Glóðafeykir - 01.12.1969, Síða 79
GLÓÐAFEYKIR
79
Snemma hneigðist hugur lians til veiðimennsku og sjósóknar, og
þegar á unga aldri færði hann drjúga björg í bú. Honum varð því
auðvalið ævistarfið. Hann var frábær skytta og ágætur sjómaður
að sögn kunnugra manna, djarfur og áræð-
inn, en jafnframt fyrirhyggjusamur, gætinn
og athugull og hlekktist aldrei á.
Pálmi Sighvats var fremur lágvaxinn en
þrekinn vel; dcikkur á brún og brá. Hann
var hægur og stillilegur í framgöngu, eng-
inn asamaður; gat virzt hrjúfur hið ytra, en
var raunar viðkvæmur og hjartahlýr, góð-
viljaður, trygglyndur og frábærlega barn-
góður. Þeir, sem þekktu hann bezt, leituðu
návistar hans. Má á því nokkuð marka, hver
maðurinn var. Pálmi sóttist ekki eftir vin-
sældum manna né virðingu. Hvort tveggja
hlaut hann þó í ríkum mæli. Maðurinn var óvenju heilsteyptur og
traustur. Hann var og prýðilega greindur. Hitt bar þó frá, hversu
lifandi og næmri athyglisgáfu hann var gæddur og stálslegnu minni.
I órofa tengslum við þá eðlisþáttu var hin einstæða kímnigáfa lians
og frásagnar. Hann sagði sögur, sannar og ekki sannar, og sagði þær
svo listavel, að það \ar dauður maður, sent ekki veltist um af hlátri.
Þá var sólskin í svip og sindur í auga.
Með Pálma Sighvats féll um aldur frant sérstæður maður og val-
inn drengur. Hann dó ókvæntur og barnlaus.
Pálmi P. Sighvats.
G. M.