Glóðafeykir - 01.11.1971, Blaðsíða 58

Glóðafeykir - 01.11.1971, Blaðsíða 58
58 GLÓÐAFEYKIR í Tungusveit, Jónssonar, og fyrri konu hans Önnu Bjarnadóttur á Sjávarborg. Ársgamall missti Guðmundur móður sína. Olst upp í Hvammkoti og víðar þar fremra. Árið 1921 kvæntist hann Guðrúnu Jónsdóttur bónda á Um- svölum í Þingi, Magnússonar bónda í Holti, Péturssonar, og konu hans Guðlaugar Eiríksdóttur á Stóru-Giljá í Þingi, Jóns- sonar, en kona Eiríks og móðir Guðlaugar var Guðrún Jónsdóttir frá Giljurn í Vestur- dal, alsystir Guðmundar í Bjarnastaðahlíð, föður Eiríks bónda í Sölvanesi á Fremri- byggð, föður Sigrúnar húsfr. á Miðgrund í Blönduhlíð og síðar á Akureyri, móður þeirra bræðra Fiunbogasona, Bjarna ráðu- nautar í Búðardal, Eiríks Hreins bókavarð- ar og Stefáns tannlæknis. Arið 1921 settu þau Guðmundur og Guðrún saman bú að Ytra- Vatni og bjuggu þar óslitið til 1957, er þau seldu jörð og bú í hend- ur Jóhannesi syni sínum. Þau eignuðust 11 börn, misstu 4 kornung, upp komust 7: Þórdis, húsfr. í Hjarðardal neðri í Önundarfirði, Kristin, húsfr. á Gilsá í Eyjafirði, Jóhannes, bóndi á Ytra-Vatni, Margrét, húsfr. á Reykjum í Hrútafirði, Gíslina, býr með bróður sínum á Ytra-Vatni, Magnús, til heimilis á Ytra-Vatni og Eirikur, langdvölum á sjúkrahúsi. Guðmundur á Ytra-Vatni var hygginn maður og gerhugull um alla hluti. Hann var einn af beztu bændum í Lýtingsstaðahreppi; bú hans var að vísu aldrei mjög stórt, en umhirða öll með ágætum og afurðir að sama skapi. Guðmundur var góður meðalmaður vexti, þrekvaxinn, myndar- legur að vallarsýn, dökkur á yfirbragð, fullur að vöngum, svipfar allt og augnaráð athugult og tiltakanlega festulegt. Hann var ágæt- lega greindur, skoðanafastur, rólyndur, hóglátur i viðmóti og frá- hverfur því að halda sér fram. Hann var orðstilltur maður og orðvar, !ét aldrei stóryrði falla; „mikil vandræðis vandræði" var orðtak hans, er eitthvað svarf að. Hann var rammtraustur maður o° hinn mætasti o drengur. Sr. Lárus Arnórsson, prestur á Miklabæ í Blönduhlíð, lézt þ. 5. dag aprílmánaðar 1962. Hann var fæddur að Hesti í Borgarfirði 29.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.