Glóðafeykir - 01.12.1969, Side 41
GLÓÐAFEYKIR
41
Gaf Gilsi sér ekki tíma til að heilsa Magnúsi en segir: „Komdu undir-
eins niður í Grafarós, hann Siggi er að rifna.“ Þarna lá ég nú í svæs-
inni lungnabólgu og var í viku á milli heims og heljar, lengst af með
óráði, og var ekki hugað líf. Magnús læknir kom til mín flesta daga.
Tvær stúlkur úr Hofsósi vöktu til skiptis yfir mér. Hefur það víst
ekki verið skemmtilegur starfi, því að ég stóð alltaf í manndrápum
í óráðinu. Eina nóttina fór Helga frá Naustum, önnur stúlkan, sem
yfir mér var, lit og vissi ég að hún fór til þess að biðja Hallgrím að
vera hjá mér meðan ég skildi við. Og mér var svo sem alveg sama.
Hafði orðið enga lífslöngun. Hallgrímur kom og segir: „Líður þér
illa?“ „Nei, vel,“ svara ég og það var alveg satt. Mér fannst mér bara
líða vel. Og þetta var byrjunin á batanum. Eftir 6 vikur frá því að
ég lagðist leyfði Magnús læknir mér að fara. En lengra en í Ósland
mátti ég ekki fara fyrsta daginn, og þó því aðeins þangað, að ég hefði
hest. Þaðan komst ég í Hóla og heim náði ég rétt fyrir jól. Magnús
læknir sendi mér koníaksflösku með orðum um að fá mér eitt koní-
aksstaup kvölds og morgna. Ég kveið því nokkuð, að mér mundi
reynast örðugt að greiða læknishjálpina, því að peningaráð hafði ég
engin önnur en aurana fyrir hina stuttu og endasleppu vinnu á
Höfðaströndinni. En hér reyndist allur kvíði ástæðulaus, því að
reikningur Magnúsar læknis hljóðaði upp á einar 7 kr., sem var
nánast ekki neitt fyrir alla þá hjálp, sem hann var búinn að veita
mér.
Frá öðru atviki, sem snerti viðskipti okkar Magnúsar, vil ég gjarn-
an skýra. Ég var þá fluttur til Skagafjarðar, en skrapp norður í Svarf-
aðardal. Mig minnir að það væri á góu 1920. Tíð var góð, svo að
mér datt í hug að skjótast norður og heilsa upp á pabba og mömmu.
Daginn, sem ég lagði af stað heimleiðis, fór ég aðeins frá Hnjúki og
fram að Dæli. Þaðan fór ég um fótaferðatíma morguninn eftir. Rögn-
valdur bróðir bað mig fyrir skilaboð í Mela. Er þangað kom var eng-
inn vaknaður í bænum, svo að ég fór á glugga og vakti upp. Nokk-
ur bið. líklega allt að hálftími, varð samt á því, að Hallgrímur kæmi
fram. Töluvert mikið frost var en logn og hreinviðri, og með því
að ég var heitur af göngunni setti að mér meðan ég beið. Ég skil-
aði boðunum og hélt svo rakleitt áfram í Klaufabrekknakot til Jó-
hanns bróður. Þar borðaði ég. Jóhann fylgdi mér á hesti fram undir
heiði. Ég hafði skíði meðferðis en dró þau oftast, því að hjarn var
á og ekki skíðafæri. Þegar upp að Heljardalsheiðinni kom, fann ég
að ég var að verða lasinn og tók að hugleiða, hvað nú skyldi gera.
(Framhald á bls. 44)