Glóðafeykir - 01.12.1969, Page 31
GLÓÐAFEYKIR
31
Ekki var ég nú neitt ánægður yfir þ\í starfi til að byrja með. Ég
rölti af stað á eftir þeim grenjandi og kom heim með þær grenjandi.
Soffía systir var með mér þrjár fyrstu næturnar til þess að setja mig
inn í starfið. Eitt sinn kom það fyrir, ég held það hafi verið um
það bil viku eftir að ég byrjaði hjásetuna, að yfir skall sótþoka. Ég
fór samt með ærnar út í Hlíðina en hélt þeim þó frá ánni, því að
þar var hey. Ærnar lögðust um nóttina og þá skreið ég upp á stóran
stein, því að hvergi var hægt að setjast í grasið fyrir bleytu. Og þarna
á steininum sofnaði ég. Þegar ég svo hrökk upp voru allar æmar
horfnar. Ég reyndi að rekja slóðirnar í blautu gxasinu, en allt kom
fyrir ekki. Sá ég fljótlega að útilokað var að ná þeim saman með
þessu móti, svo að ég tók það til bragðs, að siga hundinum út í þok-
una eins og ég væri að smala, og rölti svo þannig heim á leið. Þegar
heim kom kastaði ég tölu á ærnar og vantaði mig þá aðeins tvær,
Stórhyrnu og Síðklædd, en þær vantaði líka kvöldið áður, svo að ég
hafði engum týnt í þokunni og þóttist heldur góður. Pabbi var að
klæða sig þegar ég kom í bæinn. Hann spurði hvort ærnar væru
allar. Ég svaraði sem var, að tvær vantaði. „Varstu kannski með þær
í Stekkjarhúsunum í nótt?“ spurði hann. Ég hálf-reiddist, því að mér
fannst í þessu felast aðdróttun um að ég hefði svikizt um að halda
ánum til beitar, svo að ég svaraði því, að hann skyldi líta inn í hús-
in. Vissi sem var, að ekki var liægt að hýsa ærnar án þess að það
sæist á húsunum.
Hr því að ég er farinn að tala um hjásetuna, má ég til með að
segja þér, — þú þarft ekkert að skrifa það, — að einhver ógleyman-
legasta og fegursta sýn, sem ég hef augum litið, bar fyrir mig þegar
ég stundaði hana. Þegar ég fór af stað með ærnar um kvöldið var
ákaflega blítt veður. Ró og friður hvíldi yt'ir öllu. Æmar dreifðu
úr sér, því að ég hnappsat þær aldrei. Ég settist á lækjarbakka. Ég
sat oft við lækina. Þeir sungu svo vel. Þeir sungu oft fyrir mig ljóðin
ltans Kristjáns Fjallaskálds. Það var unun mín í einverunni á nótt-
unni að heyra lækina syngja. Og þeir sungu aldrei sama lagið. Það
var annað í kvöld en í gærkvöldi. Og þetta kvöld fannst mér söngur-
inn fegurri en nokkru sinni fyrr. Það var í honum meiri fögnuður.
Þegar ég taldi komið lágnætti fór ég að tína ærnar saman með að-
stoð héppa, sem var þægur, eftirlátur og hlýðinn. Brátt voru allar
ærnar lagstar og ég tók að maula nestið mitt, sem ævinlega var bæði
nóg og gott, ekki skorti það. Lagði mig svo út af hjá einni ánni, sem
hét Mannýg, en svo var hún nefnd af því að hún átti til að hnippa
ónotalega í þá, sem ekki vildti kjassa hana og gæla við hana, þegar