Glóðafeykir - 01.11.1971, Blaðsíða 57

Glóðafeykir - 01.11.1971, Blaðsíða 57
GLÓÐAFEYKIR 57 María Guðmundsdóttir, fyrrum húsfreyja á Álfgeirsvöllum á Efri- byggð, lézt þ. 22. marz 1962. Hún var fædd að Starrastöðum á Fremribyggð 15. sept. 1866, laundóttir Guðmundar bónda á Hömr- um á Fremribyggð, Hannessonar, með Ragnheiði Guðmundsdóttur bónda á Steinsstöðum í Tungusveit, Jónssonar og konu hans Sioxíðar Arnadóttur bónda á o Skatastöðum, Jónssonar. Á uppvaxtarárum var María meira og minna hjá föður sínum og stjúpu, Maríu Ásgrímsdóttur. Árið 1894 (eða 1895, sbr. Æviskrár Skagf.) giftist hún Jónasi Björns- syni, síðast bónda í Kolgröf á Efribvggð, Gottskálkssonar, og konu hans Jóhönnu Jóhannsdóttur, er síðar átti Björn Þorláks- son, bónda í Kolgröf. Fyrsta árið voru þau ungu hjónin í húsmennsku á Mælifellsá, en reistu síðan bú í Efra- Lýtingsstaðakoti (nú Tunguhlíð) og bjuggu þar til 1900, er þau fluttu búferlum vestur að Ásum í Svínavatnshreppi. Þar bjuggu þau góðu búi til 1920, en keyptu þá Álfgeirsvelli á Efribyggð af Ólafi Briem alþm., færðu þangað bú sitt og bjuggu þar síðan við góðan hag meðan bæði lifðu. María missti mann sinn árið 1939. Var hún eftir það alla stund með sonum sínum þar á Álfgeirsvöllum og síðast sonarsyni, Marinó Sigurðssyni. Börn þeirra hjóna voru 4 og komust upp 3 synir: Pdlmi, bóndi á Álfgeirsvöllum, látinn, sjá þátt um hann í Glóðaf. 1969, 9. h. bls. 44, Jóhann, bóndi um skeið á Álfgeirsvöllum, síðar bús. á Ákureyri, og Sigurður, látinn, var farinn að búa á Álfgeirsvöllum. María Guðmundsdóttir var í góðu meðallagi á vöxt, mikil mynd- arkona í sjón og raun. Hún var greind kona og fór henni ágætlega úr hendi öll búsýsla. Henni er svo lýst, að hún hafi verið „skartgjörn nokkuð, þrifin, hyggin og góð húsmóðir, en þótti vinnuhörð nokkuð.“ Guðmundur Þorsteinsson, bóndi á Ytra-Vatni á Efribyggð, lézt þ. 29. marz 1962. Fæddur var hann í Hvammkoti í Tungusveit 23. des. 1886. Foreldrar: Þorsteinn bóndi í Hvammkoti o. v. Lárusson, bónda á Brúnastöðum í Tungusveit, Þorsteinssonar bónda í Gilhaga á Fremribyggð, Jónssonar, og kona hans Guðrún Jóhannesdóttir bónda á Brúnastöðum og síðar í Neðra-Lýtingsstaðakoti (nti Árnes) Maria GuOmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.