Fréttablaðið - 31.03.2016, Side 65

Fréttablaðið - 31.03.2016, Side 65
Umræðan um fátæka náms-manninn er ekki ný af nál-inni. Þvert á móti er hún svo gömul að það er farið að loða við námsmenn að þeir eigi að vera fátækir. Raunveruleikinn er sá að á síðustu 10 árum hefur staða okkar versnað svo um munar. Er það eitt- hvað sem við viljum í raun og veru? Um 40% námsmanna telja fjár- hagslegt öryggi sitt vera slæmt og svipað hlutfall segist eiga erfitt með að ná endum saman. Svo virðist sem samfélagsleg sátt ríki um að námsmenn séu fátækir. Nú er þó svo komið að brýnt er að taka umræðuna um hversu lítið nemendur hafa milli handanna. Afleiðingar þess er að stúdentar þurfa að vinna meira til að ná endum saman sem leiðir óhjákvæmilega til minni ástundunar náms og hægari námsframvindu, enda eru nemendur lengur að útskrifast en nokkru sinni áður. Það hefur margvísleg neikvæð áhrif á þjóðfélagið þar sem við erum að borga undir nemendur lengur heldur en þekkist erlendis og nem- endur fara seinna út á vinnumarkað- inn. Við þurfum að gera betur! Ég tel að mikilvægt sé að endurskoða hvernig við styðjum við námsmenn. Lengi vel hefur verið kallað eftir því að fá menntamálaráðuneytið til að endurskoða lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Á símafundi með Illuga á síðasta ári tók hann undir að þessi vinna þyrfti að fara af stað sem fyrst. Menntamálaráðherra skipaði í kjöl- farið starfshóp til að undirbúa til- lögur að nýjum lánasjóð, sem hefur fundað með fulltrúum stúdenta. Það eru mjög góðar fréttir fyrir stúdenta, ef vandað er til verks. Við í SHÍ höfum kallað eftir því að hætta með óbeina styrki og styrkja frekar alla námsmenn flatt. Einnig þarf að auka framfærslulánin svo þau nái upp í grunnframfærslu. Það er óskiljanlegt að í núverandi kerfi sé gert ráð fyrir því að námslánin nái ekki grunnframfærslu. Tryggvi Másson, fulltrúi Stúdentaráðs í stjórn LÍN, hefur komið á framfæri okkar kröfum við starfshópinn – blanda af dönsku og norsku leiðinni, þar sem nemendur fá beinan skólastyrk og hægt er að taka námslán fyrir rest, sem dugar fyrir framfærslunni. Að bæta kjör nemenda er eitt helsta hagsmunamál stúdenta í seinni tíð. Nú þarf að taka höndum saman og tryggja það að stúdentar geti sinnt náminu heils hugar. Það er Umræðan um fátæka námsmanninn Ég tel að mikilvægt sé að endurskoða hvernig við styðjum við námsmenn. kominn tími til að fjárfesta rækilega í stúdentum því þjóðhagslegur ábati er svo mikill. Nemendur sem geta sinnt náminu án þess að þurfa að vinna í 75-100% starfi útskrifast fyrr og komast þá út á vinnumarkaðinn fyrr. Þetta eykur verðmætasköpun og framleiðni í samfélaginu og er því öllum til hagsbóta. Þessi grein er ákall um breytingar og bætta námsaðstoð. Við sem förum fyrir hagsmunabaráttu stúdenta krefjumst þess að gripið sé í taumana og hagur stúdenta bættur. Háttvirtur menntamálaráðherra, við köllum eftir lánasjóði sem hvetur námsmenn en dregur ekki úr þeim. Núverandi kerfi hefur innbyggða, vonda hvata sem þarf að breyta. Við viljum styrkjakerfi að danskri fyrir- mynd og lánasjóðskerfi sem gerir okkur kleift að ná endum saman. Aðeins 18% nemenda telja að fram- færsla LÍN nægi til að framfleyta sér. Algengast er að stúdentar vinni hlutastarf með náminu en árið 2014 voru um 27% þeirra í 75-100% starfi sem er 20% aukning frá 2004. Meirihluti lánþega LÍN sagði námslán sitt skerðast vegna tekna (61%). Meðaltekjur stúdenta voru um 218 þúsund krónur á mánuði en töluverður munur var á milli hópa. Þannig voru stúdentar í hjónabandi/ sambúð með börn á framfæri með hæstu meðaltekjurnar eða rúm- lega 290 þúsund að meðaltali en einhleypir og barnlausir stúdentar höfðu að meðaltali rúmlega 170 þúsund á mánuði. Þegar tekjur námsmanna voru bornar saman við tekjur náms- manna í könnun frá 2004 kemur fram að tekjurnar séu um 100 þús- und krónum lægri á verðlagi 2014. Aron Ólafsson formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands GSM 2.990 KR.* 1817 365.is ÓTAKMARKAÐ TAL, SMS OG ÓTAKMARKAÐ GAGNAMAGN Endalaust *Greitt er aukalega fyrir farsímanotkun erlendis, til útlanda og í upplýsinganúmer. Nánari upplýsingar á 365.is ÚRSLIT ÍSLAND GOT TALENT 365.is Sími 1817 Á sunnudagskvöld er komið að úrslitakvöldinu í Ísland Got Talent. Þá mætast þau sex atriði sem þjóðin hefur valið og fær siguratriðið heilar 10 milljónir króna í verðlaun. Taktu þátt í fjörinu og kjóstu þitt uppáhaldsatriði, þú gætir unnið glæsilegan vinning í símaleik Ísland Got Talent. Ekki missa af fjörinu á Stöð 2 á sunnudagskvöld. SUNNUDAG KL. 19:35 BEIN ÚTSENDING Jóhanna Ruth 900 9005 Eva Margrét 900 9003 Baldur Dýrfjörð 900 9006 Kyrrð 900 9004Símon og Halla 900 9001 Sindri Freyr 900 9002 ÚRSLITIN RÁÐAST Á SUNNUDAGINN SÍMALEIKURGlæsilegur vinningur frá #igt3 SUNNUDAGA KL. 19:35 s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 29F i M M T u D A G u R 3 1 . M A R s 2 0 1 6 3 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 2 F B 0 8 8 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 E 9 -7 4 D 0 1 8 E 9 -7 3 9 4 1 8 E 9 -7 2 5 8 1 8 E 9 -7 1 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.