Glóðafeykir - 01.12.1969, Page 23
GLOÐAFEYKIR
23
Jón Magnússon Ósmann ferjumaður frá Utanverðunesi, Skagafirði, -fyrir utan
kofa sinn við Vesturós Héraðsvalna.
Jón Osmann
(Jón Magnússon Ósmann var nafnkenndur maður fyrir vaxtar sakir og afls. Hann
var hvers manns hugljúfi, greiðvikinn og gjafmildur, svo að frá bar. Hann var maður
óvenju vel gerður um flesta hluti og hlaut að verða hugstæður hverjum þeim, er af
honum hafði að segja. — Jón var fæddur í Utanverðunesi í Hegranesi 6. nóvember
1862 (ekki 1863, eins og segir í þættinum) og átti þar heima alla ævi, að heita mátti.
Hann drukknaði í Vesturósi Héraðsvatna 24. apríl 1914.
Þáttur þessi er hér prentaður eftir handriti Guðmundar Ólafssonar í Ási í Héraðs-
skjalasafni Skagfirðinga óbreyttur að öðru en því, að greinarmerkjum og stafsetningu
cr á nokkrum stöðum vikið við. — G. M.)
Arið 1863 fæddist Jón Magnússon í Utanverðunesi, sem síðar
kallaði sig Ósmann. Hann var sérlega hægur og stilltur í allri fram-
göngu og prýðisvel gefinn maður. Hann var með hærri mönnum,
herðamikill, vöxturinn sívalur og sver, fremur handstór, höndin
þykk.