Glóðafeykir - 01.11.1971, Blaðsíða 41

Glóðafeykir - 01.11.1971, Blaðsíða 41
GLÓÐAFEYKIR 41 Sigtryggur Guðjónsson, bóndi á Ytri-Hofdölum, andaðist þ. 17. marz 1961. Hann var fæddur að Brekkukoti í Hjaltadal 16. sept. 1876, sonur Guðjóns Jónssonar og Margrétar Jónsdóttui. Þau voru ógift, en fáum árum eftir að Sigtryggur fæddist giftist móðir hans Sigfúsi Bergmann Jónssyni. Fluttist hann með móður sinni og stjúpa að Krakavöllum í Flókadal og ólst þar upp fram um fermingaraldur. Eftir það gerðist hann vinnumaður á Þrasastöðum í Stíflu og var þar fram yfir tvítugt. Þar kvæntist hann Gunnlaugu Gunnlaugsdótt- ur frá Mjóafelli í Stíflu. Fluttust þau ungu hjónin að Tungu í sömu sveit, hann í vist, hún í húsmennsku. Allt lék í lyndi, þótt eigi væri stofnað til búrekstrar um sinn. En skjót eru sköp á stundum. Þau hjónin eignuðust eina dóttur. Móðirin, Gunnlaug, varð eigi heil eftir það og andaðist skömmu síðar. Og skammt varð í milli, unz dóttirin lézt. Eftir þetta áfall undi Sigtryggur eigi lengi þar í átthögum. Arið 1909 tekur hann sig upp og flytur að Læk í Viðvíkursveit. 1913 fer hann ráðsmaður að Ytri-Hofdölum. 1916 kvænist hann síðari konu sinni, ekkjunni á Hofdölum, Guðrúnu Bergsdóttur bónda á Þrasa- stöðum í Stíflu, Jónssonar, og konu hans Katrínar Þorfinnsdóttur Jonssonar frá Gröf á Höfðaströnd. Bjó Guðrún þá á Ytri-Hofdölum ekkja eftir fyrri mann sinn, Magnús Gunnlaugsson, er látizt hafði 1912 (22. sept.). Var Guðrún á Hofdölum víðkunnur skörungur, hamhleypa til allra verka og óskyldra, smiður á tré og járn, hlóð veggi, reisti hús, sló fergin í tjörnum, þar sem vatn tók undir hend- ur, stundaði vefnað og hannyrðir, ef í milli varð um vetur — og allt rneð ágætum. Hún sat í hreppsnefnd \hðvíkurhrepps um skeið, ein hin fyrsta, ef ekki allra fyrsta kona íslenzk, er gegnt hefur því trún- aðarstarfi. Sigtryggur settist í bú með konu sinni og bjuggu þau á Ytri-Hof- dölum, stundum í tvíbýli, til 1945, er þau fólu jörð og bú fóstursyni sínum og dóttursyni Guðrúnar, Hólmsteini Sigurðssyni, og konu hans, sonardóttur og nöfnu Guðrúnar, og voru eftir það í skjóli þeirra, meðan entist heilsa og líf. Þau eignuðust ekki börn saman, en ólu upp tvo dóttursonu Guðrúnar. Börn Guðrúnar af fyrra hjóna- bandi voru 9, er til aldurs komust. Sigtryggur missti konu sína 29. febrúar 1956 (f. 14. okt. 1867). Sigtryggur Guðjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.