Glóðafeykir - 01.11.1971, Blaðsíða 52
52
GLÓÐAFEYKIR
Guðmundur bjó jafnan góðu búi. Hann var starfsmaður mikill og
gerði umbætur á jörðum sínum, sléttaði túnin og girti. Er eigi of-
sagt, að hann var frábær maður að elju og vinnuþoli.
Arið 1915 gekk Guðmundur að eiga Öntiu Jónsdóttur bónda í
Asgeirsbrekku, Stafni í Deildardal og síðast á Sviðningi, Andrésson-
ar bónda á Syðri-Bægisá í Öxnadal, Tómassonar, og konu hans Ast-
þrúðar Jónsdóttur bónda Árnasonar, en kona Jóns var Ingiriður
Siourðardóttir. Var Anna 2,áfuð kona 0? mæt, vinnusöm 02 dugjeff.
O O O ’ o 00
Af börnum þeirra hjóna komust upp tveir synir: Hafþór, dr. jur.,
kv. Solveigu Kolbeinsdóttur, og Guðmundur, byggingameistari, kv.
Önnu Guðmundsdóttur, báðir í Reykjavík. Anna lifir mann sinn,
háöldruð.*
Guðmundur Benjamínsson var meðalmaður á velli, vel vaxinn
og afrendur af afli. Eigi mátti hann teljast andlitsfríður, en svipgóð-
ur, stillilegur, hægur og prúður í viðmóti, fátalaður oftast og eigi
hlutsamur. „Hann var höfðingi heim að sækja, en hlédrægur og
heimakær, fráleitur því að láta á sér bera en vildi vinna btii sínu
allt, er hann vann. Guðmundur var orðheldinn og traustur sæmdar-
maður, sem ekki mátti vamm sitt vita í neinu.“
Pétur Runólfsson, bóndi að Efra-Ási í Hjaltadal, lézt þ. 2. febrúar
1962. Hann var fæddur að Böðvarsdal í Vopnafirði 13. jan. 1906,
sonur Runólfs bónda þar Hannessonar og konu hans Kristbjargar
Pétursdóttur. — Pétur mun hafa alizt upp
með foreldrum sínum austur þar í Vopna-
firði. Haustið 1928 réðst hann til náms í
Hólaskóla og lauk búfræðiprófi 1930. Iient-
ist hér vestra eftir það. „Hann var ágætur
námsmaður og mikill starfsmaður. Kapp-
semi og atorka var honum í blóð borin.
Hann hóf búnað í Efra-Ási, hálflendunni,
1923, að kalla eignalaus, og bjó þar unz dag-
ar voru uppi. Hann var umbótamaður og
setti markið hátt. Hann reisti girðingar,
byggði bæ sinn úr steinsteypu, ræktaði tún
úr óræktarlandi og reyndi oftsinnis korn-
rækt. Allt með góðum árangri. Vann að búi sínti alhugað og undi
sér bezt þar heima. Átti ágætt sauðfé og fóðraði það með ágætum."
Pétur Runólfsson
Anna er nú (1971) látin fyrir nokkrum árum.