Fréttablaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 52
malbik kynningarblað
31. mars 201610
Hættulegustu vegir í heimi
Stelvio Pass í Ölpunum og vegur-
inn um Yungas í Bólivíu eru sagðir
hættulegustu vegir í heimi. Stelvio
Pass var gerður 1820 og á honum
eru 48 krappar beygjur sem hafa
reynst ökumönnum erfiðar.
Á snarbröttum fjallveginum um
Yungas í Bólivíu lætur fjöldi ferða-
manna lífið á hverju ári, en veg-
urinn var gerður á fjórða áratug
síðustu aldar og voru paragvæskir
stríðsfangar látnir leggja veginn.
Vegurinn er varla þriggja metra
breiður og einungis um 80 kíló-
metra langur. Hann hefur fengið
það vafasama heiti „Dauðaleiðin“.
Frægir vegir og þjóðleiðir
Flókið vegakerfi þræðir sig um allan heiminn og spennandi að ferðast um leiðir sem hlotið hafa
þann vafasama heiður að teljast hættulegustu leiðir í heimi eða liggja hæst yfir sjávarmáli.
katy Freeway er breiðasta hraðbraut í heimi.
Dauðavegurinn í bólivíu.
Stelvio Pass, einn hættulegasti vegur
í heimi.
karakoram er hæsti malbikaði vegur í heimi.
Route 66 er haldið við í nokkrum fylkjum en vegurinn var tekinn
út úr þjóðleiðakerfi bandaríkjanna árið 1985.
Hæsti vegur í heimi
Karakoram-leiðin um Himalaja-
fjöll er talin liggja hæst vega í
heimi eða 4.876 metra yfir sjávar-
máli. Pakistan og Kína gerðu með
sér samkomulag árið 1963 um að
leggja malbikaðan veg í félagi.
Kara koram Highway teygir sig
805 kílómetra. Vegurinn var opn-
aður almennri umferð árið 1986 og
tengir Xinjiang-hérað í Kína við
Islamabad, höfuðborg Pakistans.
Breiðasta gata í heimi
Katy Freeway í suðurhluta Banda-
ríkjanna er talin breiðasta hrað-
braut í heimi en á köflum eru 18
akreinar. Hraðbrautin teygir sig
1.420 kílómetra, og liggur meira en
einn þriðji hluti hennar um Texas.
Hún var lögð árið 1959.
Frægasta þjóðleið í heimi
Þjóðvegur 66 í Bandaríkjunum
er ein af frægustu hraðbrautum
í heimi og ein af fyrstu aðalleið-
um um Bandaríkin, frá Chicago
til Kaliforníu. Vegurinn var 3.945
kílómetra langur og var almenn
umferð um hann frá 1926 til árs-
ins 1985 en þá var þjóðvegur 66
tekinn út úr aðalþjóðleiðakerfi
Bandaríkjanna. Um þessa leið
hafa verið samin dægurlög og á
sjöunda áratugnum voru í gangi
sjónvarpsþættir í Bandaríkjunum
sem kölluðust Route 66. Áratug-
um saman blómstraði þjónusta við
veginn og var lengi barist gegn því
að hann færi út úr aðalleiðakerf-
inu. Nokkur fylki hafa haldið upp
á kafla leiðarinnar undir merkinu
„Historic Route 66“.
GSG EHF. BÝÐUR UPP Á SAMSKEYTALAUSAR VIÐGERÐIR Á ÖLLUM HOLUM,
SPRUNGUM OG RÖNGUM VATNSHALLA SEM MYNDAST Í MALBIKI.
Til viðgerðanna notum við svokallaðan gashlemm en hann gerir
okkur kleift að hita upp malbik í kringum skemmdir. Með þessu
móti mætir heitt malbik heitu malbiki og náum við þannig að
koma í veg fyrir að samskeyti verði sjáanleg. Samskeyti eiga það
til að brotna upp mjög fljótt eftir viðgerð ef þessi aðferð er ekki
notuð.
Stærð skemmdana skiptir ekki máli þar sem
hægt er að hólfa hlemminn niður í hinar
ýmsu stærðir. Heildarstærð hlemmsins er
4,5 m² en hægt er að gera hitun við hitun án
þess að samskeyti sjáist og er þess vegna
hægt að gera við tugi fermetra í einu án
þess að gæði viðgerðanna rýrni.
Á meðan hitunin á sér stað kveiknar og slökknar til
skiptis á hituninni til að malbikið brenni ekki. Það er
mjög mikilvægt að gamla malbikið brenni ekki því þá
er ekki hægt að endurnýta það með nýju.
Þegar nýju malbiki hefur verið bætt í er viðgerðin jöfnuð
út í rétta hæð og að lokum er svo valtað yfir.
Útkoman er samskeytalaus malbiksviðgerð sem
stenst allar kröfur og hefur góðan líftíma.
NÚ ER RÉTTI TÍMINN FYRIR
MALBIKSVIÐGERÐIR!
GSG BÝÐUR EINNIG UPP Á ANNARSKONAR
MALBIKUN. MÁ ÞAR M.A. NEFNA:
Malbikun á vegum, heimreiðum og plönum
Malbikun á göngu- og hjólastígum
Malbikun á hraðahindrunum og römpum
Bráðabirgðaviðgerðir þar sem aðstæður
leyfa ekki annað
Ekki hika við að hafa samband við mig til að fá tilboð
eða nánari upplýsingar um okkur!
Þorvarður Kristjánsson framkvæmdastjóri
thorvardur@gsg.is ✆ 823 3446
www.gsg.is ✆ 588 4800
3
1
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:2
2
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
E
9
-9
2
7
0
1
8
E
9
-9
1
3
4
1
8
E
9
-8
F
F
8
1
8
E
9
-8
E
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
8
8
s
_
3
0
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K