Glóðafeykir - 01.12.1969, Page 12
12
GLÓÐAFEYKIR
Glóðafeykir o. fl.) til Davíðshúss — og fer þó fjarri því að allt sé
talið. En þetta nægir til þess að sýna, að K. S. hefur haft í heiðri
hugsjónir samvinnustefnunnar og látið fleira til sín taka en við-
skiptamál ein og kaupsýslu.
í annálsbrotinu hér að framan er miðað við 5 ára tímabil. Stund-
um getur leikið á því nokkur vafi, hvorum megin beri að telja þessa
framkvæmdina eða hina, eftir því á hvaða stigi hún er við tíma-
skilin. En slíkt skiptir raunar eigi miklu máli.
Aðalfundir K. S. hafa að sjálfsögðu verið jafnmargir æviárum fé-
lagsins, þ. e. 80 alls, auk fjölmargra fulltrúafunda og deildarstjóra-
funda. Hafa aðalfundir jafnan staðið tvo daga og stundum þrjá.
Fundarstjórar á aðalfundum haía verið frá upphafi 10. Flestum fund-
um hafa stjórnað séra Zophónías Halldórsson (11), séra Sigfús Jóns-
son (24) og Gísli Magnússon (24).
Frá og með árinu 1907 til ái'sloka 1968 voru haldnir 457 stjórnar-
fundir. Frá árunum fyrir 1907 liggja eigi fyrir fundargerðir félags-
stjórnar. Á fyrri árum félagsins, meðan minna var umleikis, voru
stjórnarfundir að sjálfsögðu færri miklu og strjálli en síðar varð.
í Fiskiðju Sauðárkróks h.f., sem er dótturfyi'irtæki K. S., voru til
ársloka 1968 haldnir 66 sérstakir stjórnar- og hluthafafundir. Þess
utan hefur vitaskuld oft verið fjallað um margvísleg málefni Fisk-
iðjunnar h.f. á stjórnarfundum kaupfélagsins.
G. M.