Glóðafeykir - 01.12.1969, Blaðsíða 62
62
GLÓÐAFEYKIR
Jón skáld, lengi að finna það, að hann byggi í námunda við fang-
elsið; m. a. varð ritaranum þetta ljóð á munni:
Enginn forðast örlög brvn
úti í lífsins hrynu.
loks hefur Jón með ljóðin sín
lent í tugthúsinu.
Þó mun ritara hafa fundizt, að hér væri stórum ofmælt um vin
sinn Jón, því að nú gerir liann bragarbót:
Illspá sú hefur ekki ræzt,
um sem títt þið spjallið.
En þetta hefur hurðin næst
á hæla skáldsins fallið.
En mest er að marka hvað Jón segir sjálfur um veru sína þar. Séát
giögglega, að hann hefur ekki tekið mikið mark á skopi slíku, þ\ í
að liann kveður:
Þó að sumir hjali hátt
hér urn tugtlnisveru rnína.
Bý ég þar í beztu sátt —
blíðuljósin á mig skína.
Ekki brá ritari þeirri venju sinni að bjóða Jón Bakka-skáld vel-
kominn á fundinn. Gnauðaði liann enn á sínum gamla bragarhætti,
sem Jóni þótti ekki beint aðlaðandi, og krafðist svars í sömu mynt.
Þannig var erindið:
Höfðingjum stefnt var lúngað
háskalaust eftir páska.
Nefndarnrenn orð þau efndu,
— erat vant sekretera.
Sjötugur sést hér etja
(svitastorkinn af hita)
enn í orðasennu
ógnrakkur, skáld frá Bakka.