Glóðafeykir - 01.11.1971, Blaðsíða 34
34
GLÓÐAFEYKIR
Hundalækni höfum við,
hann er fáum líkur:
Nefndarmönnum lagði lið
og lét þá eignast — tíkur.
Þessi annað afrek vann
— allt þeini doktor hlífi —:
Skagamanna hnnda hann
hreinsaði í móðnrlífi.
Morgun einn, er á fnnd var komið, upphefur Jón Bakkaskáld sína
rödd og Ijóðar á oddvita sýslunefndar með makt og miklu veldi:
Forsetinn minn fríðastur,
fær í kvæðahróður,
af Leirgerði elskaður,
enn þá situr hljóður.
Allri sæmir ýtastétt
ástalíf að fanga;
vona és; hann leo°i létt
lófa á hennar vanga.
Skömmu síðar sendi oddviti svohljóðandi „Svar til Jóns Bakka-
skálds“:
Jón á Bakka boðskap sinn
til bragna lætur ganga:
Að és; les;oi lófa minn
o oo
Leirgerðar að vanga.
Ymsir hafa á því grun
ofan í sagnir téðar:
Á Leirgerði hann leggja mun
lófann — heldur neðar.
Á þessu ári, 1946, var byggður læknisbústaður í Hofsósi, og vildu
austanvérar fá allríflegan styrk til hans úr sýslusjóði. En nú stóð
einmitt fyrir dyrum að byggja upp sjúkrahúsið á Sauðárkróki, og