Glóðafeykir - 01.12.1969, Qupperneq 17
GLÓÐAFEYKIR
17
Verða hér rakin nokkur atriði nr ræðu kaupfélagsstjóra:
Félagsmenn í árslok 1968 voru 1279. Á framfæri þeirra, að þeim
sjálfum meðtöldum, voru 2937 manns. Fastráðnir starfsmenn við
verzlun og fyrirtæki félagsins voru 101 um áramót. Alls tóku 466
manns laun hjá félaginu. Greidd vinnulaun, svo og greiðslur fyrir
akstur og þjónustu, námu á árinu 1968 kr. 29.924.822,00. Sams kon-
ar greiðslur Fiskiðju Sauðárkróks h.f. voru kr. 7.309.849,35. Námu
því launagreiðslur á vegum félagsins alls rttmum 37,2 milljónum
króna. Opinber gjöld, þ. e. aðstöðugjald, eignaútsvar, eignarskattur,
kirkjugarðsgjald, iðnlána- og iðnaðargjald, námu kr. 1.644.319,00.
Greiddur söluskattur á árinu nam alls kr. 6,4 millj. röskum, þar af
greitt með vörukaupum kr. 1,4 millj. tæpar.
Smásala á innlendum og erlendum vörum, ásamt umboðssölu og
þjónustu, nam kr. 128,2 millj. tæpum, sem er röskum 14 millj. kr.
hærra en 1967, eða 12,26%. Söluverð landbúnaðarvara nam kr. 151,3
millj. röskum, og er það rúml. kr. 37,2 millj. hærra en árið áður.
Heildarvelta félagsins var 279,5 millj. kr. rösklega. Hækkun rúml.
kr. 51,2 milljónir, eða 22,34%. Framleiðsla Fiskiðju Sauðárkróks h.f.
er hér ekki meðtalin, en hún nam kr. 25 milljónum. Framleiðendur
fengu greitt fyrir landbúnaðarvörur 109,5 millj. kr. tæplegá, eða 9,8
millj. kr. meira en árið áður.
Brúttótekjur af vörusölu voru 17,65%.
Vörubirgðir verzlana og fyrirtækja voru afskrifaðar samkvæmt
venju undanfarinna ára, og eru bókfærðar til eignar á 22,5 millj. kr.
tæplega, hækkun um 7,8 millj. Er hækkunin aðallega fólgin í aukn-
um fóðurvörubirgðum, en samkv. áskorun hafísnefndar og búnaðar-
samtakanna keypti félagið fóðurvörubirgðir um og fyrir áramót, sem
nægja áttu til maíloka með venjulegri notkun. Bændur dré)gu mjög
úr fóðurvörukaupum með þeim afleiðingum, að samdráttur varð í
mjólkurframleiðslu fyrstu 3 mánuði ársins 1969 um 19,6%, miðað
við fyrra ár. Fóðurvörubirgðir eru því miklar, voru um mánaðamót-
in janúar—febrúar að útsöluverðmæti kr. 13,2 milljónir. Álagning
10% og er í algeru lágmarki. Einnig varð aukning vörubirgða vegna
tveggja nýrra verzlana á árinu. Útibú í \'armahlíð hóf starfsemi sína
í maímánuði. Kaupfélag Austur-Skagfirðinga varð að hætta starf-
semi í nóvembermánuði vegna fjárhagserfiðleika. Kaupfélag Skag-
firðinga leigði verzlunarhús félagsins, keypti vörubirgðir og opnaði
þar verzlun 3. desember. Þessi þjónusta var veitt samkvæmt eindreg-
inni ósk stjórnar Kaupfélags Austur-Skagfirðinga og stjórnar S. í. S.
F.r nú unnið að sameininon félaoanna.
O o