Glóðafeykir - 01.11.1971, Blaðsíða 20

Glóðafeykir - 01.11.1971, Blaðsíða 20
20 GLÓÐAFEYKIR íslandsbók Andersons borgmeistara A 17., 18. og 19. öld kom út allmargt erlendra bóka, sem fjölluðu um Island og íslendinga, lýsingar á landi og þjóð. Var í flestum lítt liirt um sanngildi frásagnar, meira hugsað um hitt, að færa svo í stílinn, að bragð væri að. I Öldinni átjándu, sem Jón Helgason ritstjóri tók saman og út kom hjá Iðunni 1960, er getið nokkurra slíkra bóka og tilfærðir úr þeim stuttir kaflar. Hér kemur einn, tengdur árinu 1747, og er vissulega ekki valið af verri endanunr. Jón segir svo frá: „Þýzkur borgmeistari, Jóhann Anderson, hefur gefið út í Ham- borg bók um ísland og Grænland. Kvað hann hafa sótt fróðleik sinn um ísland og íslendinga til skipstjóra og kaupmanna, sem verið hafa í förum hingað frá Lukkuborg og Hamborg. Sannfróðir hafa þeir heimildarmenn ekki verið í öllum greinum, þótt borgmeistarinn segi í formála bókarinnar, að ætlun sín sé að hrekja hinar margvíslegu lygasögur, er gangi um ísland. Nöfn öll eru einnig mjög brengluð og hausavíxl haft á hlutunum. Hlaupið undan jarðeldum. Höfundur getur þess í landslýsingunni, að jarðskjálftar séu tíðir á Islandi, því að fjöll séu þar eygð og bergtegundir eldfimar. Segir hann til dæmis, að fyrir ríflega hálfum öðrum áratug hafi jarðeldur komið upp í héraðinu Huuswich og þorpið Myconíu brunnið með kirkjum, húsum og fénaði. Logarnir fóru svo hratt yfir jörðina, að rnenn urðu að hlaupa allt hvað fætur toguðu, svo eldurinn næði þeim ekki. Þegar þrjár kirkjusóknir voru eyddar með þessum hætti og sömu örlög vofðu yfir öðrum þremur, sendi drottinn regn, sem slökkti eldana. Vizka forsjónarinnar. Sauðfé á íslandi eltir alltaf hestahjarðirnar á vetrum, því að fætur þess eru svo veikir, að það getur ekki krafsað burt snjóinn, sem hylur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.