Fréttablaðið - 31.03.2016, Síða 1

Fréttablaðið - 31.03.2016, Síða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —7 5 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r F i M M t u d a g u r 3 1 . M a r s 2 0 1 6 Fréttablaðið í dag skoðun Gestur Ólafsson skrifar um húsnæðis- stefnu. 20-29 sport Hinn ungi Pétur Rúnar Birgisson hefur átt stóran þátt í upprisu Tindastóls í körfubolt- anum í vetur. 30 Menning Djúp spor er nýtt íslenskt leikrit um afleiðingar ölvunaraksturs. 36-42 lÍFið Hin tvítuga Elín Edda gefur út tvö hundruð blaðsíðna myndabók. 46-50 plús 3 sérblöð lhúsnæði og viðhald lFólk l Malbik *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 KAUPHLAUP AFSLÁTTUR AF NÝJUM VÖRUM 31. MARS–4. APRÍL Í FRÉTTABLAÐINU Í DAG 16BLS BÆKLINGUR 4BLS BÆKLINGUR Reykjavík • Hallarmúla 2 | Akureyri • Undirhlíð 2 Fornleifafræðingar voru við störf í miðborg Reykjavíkur í gær, milli Fógetagarðsins og Austurvallar. Þar var kirkju- garður frá elleftu öld og fram á þá nítjándu. Það er Vala Garðarsdóttir sem stýrir uppgreftinum. Fréttablaðið/Vilhelm stjórnMál „Við skulum bara sjá, ég bíð þá eftir að sjá þessa tillögu og ég mun hlusta eftir því hvernig henni er fylgt eftir,“ segir Bjarni Benedikts- son, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um fyrirætl- anir stjórnarandstöðunnar um að leggja til þingrof og að boðað verði til alþingiskosninga. „Það kemur svo sem ekkert á óvart frá stjórnarand- stöðunni miðað við þau orð sem hafa fallið undanfarna daga,“ segir hann. Aðspurður segir Bjarni ólíklegt að hans eigin flokksmenn muni stökkva á lestina með stjórnarand- stöðunni og kjósa með þingrofi. „Ég hef enga ástæðu til að ætla það,“ segir Bjarni en nokkrir flokksfélaga hans hafa sagt að það hafi skapað stjórnarsamstarfinu óþægindi að forsætisráðherra hafi ekki upplýst um eignir eiginkonu sinnar á Bresku Jómfrúaeyjum fyrir síðustu alþingis- kosningar. Í fyrradag kom í ljós að Bjarni Benediktsson og Ólöf Nor- dal innanríkisráðherra hefðu áður tengst félögum í skattaskjólum. Stjórnarandstaðan mun leggja til að stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd fundi tafarlaust um tengsl þriggja ráðherra í ríkisstjórninni við aflandsfélög eða skattaskjól og að umboðsmaður Alþingis verði kallaður fyrir nefndina og kannað hvernig hann geti brugðist við. Bjarni á ekki von á því að aðkoma umboðsmanns Alþingis muni draga fleiri upplýsingar fram á sjónarsvið- ið. „Ég skal ekkert um það segja, ég á ekki von á því sérstaklega,“ segir hann. „Ef fólk sér ástæðu til að virkja kraft stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar eða eftir atvikum umboðs- mann Alþingis, þá er það sjálfsagt að menn geri það. Ég hef ekkert við það að athuga.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son fagnar fyrirætlunum stjórnar- andstöðunnar. „Mér líst vel á það ef þau ætla að manna sig upp í að flytja vantrauststillögu þó þau vilji kalla hana öðru nafni. Ef menn eru til í að sjá af tíma þingsins til að ræða árangur þessarar ríkisstjórnar og jafnvel bera hann saman við þá síðustu er ekkert nema gott um það að segja,“ segir Sigmundur. „Við erum sammála um það að ríkisstjórnin er rúin trausti og það er mikilvægt að þjóðin fái að ganga að kjörborðinu og kjósa upp á nýtt,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. „Þjóðin var leynd upplýsingum í aðdraganda síðustu kosninga sem hún á rétt á að séu uppi á borði þegar hún gerir upp hug sinn.“ Ekki liggur fyrir útfærsla á tillög- unni, til að mynda með tilliti til þess hvenær ætti að kjósa. „Stóra spurningin sem alþingis- menn stjórnarmeirihlutans þurfa að spyrja sig er ekki hvort það sé hægt að berja sig til hlýðni við ríkisstjórnarmeirihlutann heldur hvort þeir séu virkilega á þeim stað að þeir óttist kjósendur sína,“ segir Árni aðspurður hvort hann telji einhverjar líkur á að þingmenn stjórnarmeirihlutans muni kjósa með þingrofi. – srs Þingrofstillaga fyrirsjáanleg Fjármálaráðherra segir í lagi að kalla eftir aðstoð umboðsmanns Alþingis ef þurfa þykir. Formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarþingmenn þurfa að spyrja sjálfa sig hvort þeir óttist kjósendur sína. Það kemur svo sem ekkert á óvart frá stjórnarandstöðunni miðað við þau orð sem hafa fallið undanfarna daga. Bjarni Benediktsson fjármála- og efna- hagsráðherra saMgöngur Vestmannaeyjaferjan Herjólfur hefur ekki siglt til Land- eyjahafnar frá 23. nóvember síðast- liðnum – eða í rúmlega 129 daga. Stórvirkar vinnuvélar og dæluskip vinna að því að opna höfnina og gera áætlanir ráð fyrir að það muni kosta 110 milljónir króna. Heildar- kostnaður við dýpkun, mælingar, útboð og fleira árið 2015 var 625 milljónir króna. Þar af kostaði við- haldsdýpkun um 400 milljónir en frá því að höfnin var opnuð um mitt ár 2010 fram til loka árs 2014 hafði 1,1 milljarði króna verið varið til dýpkunarframkvæmda. Í byrjun var búist við að dæla þyrfti upp 30 þúsund rúmmetrum af sandi á ári. Raunin hefur verið sú að dæla hefur þurft milli 250 og 300 þúsund rúm- metrum af sandi upp úr höfninni á ári síðastliðin ár. – shá / sjá síðu 2 Ekkert siglt í fjóra mánuði 3 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 2 F B 0 8 8 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 E 9 -2 A C 0 1 8 E 9 -2 9 8 4 1 8 E 9 -2 8 4 8 1 8 E 9 -2 7 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.