Glóðafeykir - 01.12.1969, Page 8

Glóðafeykir - 01.12.1969, Page 8
8 GLÓÐAFEYKIR nokkrar stærstu framkvæmdirnar og þær, sem mestum og varanleg- ustum hvörfum ollu í þá átt, að efla og bæta framleiðslu félagsmanna 0o- oera hana verðmeiri en áður. o o Undir forystu liins síðara þessara tveggja leiðtoga, sem lengst hafa veitt K. S. forstöðu, Sveins Guðmundssonar, má ýkjulaust segja, að félagið hafi tekið risaskref á þróunarbraut og eflzt á alla grein. Ég þarf ekki að nefna þær framkvæmdir, sem hrundið hefur verið af stokkum á síðasta aldarfjórðungi að frumkvæði hans. En minna má á nvtt mjólkursamlagshús, nýtt slátur- og frystihús, vélaverkstæði, trésmíðaverkstæði, vörugeymsluhús, mörg verzlunarhús reist og keypt o. s. frv. Allt eru þetta stórframkvæmdir á okkar mælikvarða — og mætti að sjálfsögðu fleiri nefna. Slíkum framkvæmdum er hægt að hrinda fram þegar máttur samtakanna, samvinnunnar, er nýttur, þeirn mikla mætti beint í rétta átt og síðan beitt af hygg- indum og festu. I>að er einlæg von okkar allra að þetta áttræða af- mælisbarn, þetta óskabarn og efnahagslega höfuðvígi alls þorra héraðsbúa, megi æ og ævinlega njóta svo gifturíkrar leiðsagnar og forystu. Ég liika ekki við að staðhæfa — og sú staðhæfing er reist á nokkuð náinni og traustri þekkingu —, að þessir tveir samvinnuleiðtogar hafa, að öllum öðrum ólöstuðum og meir en það, unnið farsælli störf í þágu almennings í þessu héraði en nokkrir tveir menn aðrir á sama tíma. Þeir reyndust hvort tveggja í senn, framsæknir og var- færnir. Og það sem mest er um vert, þeir liafa unnið K. S. það álit í viðskiptaheiminum, að félagið er orðlagt fyrir áreiðanleika og nýt- ur hvarvetna óskoraðs trausts. Við erum orðin svo vön margháttaðri þjónustu samvinnunnar, að við gerum okkur yfirleitt ekki grein fyrir því, liversu ríkur er þáttur hennar í daglegu lífi. Élest erum við ófróð um baráttuna, sem frumherjarnir urðu að heyja. Hún var víða óvægin og hörð, og oftast ójafn leikur. Og baráttan lieldur alltaf áfram, þótt hún hræri ekki hvern einstakan með sama hætti og áður fyrr. Samvinnuhug- sjónin hefur alltaf átt og mun alltaf eiga rannna andstæðinga og volduga suma, sem lítt sjást fyrir í tilraunum sínum og tilburðum til þess að vinna henni geig og koma henni á kné. En sú kynslóð, sem nú er á miðjum aldri og yngri, ætti að vera betur undir það búin en áar hennar, að standast allar atlögur, jafnvel þótt því fari fjarri, að hún sé eins brennandi í andanum og frumherjarnir voru. Hún hefur reynsluna, enda þótt sti reynsla sé ef til vill ekki öllum

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.