Glóðafeykir - 01.11.1971, Blaðsíða 23
GLÓÐAFEYKIR
23
Staðið á teignum í fimmtíu og fimm ár
Magnús H. Gislason rceðir við Jón Björnsson.
Skyldu þeir vera margir ofar moldu, íslendingarnar, sem stundað
hafa verzlunarstörf lengur en hann? Mér er það mikið til efs. Tutt-
ugu og fjögurra ára gamall hófst hann handa á vettvangi verzlunar-
innar, sjötíu og níu ára gamall, eða fyrir einu ári, skrifaði hann
síðustu nótuna. Fimmtíu og fimm ára varðstaða. Og þó aldrei unnið
fyrir sjálfan sig, alltaf verið annarra þjónn, en rækt það hlutverk
með þeim hætti, að trauðla verður betur gert.
Og hver er svo maðurinn? Ja, hver annar en hann „Jón hjá
Briem“, „Jón í Gránu“. „Jón hjá Briem“ hóf verzlunarstörf hjá
Kristni kaupmanni Briem á Sauðárkróki árið 1915 og starfaði þar
í 23 ár. Þá réðst hann til Kaupfélags Skagfirðinga og vann þar í 32
ár, lengstum deildarstjóri í Gránu, matvöru- og búsáhaldadeild
kaupfélagsins. Þar hefur hann verið vakinn og sofinn öll þessi ár,
ávallt jafn traustur og samvizkusamur, ávallt jafn hlýr og háttvís,
ætíð reiðubúinn að leysa hvers manns vanda, eftir því sem unnt var.
Þess vegna sagði líka Magnús skáld á Yöglum eitt sinn þessi orð, sem
menn hafa ekki síðan gleymt:
„Ytri-búðin“, — en svo var Grána oft nefnd af því að hún stóð
norðar af tveimur búðum kaupfélagsins, en fleiri voru þær ekki um
iangt skeið, — „Ytri-búðin, það er bezta búð í heimi“. Við vorum þá
að fara heim af kaupfélagsfundi, nokkrir félagar úr Bliinduhlíð.
Höfðum að fundi loknum setzt að gleðskap heima hjá Stefáni heitn-
um Vagnssyni, — en hús hans á Sauðárkróki rnátti heita eins konar
íélagsheimili Blöndhlíðinga, — áttum vörur læstar inni í Ytri-búð,
en nú var klukkan orðin tvö að nóttu. Einhver gat þess, að varning-
ur okkar kynni e. t. v. að hafa verið látinn út á tröppur Gránu áður
en lokað var, og þótti okkur því einsætt að athuga það. En er við
komum sunnan götuna stóð Jón úti fyrir húsi sínu, kvaðst hafa búizt
t ið að við vildum hafa dót okkar með heim og því talið sjálfsagt að
vaka eftir okkur. Og þá var það, sem Magnús á Vöglum gat Ytri-
búðinni framangreinda ágætiseinkunn. Hér var þó auðvitað ekki