Glóðafeykir - 01.12.1969, Side 69

Glóðafeykir - 01.12.1969, Side 69
GLÓÐAFEYKIR 69 dætur Soffíu: Önnu Soffíu, húsfr. á Akureyri og Soffíu, húsfr. í Hafn- arfirði. Soffía Zóphóníasdóttir var há og grannvaxin; fríð sýnum, tíguleg í framgöngu. Hún var höfðingi í lund og skörungur, þótt löngum lifði við kröpp kjör. Hún var greind kona og þrekmikil, hafði trausta skapgerð, sem mikil reynsla og sár á stundum náði aldrei að brjóta né buga. Guðbrandur Mikaelsson, bóndi á Hringveri í Hjaltadal, lézt þ. 17. apríl 1957. Hann var fæddur að Háagerði í Siglufirði 8. ágúst 1897, sonur Mikaels Ólafssonar sjómanns þar og konu hans Önnu Bergs- dóttur. Hann ólst upp með foreldrum sín- um; missti föður sinn á unglingsárum og kom þá í hans hlut að veita heimilinu for- stöðu ásamt með móður sinni og yngri bróð- ur, Snorra, er hann óx úr grasi. Guðbrandur var tvíkvæntur. Árið 1927 gekk hann að eiga Þorbjörgu Kristjánsdótt- ur á Siglufirði en naut hennar eigi lengi, því að hún dó 1932. Þau áttu ekki börn, en tóku dreng í fóstur, Jón Kr. Jónsson, er síðar fluttist til Skagastrandar. Árið 1942 kvæntist Guðbrandur síðari konu sinni, Guðbrandur Mikaelsson. Ingibjörgu Sigurðardóttur, er verið hafði hjá honum bústýra frá 1934. Sama ár fluttust þau að Hringveri og bjuggu þar síðan meðan Guðbrandur lifði. Eigi varð þeim hjónum barna auðið, en hjá þeim ólst upp sonur Ingibjargar, Samúel Frið- leifsson, er hún hafði eignazt áður en hún kom til Guðbrands. Guðbrandur Mikaelsson var hár maður vexti og myndarlegur ásýndum. Hann var greindur maður en hlédrægur og sóttist ekki eftir mannvirðingum; komst þó ekki með öllu hjá að gegna trún- aðarstörfum, sat m. a. nokkur ár í hreppsnefnd Viðvíkurhrepps. Eigi var hann tíður gestur á mannamótum, undi bezt í heimagarði. Hann var trúhneigður og gerðist aðventisti; þrautvandaður maður, hóg- vær og prúðmenni í allri framkomu; heill í vináttu, trúr í hverju starfi. Aldrei varð hann efnaður maður enda heilsuveill löngum, mun þó hafa komizt sæmilega af.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.