Glóðafeykir - 01.11.1971, Blaðsíða 40
40
GLÓÐAFEYKIR
Fallnir félagar
Jóhannes Dalmann Sveinbjörnsson, verkamaður á Sauðárkróki,
lézt þ. 16. marz 1961. Hann var fæddur að Upsum á Upsaströnd 17.
ágúst árið 1900, sonur Sveinbjörns Jóhannessonar, síðar verkamanns
á Sauðárkróki (sjá þátt um hann í Glóða-
feyki 1969, 9. h. bls. 41) og Guðrúnar Gísla-
dóttur. í bernsku dvaldist hann að mestu
með föðurafa sínum þar á Upsum, unz
hann fór að bjargast á eigin spýtur og gerð-
ist smali á Böggvisstöðum í Svarfaðardal.
Eftir fermingu mun hann hafa horfið hing-
að vestur í Skagafjörð, svo sem fyrr hafði
gert faðir hans, og var í vistum austan
Vatna.
Jóhannes Dalmann kvæntist árið 1930
Engilráð Guðmundsdóttur bónda í Mikla-
garði hjá Glaumbæ, Benediktssonar bónda
í Ivjartansstaðakoti, Þorsteinssonar, og konu hans Helgu Jóhannes-
dóttur bónda að Neðranesi á Skaga, Einarssonar, og Soffíu Guð-
mundsdóttur. Voru þau í húsmennsku hér og þar unz þau fluttu til
Sauðárkróks 1934 og áttu þar heima eftir það. Stundaði Jóhannes
daglaunavinnu, þá er til féll, en vann síðnstu árin við rafveitu-
stöðina.
Þau hjón áttu eina dóttur barna, Guðrúnu, húsfr. á Sauðárkróki.
Jóhannes Sveinbjiirnsson var meðalmaður á vöxt, vel á sig kom-
inn, fölleitur ásýndum, geðþekkur maður í sjón og raun. Hann barst
lítt á og lifði fábrotnu lífi. Hann var rnikill f jörmaðnr, vinnuglaður
og vinnufús, hagvirkur og hleðslumaður ágætur, trúleiksmaður og
samvizkusamux. Hann var lífsglaðnr maður og gamansamur, ijúf-
lingur í viðmóti og allri umgengni, frábærlega barngóður, hinn bezti
drengur.
Jóh. D. Sveinbjörnsson.