Glóðafeykir - 01.11.1971, Page 57

Glóðafeykir - 01.11.1971, Page 57
GLÓÐAFEYKIR 57 María Guðmundsdóttir, fyrrum húsfreyja á Álfgeirsvöllum á Efri- byggð, lézt þ. 22. marz 1962. Hún var fædd að Starrastöðum á Fremribyggð 15. sept. 1866, laundóttir Guðmundar bónda á Hömr- um á Fremribyggð, Hannessonar, með Ragnheiði Guðmundsdóttur bónda á Steinsstöðum í Tungusveit, Jónssonar og konu hans Sioxíðar Arnadóttur bónda á o Skatastöðum, Jónssonar. Á uppvaxtarárum var María meira og minna hjá föður sínum og stjúpu, Maríu Ásgrímsdóttur. Árið 1894 (eða 1895, sbr. Æviskrár Skagf.) giftist hún Jónasi Björns- syni, síðast bónda í Kolgröf á Efribvggð, Gottskálkssonar, og konu hans Jóhönnu Jóhannsdóttur, er síðar átti Björn Þorláks- son, bónda í Kolgröf. Fyrsta árið voru þau ungu hjónin í húsmennsku á Mælifellsá, en reistu síðan bú í Efra- Lýtingsstaðakoti (nú Tunguhlíð) og bjuggu þar til 1900, er þau fluttu búferlum vestur að Ásum í Svínavatnshreppi. Þar bjuggu þau góðu búi til 1920, en keyptu þá Álfgeirsvelli á Efribyggð af Ólafi Briem alþm., færðu þangað bú sitt og bjuggu þar síðan við góðan hag meðan bæði lifðu. María missti mann sinn árið 1939. Var hún eftir það alla stund með sonum sínum þar á Álfgeirsvöllum og síðast sonarsyni, Marinó Sigurðssyni. Börn þeirra hjóna voru 4 og komust upp 3 synir: Pdlmi, bóndi á Álfgeirsvöllum, látinn, sjá þátt um hann í Glóðaf. 1969, 9. h. bls. 44, Jóhann, bóndi um skeið á Álfgeirsvöllum, síðar bús. á Ákureyri, og Sigurður, látinn, var farinn að búa á Álfgeirsvöllum. María Guðmundsdóttir var í góðu meðallagi á vöxt, mikil mynd- arkona í sjón og raun. Hún var greind kona og fór henni ágætlega úr hendi öll búsýsla. Henni er svo lýst, að hún hafi verið „skartgjörn nokkuð, þrifin, hyggin og góð húsmóðir, en þótti vinnuhörð nokkuð.“ Guðmundur Þorsteinsson, bóndi á Ytra-Vatni á Efribyggð, lézt þ. 29. marz 1962. Fæddur var hann í Hvammkoti í Tungusveit 23. des. 1886. Foreldrar: Þorsteinn bóndi í Hvammkoti o. v. Lárusson, bónda á Brúnastöðum í Tungusveit, Þorsteinssonar bónda í Gilhaga á Fremribyggð, Jónssonar, og kona hans Guðrún Jóhannesdóttir bónda á Brúnastöðum og síðar í Neðra-Lýtingsstaðakoti (nti Árnes) Maria GuOmundsdóttir

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.