Glóðafeykir - 01.12.1969, Qupperneq 33
GLÓÐAFEYKIR
33
og hengdi svo einhverja druslu fyrir dymar. En kofinn minn gerði
sitt gagn, þótt ekki væri hann háreistur né íburðarmikill. En þessir
dagar tóku enda og brátt kom að því, að ég þótti of stór til að stunda
hjásetuna og Rögnvaldur bróðir tók við.
— Hvernig jörð var Hnjúkur?
— Hnjúkur taldist góð jörð á þeirra tíma mælikvarða a. m. k.
Túnið gaf af sér 300 hesta og var talið eitthvert stærsta tún í sveit-
inni. Auðvitað var það allt þýft, eins og tún voru yfirleitt þá. í gegn-
um það runnu tveir lækir, sitt hvoru megin við bæinn. Þegar ég
þótti of öflugur orðinn til þess að stunda hjásetuna, var ég látinn
fara að slá. LTndantekningarlítið byrjaði túnasláttur á Hnjúki laug-
ardaginn í 12. viku sumars. Fyrir túnaslátt var venjulega heyjað úti
í Hlíðinni. Þar voru beitarhús með hlöðu við og var heyjað í hana,
en heyskapnum þar þannig hagað, að helmingur slægjulandsins var
sleginn í ár en hinn helmingurinn næsta ár. Allt var slegið í spild-
um. Ef frostnætur komu, þá var vaknað með skímu til að slá, það
beit svo vel í hélunni. Kvenfólkið sló oft, t. d. mamma, en þá var
hún alltaf út af fyrir sig. Og við strákarnir vorum látnir fara að slá
strax og við gátum borið orfið. Jón bróðir fór raunar til Akureyrar
strax eftir fermingu til þess að læra smíðar hjá Snorra móðurbróð-
ur mínum. Hann kom ekki heim upp frá því nema sem gestur.
Akveðinn vinnutími var auðvitað enginn, en staðið meðan skrokk-
urinn þoldi. Já, lífsbaráttan þá þætti sjálfsagt hörð nú.
Ég man nú varla eftir mjög vondum sumrum á þessum árum. Tíð
þótti ekki góð að vorinu nema búið væri að vinna á og stinga út um
krossmessu. Ekið var á völlinn á vetuma og til þess notaðir sleðar,
sem kallaðir voru bjóð. Teknir voru ákv eðnir dagar til þess að ganga
að því verki og þá stundum t'engnir menn að til hjálpar. Fyrst þeg-
ar ég man eftir var áburðurinn barinn sundur með klárum. En
fljótlega komu taðvélarnar til sögunnar og var það mikil umbót.
Síðan var hlössunum ausið úr trogum.
— Yar stundaður sjór frá Hnjúki?
— Það var ævinlega einn maður við sjó frá flestum heimilum í
dalnum. Hefði bóndinn ekki mann, þá fór hann sjálfur. Það var
sjónum öðru fremur að þakka, að yfirleitt var ekki sultur í búi hjá
Svarfdælingum á þessum árum. Ég man þó eftir einum bónda, sem
aldrei vildi fara á sjó, enda var hann oft tæpur með lífsbjörg. Þó
held ég að hann hafi aldrei þegið af sveit, en var stundum hjálpað
á annan hátt. Bóndi þessi var oft í vinnu á Hnjúki. Atti það til að
stríða okkur krökkunum, og var mér því heldur í nöp við hann.