Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.03.2016, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 31.03.2016, Qupperneq 2
Veður Vaxandi austanátt með skúrum eða éljum sunnan til á landinu, hvasst og rigning eða slydda um kvöldið. Tals- vert hægari vindur og víða léttskýjað fyrir norðan, en þykknar upp í kvöld og bætir í vind. Hlýnandi veður, hiti 1 til 6 stig síðdegis en 0 til 5 stiga frost norðaustanlands. sjá síðu 34 félagsmál „Í gær upplifði ég einn versta dag lífs míns,“ skrifaði for- stöðumaðurinn Anna Þóra Baldurs- dóttir á Facebook-síðu barnaheimilis- ins Villekulla á skírdag. Stöð 2 greindi frá því fyrir ári að Anna Þóra Baldursdóttir og sænsk vinkona hennar hygðust opna heimili fyrir munaðarlaus börn í Naíróbí í Kenía. Anna Þóra hafði þá verið sjálfboðaliði á slíku heimili eftir að hún fór fyrst út árið 2013. Í Frétta- blaðinu 10. febrúar síðastliðinn sagði Aníta G. Axelsdóttir, sem þá var á leið út til að starfa á nýja heimilinu, að starfsleyfi væri loks í höfn. Nýfædd stúlka væri komin á heimilið. Snurða er nú hlaupin á þráðinn. „Ég frétti að barnaverndarfulltrúi lögreglunnar væri ósáttur við að litla daman væri hjá okkur,“ skrifar Anna á síðu Villekulla. Hún kveður barna- verndarfulltrúann hafa talið pappírs- vinnuna ófullnægjandi og að heim- ilið hefði ekki rétt á að hafa barnið. „Ég varð því að fara og sækja hana og koma með hana innan klukkutíma.“ Anna Þóra segir skrítið að sá sem bað hana um aðstoð með því að taka við stúlkunni, sem heitir Arusha, sé með nákvæmlega sömu pappíra og hún til þess að hefja rekstur heimilisins. „Heimilið sem hún færði barnið á er líka með nákvæmlega sömu pappíra og ég en samt var í lagi að setja hana þangað. Þessi heimili og svo mörg fleiri eru því með allt sama og ég,“ lýsir Anna Þóra sem kveður því nú borið við að verið sé að breyta reglum og að hún þurfi að ljúka öðru ferli áður en hún taki við börnum. „Ég gæti bilast hvað ég er reið yfir spill- ingunni í þessu landi. Ég er svo reið og sár að ég á ekki til orð yfir þessu Óvænt bakslag á nýju munaðarleysingjahæli Illa gengur að koma rekstri íslensks munaðarleysingjaheimilis af stað í Kenía. Fyrirstaða er í leyfismálum. Þurftu að afhenda sex vikna stúlku sem tekið hafði verið við af fátækri ekkju. Stofnandi Villekulla kveðst „reið yfir spillingunni“. Mynd/AnítA G. Axelsdóttir Arusha litla. …eru betri en aðrar Fjölskyldudagar Sumarferða Almeria | Mallorca | Tenerife | Albir | Benidorm | Kanarí FÁÐU 10.000 KR. AFSLÁTT Í DAG MEÐ KÓÐANUM SUMAR2016 Fjölskyldudagar byrja í dag 31. mars - 4. apríl. Sláið inn afsláttarkóðann sumar2016 á sumarfedir.is og afslátturinn er þinn. samgöngur Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja umræðu um Landeyjahöfn gjarnan byggða á get- gátum og litlum eða jafnvel röngum upplýsingum. Ofangreint kemur fram í erindi ferðamálasamtakanna til bæjarráðs Vestmannaeyja þar sem óskað er eftir styrk til að halda borgarafund um Landeyjahöfn. Markmið fundarins er „að upp- lýsa Eyjamenn um stöðu hafnar- innar, smíðina á nýrri ferju og hvað hægt sé að gera