Glóðafeykir - 01.11.1971, Blaðsíða 67
GLÓÐAFEYKIR
67
Víðimýri, og konu hans Rósu Magnúsdóttur bónda að Levningi í
Eyjafirði og síðar í Torfmýri í Blönduhlíð. Var Konráð í Brekku-
koti hálfbróðir Stefáns á Halldórsstöðum, samfeðra, og Rósa, kona
hans, alsystir Aðalbjargar, konu Stefáns, en þau voru foreldrar Páls
og þeirra systkina, sjá þátt af Páli Stefánssyni í Glóðafeyki 1969, 9. h.
bls. 43.
Af 8 börnum þeirra Þorsteins og Ingibjargar komust 6 úr bernsku:
Rósa, húsfr. á Sauðárkróki, Sigurður, drukknaði um 16 ára aldur,
Haukur, vélstj. á Sauðárkróki, Erla, söngkona og húsfr. í Kaup-
mannahöfn, Gréta, húsfr. í Vestmannaeyjum og Rögnvaldur, sjóm.
á Akranesi.
Þorsteinn Sigurðsson var meðalmaður vexti, hvatur í hreyfingum,
dökkur á brún og brá, grannleitur, holdskarpur, vel farinn í andliti,
fríðleiksmaður. Hann var hagur vel og prýðilega verki farinn; vel
greindur, sönghneigður miklu meira en almennt gerist, varði margri
stund til að glæða og efla sönglíf og leiklist á Sauðárkróki. Hann
var mikill geðprýðismaður, hélt jafnlyndi sínu, hlýju og glaðlegu
viðmóti, þótt heilsuleysi og harmar sneyddu ekki hjá garði fjöl-
skyldunnar.
Þorsteinn var þekktur maður á heimaslóðum. „Hann átti vináttu
allra, sem með honum unnu.“
Gunnar Gunnarsson, bóndi í Syðra-Vallholti í Hólmi, lézt þ. 3.
des. 1962. Fæddur var hann í Syðra-Vallholti 8. nóv. 1889 og átti þar
heima alla ævi. Foreldrar: Gunnar bóndi í Syðra-Vallholti Gunnars-
son, bónda þar o. v., Gunnarssonar hrepp-
stjóra á Skíðastöðum á Laxárdal, Gunnars-
sonar, og kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir
bónda í Kálfárdal, Rafnssonar, og konu
hans Sigríðar Gunnarsdóttur hreppstjóra á
Skíðastöðum.
Gunnar óx upp með foreldrum sínum til
fullorðinsára, reisti bú á feðrajörð sinni
1918 og bjó þar æ síðan. Hann var góður
bóndi, frábær eljumaður, vann að veruleg-
um umbótum á jörð sinni.
Arið 1925 gekk Gunnar að eiga Ragn-
liildi Erlendsdóttur bónda á Beinakeldu, al-
systur Jósefínu, konu Friðriks Hansens, sjá Glóðafeyki, 5. h. bls. 33,
og hinna kunnu Giljárbræðra, mikla atgerviskonu. Af 7 börnum
Gunnar Gunnarsson