Glóðafeykir - 01.11.1971, Blaðsíða 40

Glóðafeykir - 01.11.1971, Blaðsíða 40
40 GLÓÐAFEYKIR Fallnir félagar Jóhannes Dalmann Sveinbjörnsson, verkamaður á Sauðárkróki, lézt þ. 16. marz 1961. Hann var fæddur að Upsum á Upsaströnd 17. ágúst árið 1900, sonur Sveinbjörns Jóhannessonar, síðar verkamanns á Sauðárkróki (sjá þátt um hann í Glóða- feyki 1969, 9. h. bls. 41) og Guðrúnar Gísla- dóttur. í bernsku dvaldist hann að mestu með föðurafa sínum þar á Upsum, unz hann fór að bjargast á eigin spýtur og gerð- ist smali á Böggvisstöðum í Svarfaðardal. Eftir fermingu mun hann hafa horfið hing- að vestur í Skagafjörð, svo sem fyrr hafði gert faðir hans, og var í vistum austan Vatna. Jóhannes Dalmann kvæntist árið 1930 Engilráð Guðmundsdóttur bónda í Mikla- garði hjá Glaumbæ, Benediktssonar bónda í Ivjartansstaðakoti, Þorsteinssonar, og konu hans Helgu Jóhannes- dóttur bónda að Neðranesi á Skaga, Einarssonar, og Soffíu Guð- mundsdóttur. Voru þau í húsmennsku hér og þar unz þau fluttu til Sauðárkróks 1934 og áttu þar heima eftir það. Stundaði Jóhannes daglaunavinnu, þá er til féll, en vann síðnstu árin við rafveitu- stöðina. Þau hjón áttu eina dóttur barna, Guðrúnu, húsfr. á Sauðárkróki. Jóhannes Sveinbjiirnsson var meðalmaður á vöxt, vel á sig kom- inn, fölleitur ásýndum, geðþekkur maður í sjón og raun. Hann barst lítt á og lifði fábrotnu lífi. Hann var rnikill f jörmaðnr, vinnuglaður og vinnufús, hagvirkur og hleðslumaður ágætur, trúleiksmaður og samvizkusamux. Hann var lífsglaðnr maður og gamansamur, ijúf- lingur í viðmóti og allri umgengni, frábærlega barngóður, hinn bezti drengur. Jóh. D. Sveinbjörnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.