Fréttablaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 18
Arðsemi íslenskra tryggingafélaga hefur verið eðlileg undanfarin ár og arðgreiðslurnar sem voru fyrst ákvarðaðar á þessu ári voru ekki of háar út frá viðskiptalegum for­ sendum. Þetta segir Hrannar Hólm, sérfræðingur í greiningardeild Capacent. Hann heldur erindi um tryggingafélögin á morgunverðar­ fundi Capacent í dag undir yfir­ skriftinni Hvernig virka trygginga­ félög? Eru háar arðgreiðslur af lágar? Hrannar segir að afkoma íslenskra tryggingafélaga sé heldur frábrugðin afkomu félaga í nágrannaríkjum. „Tryggingafélög í nágrannalöndum eru með miklu betri tryggingarekstur, þau eru með afgang frá rekstrinum. Iðgjöld í Noregi og Danmörku standa undir rekstrarkostnaði og tjónum. Þann­ ig hefur það ekki verið á Íslandi. Það sem kemur sér vel fyrir trygg­ ingafélög á Íslandi er að þau lifa í hávaxtaumhverfi. Þau geta ávaxt­ að peninginn sem þau hafa. Það er ástæðan fyrir því að arðsemin hefur verið í lagi, en það tengist ekki tryggingarekstrinum,“ segir Hrannar. „Þannig að hagnaðurinn í Dan­ mörku og Noregi er byggður á tryggingarekstrinum, en á Íslandi á ávöxtun fjármuna. Við teljum að þetta geti breyst á Íslandi. Menn verða að ná betri tökum á trygg­ ingarekstrinum, þú getur ekki treyst á þessa ávöxtun. Ef vaxtastig á Íslandi lækkar einhvern tímann þá verður erfiðara fyrir trygginga­ félög að reka sig.“ Hrannar segir að á undanförnum árum hafi arðsemi tryggingafélaga verið eðlileg, út af fjárfestingartæki­ færum. „Hún er í takt við þá kröfu sem fjárfestar gera á sitt fé sem þeir leggja inn í fyrirtækið,“ segir Hrannar. „Arðgreiðslurnar sem ákvarð­ aðar voru í byrjun árs, sem eru eina leiðin fyrir hluthafa að fá ávöxtun á sínu fé, voru ekki of háar út frá við­ skiptalegum forsendum. Við ætlum ekki að leggja mat á það hvað fólki finnst og hvað sé rétt eða rangt póli­ tískt. En hreint og klárt viðskipta­ lega, þegar ekki er búið að greiða út arð í langan tíma og peningurinn er búinn að safnast upp inni í félaginu, þá geturðu tekið ákvörðun um að annaðhvort greiða arðinn út til eig­ enda eða til tryggingahafa,“ segir Hrannar Hólm. saeunn@frettabladid.is Telur arðgreiðslurnar ekki hafa verið of háar Út frá viðskiptalegum forsendum er ekki hægt að segja að arðgreiðslur trygg- ingafélaganna hafi verið of háar, að mati greiningardeildar Capacent. Íslensk tryggingafélög eru mjög frábrugðin félögum í nágrannalöndunum. 9,6 milljarða króna vildu VÍS, TM og Sjóvá greiða hluthöf- um sínum í arð vegna síðasta reikningsárs. Hagnaðurinn í Danmörku og Noregi er byggður á trygg- ingarekstrinum, en á Íslandi á ávöxtun fjármuna. Við teljum að þetta geti breyst á Íslandi. Menn verða að ná betri tökum á trygginga- rekstrinum, þú getur ekki treyst á þessa ávöxtun. Hrannar Hólm, sérfræðingur hjá Capacent Allt sama tóbakið? Tóbakskaupmenn ræða kaup og kjör á fyrsta degi tóbaksmarkaðar í Harare, höfuðborg Simbabve. Landsmenn hafa selt tóbak að verðmæti 28 milljarða króna á fyrstu mánuðum ársins. Stærstur hluti hefur farið til nágrannalandsins Suður-Afríku og Kína. Talið er að um 350 milljónir manns reyki í Kína. Búist er við að 158 milljónir kílóa af tóbaksuppskeru ársins í Simbabve seljist en það er um 20% minna en árið 2015. fréttablaðið/epa Jóhannes baldursson, fyrrverandi stjórnarmaður thorsil. fréttablaðið/anton brink Jóhannes Baldursson, er hættur í stjórn Thorsil og Northsil, stærsta hluthafa Thorsil. Jóhannes hóf fyrr á þessu ári afplánun á Kvía­ bryggju vegna BK­47­málsins þar sem hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi í Hæstarétti. Jóhannes var þar að auki dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykja­ víkur í lok síðasta árs fyrir aðild sína að Stím­málinu. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Þá gaf héraðssaksóknari út ákæru á hendur Jóhannesi og fjórum öðrum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis í markaðsmisnotkunarmáli fyrr í þessum mánuði. Thorsil stefnir á að reisa Kísilver í Helguvík. Hákon Björnsson, for­ stjóri Thorsil, á 9,7 prósenta hlut í Northsil og vonast til að ljúka megi fjármögnun kísilversins fyrir apríl­ lok. Gangi það eftir sé vonast til að framkvæmdir af hálfu Thorsil geti hafist með haustinu og fram­ kvæmdatími verði um tvö ár. Fyrir­ tækið hefur fimm sinnum fengið frest til að hefja greiðslu gatna­ gerðargjalda, nú síðast til 15. maí. Jóhannes var fulltrúi félags­ ins Traðarsteins í stjórnunum en félagið á 19,6 prósenta hlut í North­ sil. Traðarsteinn er til helminga í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og fyrrverandi eiginkonu hans, Helgu S. Guð­ mundsdóttur. Northsil á svo 68 prósenta hlut í Thorsil. – ih Jóhannes Baldursson úr stjórn Thorsil eftir dóm Tíu manns var sagt upp hjá Sím­ anum og dótturfélögum í gær og í fyrradag. Þeir sem sagt var upp starfa víðsvegar í samstæðu Símans. Upp­ sagnir hafa verið tíðar hjá Símanum það sem af er ári. Starfsmönnum fyrirtækjasam­ stæðu Símans hefur fækkað um tíu prósent á þessu ári vegna hagræð­ ingar og sölu dótturfélaganna Stöku og Talentu. Nú um mánaðamótin fækkar stöðugildum um fimmtán hjá samstæðunni, þar af hætta fimm vegna aldurs. Fjórtán starfsmönnum Símans var sagt upp störfum í janúar og þrettán í febrúar. Í fyrra tilvikinu sagði Síminn að mikilvægt væri að sníða sér stakk eftir vexti og í seinna tilvikinu sagði Síminn að um væri að ræða áherslu­ breytingar í rekstri markaðs­ og vef­ deilda fyrirtækisins. Í tilkynningu frá Símanum segir að harðnandi samkeppni á fjarskipta­ markaði og hækkandi rekstrar­ kostnaður kalli á breytingar innan fyrirtækisins. – sg Enn segir Síminn upp starfsmönnum Enginn nefndarmanna í peninga­ stefnunefnd Seðlabanka Íslands taldi ástæðu til að breyta stýrivöxt­ um á síðasta fundi nefndarinnar, sem fór fram 16. mars. Í fundargerð peningastefnu­ nefndar sem birt var í gær kemur fram að nefndin hafi verið sam­ mála um að líklegt væri að hækka þyrfti stýrivexti enn frekar á næstu misserum í ljósi vaxandi innlends verðbólguþrýstings þrátt fyrir að alþjóðleg verðlagsþróun og sterk­ ari króna veiti svigrúm til að hækka vexti hægar en áður var talið nauð­ synlegt. Stýrivextirnir voru hækkaðir um 1,25 prósentustig á síðasta ári og eru nú 5,75 prósent. – ih Sammála um óbreytta vexti ViðSkipTi 3 1 . m a r s 2 0 1 6 F I m m T U D a G U r18 F r é T T I r ∙ F r é T T a B L a ð I ð 3 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 2 F B 0 8 8 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 E 9 -3 9 9 0 1 8 E 9 -3 8 5 4 1 8 E 9 -3 7 1 8 1 8 E 9 -3 5 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.