Fréttablaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 10
Akureyri Bæjarráð Akureyrarkaup- staðar hefur formlega samþykkt að íþróttafulltrúi hefji undirbúning að því að útvista rekstur skíðasvæðis- ins í Hlíðarfjalli til einkaaðila. Guð- mundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir rekstur skíðasvæðisins háðan of mikilli óvissu vegna veðurfars. Á síðasta fundi bæjarráðs Akur- eyrar fyrir páska var tekið undir þá ósk íþróttaráðs bæjarins að fela forstöðumanni íþróttamála að hefja undirbúning þess að reksturinn verði útvistaður. Mikil vinna hefur verið í gangi undanfarið í aðgerða- hópi um framtíðarrekstur Akur- eyrarbæjar. Rekstur bæjarfélagsins er þungur og er hverjum steini velt við til að reyna að ná hagræðingu í rekstrinum. Guðmundur Baldvin segir það ekki einsdæmi að rekstur skíðasvæðis sé falinn einkaaðilum og bendir á skíðasvæðin á Siglu- firði og í Oddsskarði sem eru rekin af sjálfstæðum aðilum. „Rekstur fjallsins er háður mikilli óvissu á hverju ári vegna veðurfars. Á síðasta ári var reksturinn erf- iður vegna slæmra veðurskilyrða um helgar. Þetta er á umræðustigi ennþá,“ segir Guðmundur Bald- vin. „Þó verðum við að hafa í huga að skíðaiðkun er fjölskylduíþrótt á Akureyri og skíðafélagið æfir í fjall- inu svo það þarf að huga að mörgum þáttum. Við þurfum að tryggja það að skíðaiðkun verði áfram fær fjöl- skyldufólki.“ Guðmundur Karl Jónsson, for- stöðumaður skíðasvæðisins, fagnar bókun bæjarráðs og segir það geta komið Akureyri vel að útvista svæð- ið til einkaaðila. „Ég hef verið tals- maður þess síðustu tíu ár og talað fyrir því að einkaaðilar komi að rekstri fjallsins,“ segir Guðmundur Karl. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hefur um nokkurn tíma verið að skoða framtíð rekstrar Hlíðarfjalls fyrir Akureyri og hefur bæjarstjóri á Akureyri nefnt það að einkaað- ilar séu áhugasamir um að taka að sér reksturinn. Fastir starfsmenn í Hlíðarfjalli eru sjö sem vinna allt árið en þegar mest er að gera á veturna fjölgar starfsmönnum upp í um 70 og felst starf þeirra að mestu í að þjónusta gesti fjallsins. – sa Vilja Hlíðarfjall í einkarekstur BAndAríkin Donald Trump segist nú ekki ætla að standa við loforð, sem hann gaf skriflega á síðasta ári, um að styðja þann frambjóðenda sem á endanum verði ofan á sem forseta- efni Repúblikanaflokksins. Allir þeir repúblikanar, sem höfðu sóst eftir að verða forsetaefni flokks- ins, undirrituðu yfirlýsingu um þetta í september síðastliðnum. Trump féllst á að skrifa undir, en gerði það að skilyrði að allir hinir undirrituðu líka. Sem þeir svo gerðu. Þegar Trump var spurður út í þetta í fyrrakvöld í sjónvarpssend- ingu á CNN, þá sagðist hann hættur við. „Nei, við skulum sjá til hver það verður,“ sagði hann. Trump hefur enn ekki tryggt sér meirihluta fulltrúa á landsþingi Repúblikanaflokksins, sem haldið verður í júlí. Á þinginu verður form- lega gengið frá því hver verður for- setaefni flokksins. Í forkosningum flokkanna, sem haldnar eru í ríkjum Bandaríkjanna þessar vikurnar, er verið að kjósa um það hvaða frambjóðanda full- trúarnir á landsþinginu eiga að styðja. – gb Ekkert að marka loforðið Hlíðarfjall er einn fjölsóttasti ferðamannastaður Akureyrar yfir vetrarmánuðina en nú vilja menn breytingar á rekstrarformi. Rekstur fjallsins er háður mikilli óvissu á hverju ári vegna veðurfars. Á síðasta ári var reksturinn erfiður vegna slæmra veður- skilyrða um helgar. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, for- maður bæjarráðs Akureyrar Donald Trump sér ekki lengur ástæðu til að lofa stuðningi við neinn annan en sjálfan sig. FréTTAblAðið/EPA HeilBrigðismál Fyrir tæpu hálfu ári féll dómur í héraðsdómi í máli leigjenda á Ásbrú gegn leigusala vegna myglusvepps í íbúðinni sem heilbrigðiseftirlitið og aðrir fagað- ilar höfðu greint. Leigufélaginu var gert skylt að endurgreiða leiguna á tímabilinu og borga hreinsun á búslóð fjölskyldunnar, þar sem félagið hafi verið upplýst um raka- skemmdirnar án þess að bregðast við. Leigufélagið hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar og leigj- endurnir gagnáfrýjuðu enda vilja þeir fá búslóðina að fullu bætta þar sem þeir telja ekki hægt að hreinsa sveppagró úr húsgögnum. Leigu- salar hafa haldið því fram að raka- skemmdir megi rekja til slæmrar umgengni leigjenda. Nú hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja dæmt aðra íbúð í sama stigagangi óíbúðarhæfa vegna rakaskemmda. Fjölskyldan sem bjó í íbúðinni flutti út fyrir þremur vikum en hefur farið á milli lækna undanfarið ár vegna stanslausra veikinda og slens. „Þriggja ára sonur minn hefur gjörbreyst. Hann var alltaf veikur, vældi og fór inn í skel sína þegar hann hitti ókunnuga. Nú hleypur hann kátur í fangið á gestum sem koma til okkar,“ segir Elva Dögg Sigurðardóttir, sem bjó í íbúðinni ásamt manni sínum og tveimur börnum. Eftir mikið ráðaleysi vegna veikinda fjölskyldumeð- lima bað Elva fulltrúa frá leigu- félaginu að skoða skemmd á útvegg því hana var farið að gruna að um myglusveppaveikindi væri að ræða. „Sá sem kom að skoða sagði raka- skemmdina ekki vera neitt. Að þetta væri bara loftbóla en kíttaði samt til öryggis að utan.“ Elva tók þá málið í eigin hendur og lét taka sýni til að senda til greiningar á Náttúrufræðistofnun Íslands. Þá kom í ljós að svart- mygla var í veggnum og lifandi mítlar. Einnig mældist mikill raki í veggjum í svefnherbergjum. Þá flutti fjölskyldan út og lét heil- brigðiseftirlitið vita. Strax örfáum dögum eftir flutningana gjörbreyttist líðan barnanna. Þau eru ekki lengur með kvef, útbrot og bólgur. „Við höfum heyrt af mörgum hér á Ásbrú sem hafa grun um að myglusveppur sé í íbúðunum en þeir flýja út því þeir fá engin svör eða skoðun frá leigufélaginu,“ segir Elva. „Nú erum við með vottorð frá heilbrigðiseftirlitinu þannig að félagið leyfir sér varla að leigja út okkar íbúð aftur án þess að bregð- ast við.“ Ingvi Jónasson, framkvæmda- stjóri leigufélagsins Ásabyggð, segir að að sjálfsögðu verði brugðist við skemmd í íbúðinni. Þarna sé um leka í glugga að ræða sem lítið mál sé að laga. „Eins og í öllum húsum getur þetta komið fyrir. Við vissum ekki af þessum leka en öll hús geta lekið og það mun taka tvo til þrjá tíma að laga þetta.“ Ingvi segir engan myglufaraldur vera í íbúðum á Ásbrú og þvertekur fyrir að kvartað sé yfir óvenju mikl- um rakaskemmdum. Hann bendir á að 700 íbúðir séu til leigu á svæðinu og eðlilegt að ýmis mál komi upp þar sem þörf sé á viðhaldi. Hann segir að ekki verði athugað sér- staklega með myglusvepp í öðrum íbúðum stigagangsins enda liggi ekki fyrir að um slíkt vandamál sé að ræða og ekki samhengi á milli þessara tveggja tilvika. „Þarna er um tvö ólík mál að ræða. Í öðru tilfellinu er leki sem gert verður við og í hinu tilfellinu snýst þetta um hvernig íbúar gengu um hús- næðið.“ Tvær íbúðir í sömu blokk óíbúðarhæfar Heilbrigðiseftirlitið hefur dæmt aðra stúdentaíbúð á stuttum tíma óíbúðarhæfa á Ásbrú á Reykjanesi. Svartmygla og mítlar greindust í íbúð. Leigusali þvertekur fyrir að myglufaraldur sé í íbúðum. Mál vegna myglusvepps í hinni íbúðinni er á leiðinni fyrir Hæstarétt. leigufélagið leigir út 700 íbúðir til nemenda Keilis. Orðrómur hefur verið um myglusvepp í íbúðunum en framkvæmdastjóri Ásabyggðar segir það ekki eiga við rök að styðjast. FréTTAblAðið/HEiðA Dóttir Elvu svaf alltaf í vagni upp við vegginn þar sem svartmygla fannst. Hún var kvefuð, þurr í kinnum, bólgin og með roða í húð vegna myglunnar. Við höfum heyrt af mörgum hér á Ásbrú sem hafa grun um að myglu- sveppur sé í íbúðunum en þeir flýja út því þeir fá engin svör eða skoðun frá leigufélag- inu. Elva Dögg Sigurðar- dóttir, fyrrverandi leigjandi á Ásbrú Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@365.is 3 1 . m A r s 2 0 1 6 F i m m T u d A g u r10 F r é T T i r ∙ F r é T T A B l A ð i ð 3 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 2 F B 0 8 8 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 E 9 -6 6 0 0 1 8 E 9 -6 4 C 4 1 8 E 9 -6 3 8 8 1 8 E 9 -6 2 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.