þar til að höfn og ferja eru farin að nýtast sem heils- árs samgöngumannvirki“, að því er segir í fundargerð bæjarráðs. Fyrir sitt leyti fagnaði bæjarráðið framtaki ferðamálasamtakanna og hvatti eindregið til að borgarfund- urinn yrði sem fyrst. „Ráðið lýsir sig viljugt til að styðja við ferðamála- samtökin með öllum ráðum og þar með að veita samtökunum fjárhags- legan stuðning vegna þessa verk- efnis,“ segir í fundargerðinni. – gar Styrkja fund um höfnina Milljarðaframkvæmdir við dýpkun Heildarkostnaður við dýpkun, mælingar, útboð og fleira við Landeyjahöfn árið 2015 var 625 milljónir króna. Þar af kostaði viðhaldsdýpkun um 400 millj- ónir en frá því að höfnin var opnuð um mitt ár 2010 fram til loka árs 2014 hafði 1,1 milljarði króna verið varið til dýpkunarframkvæmda. FréttAblAðið/Pjetur Anna Þóra baldursdóttir með fyrsta barnið á Villekulla, hana Arushu, þegar hún var tíu daga gömul í febrúar. Arusha fékk þó ekki að búa lengi á Ville kulla. öllu saman. Sem betur fer veit ég að elsku litla stelpan mín er í góðum höndum,“ skrifar Anna Þóra Baldurs- dóttir á styrktarsíðu barnaheimilisins Villekulla. gar@frettabladid.is Sem betur fer veit ég að elsku litla stelpan mín er í góðum höndum. Anna Þóra Baldursdóttir Evrópa Bandaríski herinn ætlar að fjölga hermönnum í Austur- Evrópu á næsta ári. Með því vill hann bregðast við „ágengu Rúss- landi“, eins og Philip Breedlove, æðsti yfirmaður Bandaríkjahers í Evrópu, orðar það. Bæði Evrópusambandið og Bandaríkin hafa gagnrýnt Rússa fyrir átök við Úkraínu og að hafa innlimað Krímskaga. Viðskipta- bann á Rússa er í gildi vegna þess- ara átaka. Byrjað verður að fjölga her- mönnum í febrúar. Hermenn verða sendir til Eistlands, Lettlands, Litháens, Póllands, Rúmeníu, Búlg- aríu og Ungverjalands, eftir því sem Ritzau-fréttastofan fullyrðir. Eftir fjölgunina mun herinn hafa sem samsvarar þremur heilum her- deildum í Evrópu. Að jafnaði eru 3.200 til 5.500 hermenn í einni her- deild. – jhh Hermönnum fjölgað í Evrópu atvinnulíf Stjórnendur HB Granda hafa ákveðið að falla frá áformum um að senda 27 starfsmenn félags- ins á árlega alþjóðlega sjávarútvegs- sýningu sem haldin verður í Brussel í lok næsta mánaðar. Ekki er talið for- svaranlegt að senda starfsmenn fyrir- tækisins á sýninguna þar sem „óvíst er hvort hægt verði að tryggja öryggi þeirra með viðunandi hætti eftir nýlegar hryðjuverkaárásir í borg- inni“, eins og segir í frétt á heimasíðu fyrirtækisins. Helsti tilgangur með þátttöku í sýningunni var að kynna kaupend- um þær afurðir sem félagið hefur að bjóða og efla samskipti við afurða- kaupendur frá öllum heimshornum, en sýningin í Brussel er ein sú stærsta sinnar tegundar sem haldin er í heiminum á hverju ári. – shá Fara ekki til Brussel 3 1 . m a r s 2 0 1 6 f i m m t u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 3 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 2 F B 0 8 8 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 E 9 -2 F B 0 1 8 E 9 -2 E 7 4 1 8 E 9 -2 D 3 8 1 8 E 9 -2 B F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.