Glóðafeykir - 01.12.1969, Side 27

Glóðafeykir - 01.12.1969, Side 27
GLOÐAFEYKIR 27 Við Ósinn (Þórir Bcrgsson rithöfnndiu — Þorsteinn Jónsson — dvaldist með foreldrnm sínum, séra Jóni Ó. Magnússyni og frú Steinunni Þorsteinsdóttur, á Ríp í Hegranesi árin 1900— 1904, þá innan við tvitugsaldur (f. 23. ágúst 1885). Hann kynntist þá að sjálfsögðu Jóni í Nesi — Jóni Ósmann — og mun hafa hænzt að honum sem aðrir unglingar. Löngu síðar yrkir hann þetta afbragðs kvæði (Eimreiðin 1960, 2. h.). Þykir vel á því fara, að kvæðið fylgi hér í kjölfar þáttarins um Jón. — G. M.) Við ósinn lá í litlum kofa langa nótt, er flestir sofa; ferju gætti, fram við sjó. Hlustaði á raddir storms og strauma. Stríða hafði vökudrauma afreksmaður, aflakló. íturvaxinn undramaður, að ytra borði hýr og glaður. Innra grúfði angur, kvöl. Einhverntíma, utar hlynum, öldubörðum, fjarri vinum, dærndur bana að drekka öl. Öllum vildi greiða gera, gjarna með þeim sorgir bera, — bar þó áður ærið nóg. Gamanyrði átti á tungu, ef til vill er sárast stungu sálarkvalir og s\ iptu ró. Þannig virtist þessi maður þeim, er fljótt hann litu: Glaður, æðrulaus, við alla í sátt. Svo var og, að óvin eigi átti Jón á förnum vegi. Stríddi hann við stærri mátt.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.