Glóðafeykir - 01.12.1969, Page 56
56
GLÓÐAFF.YKIR
Kaupfélagið á Hofsósi.
r
Agrip af sögu Kaupfélags Austur-Skagfirðinga
Hinn 17. nóvember 1918 var haldinn stofnfundur pöntunarfélags
að Miðhóli, Fellshreppi, stofnendur voru 19 bændur úr Fellshreppi.
Kosin var stjórn hins nýja félags og hlutu kosningu: Tómas Jónas-
son, Miðhóli, Sveinn Árnason, Felli, og Jón Guðnason, Heiði.
Fyrstu lög félagsins eru undirrituð af 29 bændunr, flestum úr Fells-
hreppi, er félagið þá þegar nefnt Kaupfélag Fellshrepps. Bráðabirgða-
ákvæði eru við þau lög svohljóðandi:
„Stjórn sú, sem kosin var á fundi 17. nóv. 1918 fer nreð stjórn fé-
lagsins til aðalfundar 1920, sömuleiðis telst fyrsta starfsár félagsins
til 1. jan. 1920.“