Glóðafeykir - 01.12.1969, Síða 37

Glóðafeykir - 01.12.1969, Síða 37
GLÓÐAFEYKIR 37 og Davíð. En Davíð var heldur ekki öruggur um að hitta í fyrsta kasti. Hann hafði 6 steina tiltæka og hefur því búizt við að sér gæti mistekizt. Pabbi keypti Másstaði vegna dalsins, því að þegar fram á hann kom, náðu illviðrin sér ekki. Þar stóð ég yfir sauðunum og geml- ingunum og þar lærði ég kverið og biblíusögurnar. Eitt sinn er ég var á heimleið með féð og kominn yfir á Kóngsstaðadal, fór hund- urinn, sem fylgdi mér, að rífa niður í skafl og gelta. Ég varð hissa á þessu háttalagi og sagði pabba frá því þegar heim kom. Hann fór yfir á dalinn, gróf niður í hundskrafsið og þama fann hann lifandi gemling undir skaflinum. Þama bjargaði seppi einu kindarlífi með sínum skilningarsitum, þar sem mannsvitið hrökk ekki til. Pabbi tók að sér að ala naut til afnota fyrir þá Skíðdæli. Leigan eftir nauðtið var einn töðuhestur fyrir hverja kú. Þegar einhver kom að sækja nautið fór pabbi venjulega með honum, og var svo fylgt aftur til baka. Ekki þótti annað vogandi en tveir væm jafnan á ferð með tudda, því að fullorðin naut eru ekki nein lömb að leika sér við, ef í þeim snýst. Ég heyrði frá því sagt, að maður nokkur hefði verið einn á ferð með naut. Skyndilega skipti það skapi og ætlaði þegar að leggja manninn undir. Hann greip til þess ráðs, að fara á bak nautinu og fékk það ekki komið honum af sér. Og þar sat hann þegar að var komið. LTr því að ég er nú búinn að tala hér um kindur, hunda og naut- gripi, þá væri ómaklegt að gera blessuðum hrossunum lægra undir höfði, og því langar mig til að minnast hér aðeins á þrjár hryssur. Er það þá fyrst hún Ljóska á Þverá. Oft var ég búinn að dást að kænsku hennar og hyggjuviti, þegar ég vakti yfir túninu á vorin. Hún var nefnilega í túninu á Þverá á hverri nóttu, en aldrei komst upp um Ljósku. Og hvernig stóð á því? Jú, hún kom aldrei ofan úr fjallinu fyrr en svo áliðið var orðið. að allir voru háttaðir. Og alla nóttina hélt hún sig á bak við hús, þannig að luin sást ekki frá bænum, þótt einhver hefði litið út. Skömmu fyrir fótaferðartíma tók hún svo sprettinn til fjalls og var víðs fjarri, þegar fólkið á Þverá fór á stjá. Þegar hiin var að laumast í tiinið fór luin ævinlega löturhægt, smá fikraði sig niður með gilinu, eins og hún væri að gera ráð fyrir þeim möguleika, að einhver væri venju fremur seinn í háttinn. En til baka fór hún í einni roku, sjálfsagt til þess að vera komin sem lengst frá túninu, er fólkið kæmi á fætur, svo að síður félli á hana grunur. — Grá hryssa var einnig til á Þverá. Hún var ættuð úr Skaga- firði. Ekki var alltaf hlaupið að því að ná henni, ef það stóð ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.