Glóðafeykir - 01.12.1969, Side 45

Glóðafeykir - 01.12.1969, Side 45
GLÓÐAFEYKIR 45 Einsdæmi Hjálmar bóndi Pálsson á Kambi í Deildardal er afreksmaður um þrek og dug, áhugamaður einstakur og eigi hlífisamur við sjálfan sig. í hálfa öld hefur hann verið fláningsmaður í sláturtíð — og mun óeíað einsdæmi. Hann hefur unnið á ýms- um sláturhúsum — í Grafarósi, Kolkuósi og á Siglufirði, en lengstum þó lijá kaupfélög- unum í Hofsósi og á Sauðárkróki, síðast á nýliðnu hausti. Og enn er áhugi hans og af- köst þvílík, að ekki sé talað um trúmennsku í starfi, að yngri menn mega fullkomlega vara sig á honum hálfsjötugum. Hjálmar Pálsson er fæddur á Brúarlandi í Deildardal 3. marz 1904, og þar í dalnum hefur hann alið aldur sinn allan. Bóndi á Brúarlandi 1926—1930 og síðan á Kainbi alla stund. Hann var kvæntur frændkonu sinni, Steinunni Hjálmarsdóttur á Kambi, en nrissti hana 1942 (15. júlí). Af 11 börnum þeirra hjóna eru 7 á lífi. G. M. Eftirfarandi vísu sendi Haraldur Hjálmarsson frænda sínurn á 65 ára afmælinu: Kappinn Hjálmar Kambi á, klettadjarfur, hraður. Duglegastur fé að flá, frægur sláttumaður. Hjálmar Pálsson

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.