Glóðafeykir - 01.12.1969, Page 11

Glóðafeykir - 01.12.1969, Page 11
GLOÐAFEYKIR 11 1940—1945: Reist vörugeymsla (vestan við ,,Gránu“) og stór vöru- skemma. Sett á stofn verzlunarútibú í leiguhúsnæði („Nýja búðin“). 1946—1950: Keypt húseignin „Lanfás“. Reist stórhýsi til vöru- geymslu. Véla- og viðgerðaverkstæði tekur til starfa. Kjöt- og mjólkurbúð sett upp í gamla sláturhúsinu. Húseignir Frystifélagsins (Sláturfél. Skagf.) keyptar. Trésmíðaverkstæði sett á stofn og húsið endurbyggt. 1951—1955: Nýtt og fullkomið slátur- og frystihús tilbúið og tekið í notkun. Reist hús yfir vélaverkstæði. Tekin Skaga- fjarðarkvikmynd. „Glóðafeykir" hefur göngu sína. 1956—1960: Stofnað hlutafélag með Sauðárkróksbæ til starfrækslu fiskvinnslustöðvar (í árslok 1955 — Fiskiðja Sauðárkr. h.f.). Komið upp beinamjölsverksmiðju. Reistar 2 stór- ar vöruskemmur. Sett upp sölubúð fyrir bygginga- og rafmagnsvörur. Fullgerð varahlutabúð. Slátur- og frysti- húsið stækkað. Keypt stórhýsi Sigurðar Sigfússonar svó og „Aðalból". Reist stórt verzlunarhús við Skagfirðinga- braut. K. S. yfirtekur hluta Sauðárkr.bæjar í Fiskiðju Sauðárkróks h.f. (1959). 1961 — 1965: Sett upp fóðurblöndunarstöð. Stofnaður Menningar- sjóður K. S.. Reist viðbygging við mjólkursamlagshúsið. Byggingavöruverzlunin færir út kvíarnar og húsnæði hennar stækkað til mikilla muna. Keypt húseign. 1966—1968: Stofnaður Ferðasjóður kvenna. Reist verzlunarhús á Sauðárkr. (Suðurbæjarútibú). Keypt „Blöndalshús" með stórri lóð. Reist verzlunarhús í Varmahlíð. Sett upp verzlunarútibú í Hofsósi. Hér hefur verið stiklað á stóru. í upptalningu þvílíkri sem þess- ari, þar sem aðeins er getið nokkurs hluta þeirra athafna og fram- kvæmda, sem Kaupfél. Skagfirðinga hefur haft með höndum, getur alltaf verið nokkurt álitamál, hvað taka beri og hverju sleppa. Hér er t. a. m. að engu getið þess fjárhagslega stuðnings er félagið hefur, einkum á síðari árum og áratugum, veitt marg-víslegum þrifnaðar- og framfaramálum héraðsbúa, bæði á sviði beinna framkvæmda svo og menningarmála ýmiss konar. En K. S. hefur á liðnum árum lagt fram fé, svo að nemur tugum milljóna króna samanlagt, til útgerðar- mála og hafnarframkvæmda, til landbúnaðarmála og skógræktar, til heilbrigðismála, til útgáfustarfsemi (Sögufélag Skagf., Tindastóll,

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.