Glóðafeykir - 01.11.1971, Side 58

Glóðafeykir - 01.11.1971, Side 58
58 GLÓÐAFEYKIR í Tungusveit, Jónssonar, og fyrri konu hans Önnu Bjarnadóttur á Sjávarborg. Ársgamall missti Guðmundur móður sína. Olst upp í Hvammkoti og víðar þar fremra. Árið 1921 kvæntist hann Guðrúnu Jónsdóttur bónda á Um- svölum í Þingi, Magnússonar bónda í Holti, Péturssonar, og konu hans Guðlaugar Eiríksdóttur á Stóru-Giljá í Þingi, Jóns- sonar, en kona Eiríks og móðir Guðlaugar var Guðrún Jónsdóttir frá Giljurn í Vestur- dal, alsystir Guðmundar í Bjarnastaðahlíð, föður Eiríks bónda í Sölvanesi á Fremri- byggð, föður Sigrúnar húsfr. á Miðgrund í Blönduhlíð og síðar á Akureyri, móður þeirra bræðra Fiunbogasona, Bjarna ráðu- nautar í Búðardal, Eiríks Hreins bókavarð- ar og Stefáns tannlæknis. Arið 1921 settu þau Guðmundur og Guðrún saman bú að Ytra- Vatni og bjuggu þar óslitið til 1957, er þau seldu jörð og bú í hend- ur Jóhannesi syni sínum. Þau eignuðust 11 börn, misstu 4 kornung, upp komust 7: Þórdis, húsfr. í Hjarðardal neðri í Önundarfirði, Kristin, húsfr. á Gilsá í Eyjafirði, Jóhannes, bóndi á Ytra-Vatni, Margrét, húsfr. á Reykjum í Hrútafirði, Gíslina, býr með bróður sínum á Ytra-Vatni, Magnús, til heimilis á Ytra-Vatni og Eirikur, langdvölum á sjúkrahúsi. Guðmundur á Ytra-Vatni var hygginn maður og gerhugull um alla hluti. Hann var einn af beztu bændum í Lýtingsstaðahreppi; bú hans var að vísu aldrei mjög stórt, en umhirða öll með ágætum og afurðir að sama skapi. Guðmundur var góður meðalmaður vexti, þrekvaxinn, myndar- legur að vallarsýn, dökkur á yfirbragð, fullur að vöngum, svipfar allt og augnaráð athugult og tiltakanlega festulegt. Hann var ágæt- lega greindur, skoðanafastur, rólyndur, hóglátur i viðmóti og frá- hverfur því að halda sér fram. Hann var orðstilltur maður og orðvar, !ét aldrei stóryrði falla; „mikil vandræðis vandræði" var orðtak hans, er eitthvað svarf að. Hann var rammtraustur maður o° hinn mætasti o drengur. Sr. Lárus Arnórsson, prestur á Miklabæ í Blönduhlíð, lézt þ. 5. dag aprílmánaðar 1962. Hann var fæddur að Hesti í Borgarfirði 29.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.