á fylliríi," segir plötusnúðurinn og upptökustjórinn Daníel Ólafsson, betur þekkíur sem Danni Deluxxx, en kappinn skemmti sér með söngkonunni Erykuh Badu í Boston á dögunum. „Ég lenti á spjalli við rapparann Jay Electronica sem er kærasti Badu. Hann tók mig í VlP-herbergið, þar sem hann kynnti mig fyrir Erykuh og nokkrum meðlimum hljómsveitarinnar The Roots," segir Daníel, og bætir hlæjandi við að Erykah hafði nokkurn áhuga á íslandi, þó að kærasti hennar hafi verið ívið áhugasamari.„Þetta var óttalegt djamm og mikill hávaði, en gaman samt. Ég efast nú stórlega um að ég sé að fara gera takta fýrir þetta lið, en við verðum bara að sjá hvað setur. Ég var eiginlega nýlentur þegar ég mætti á tónleikana og útskýrði því fýrir þeim hversu fjarstæðukenndar þessar aðstæður væru fýrir mér. Þá fékk ég svarið „ekkert gerist af ástæðulausu" sem mér fannst nokkuð sniðugt," segir Daníel, sem var stadd- ur í Boston til þess að heimsækja félaga sinn. Danni Deluxxx spilar á Hverfisbamum í kvöld og hefst gleðin um miðnætti. dori@dv.is Ekki málið Danni Deluxxx og Erykah Badu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.