Fréttablaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 66
Í dag 17.50 Stjarnan – Valur Sport 2 18.45 Körfuboltakvöld Sport 19.15 Stjarnan – Njarðvík Sport 20.50 Víkingur R. – ÍA Sport 3 19.15 Stjarnan – Njarðvík Ásgarður 19.30 Fram – Akureyri Safamýri 19.30 FH – ÍR Kaplakriki 19.30 Afturelding – ÍBV Varmá 19.30 Grótta – Víkingur Nesið Nýjast Domino’s-deild karla Haukar - Grindavík 58-61 Stigahæstar: Helena Sverrisdóttir 21/22 frák./5 stoðs., Jóhanna Björk Sveinsdóttir 10, Dýrfinna Arnardóttir 9, Pálína María Gunnlaugsdóttir 5 - Whitney Frazier 24, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 11/10 frák., Björg Guðrún Einarsdóttir 7, Petrúnella Skúladóttir 7/5 stoðs., Ingunn Embla Krist- ínardóttir 7. Staðan er 1-0 fyrir Grindavík. Snæfell - Valur 69-62 Stigahæstar: Haiden Denise Palmer 31/9 frák./5 stoðs./5 stolnir, Gunnhildur Gunn- arsdóttir 20, Berglind Gunnarsdóttir 15, Alda Leif Jónsdóttir 3 - Karisma Chapman 28/16 frák./5 stolnir, Ragnheiður Benónís- dóttir 11/13 frák., Guðbjörg Sverrisdóttir 7/6 frák./5 stolnir, Hallveig Jónsdóttir 6, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5/5 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 5. Staðan er 1-0 fyrir Snæfell. Sara Björk fyrSt hetja og Svo Skúrkur í Sáru tapi íslenska landsliðskonan Sara Björk gunnarsdóttir skoraði eina markið þegar sænska liðið rosengård vann 1-0 sigur á evrópumeisturum frankfurt í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar- innar í Þýska- landi í gærkvöldi. frankfurt vann fyrri leikinn 1-0 og því varð að framlengja. úrslitin réðust á end- anum í vítakeppni þar sem Sara Björk klikkaði á fyrstu spyrnunni. Það var eina vítaspyrnan sem fór forgörðum en það þýddi að frank- furt vann því vítakeppnina 5-4 og komst í undanúrslitin. Sara Björk skoraði markið sitt með laglegum skalla á 28. mínútu leiksins. NíuNdi oddaleikur juStiNS Stjarnan tekur á móti Njarðvík í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti í undanúrslitum domino’s- deildar karla í körfubolta en kr, tindastóll og haukar eru þegar komin áfram. Þetta er annað árið í röð sem Stjarnan og Njarðvík mætast í oddaleik í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar en Njarðvík vann 92-73 sigur í ljónagryfj- unni fyrir ári. að þessu sinni eru Stjörnumenn hins vegar á heima- velli en það má deila um hversu gott það er enda hafa útiliðin unnið fyrstu fjóra leikina. Stjörnumenn og þá sérstak- lega justin Shouse þekkja það vel að spila oddaleik en leikurinn í kvöld verður níundi oddaleikur justins í úrslitakeppninni. justin hefur þrisvar fagnað sigri en fimm sinnum verið í tapliði. justin er með17,8 stig og 7,4 stoðsending- ar að meðaltali í þessum átta oddaleikjum sínum. Körfubolti lið tindastóls virðist vera að toppa á réttum tíma eftir erfitt gengi framan af vetri. Stól- arnir hafa unnið tíu af síðustu ell- efu leikjum sínum og á mánudags- kvöldið slógu þeir keflavík úr leik í átta liða úrslitum. leikurinn fór fram í Síkinu, heimavelli tindastóls, og voru heimamenn miklu sterkari aðilinn og náðu mest 42 stiga for- ystu. á endanum munaði 30 stigum á liðunum, 98-68. „frábær vörn af okkar hálfu, við stigum varla feilspor í vörninni,“ sagði pétur rúnar Birgisson, leik- stjórnandi tindastóls, aðspurður hvað hefði skilað sigrinum á kefla- vík. Stólarnir hafa nú unnið tíu af ellefu síðustu leikjum sínum og eru til alls líklegir í framhaldinu. Þessi upprisa Stólanna helst að miklu leyti í hendur við bætta spila- mennsku péturs rúnars en þessi tvítugi strákur var öflugur í loka- leikjunum í deildarkeppninni og hefur svo haldið uppteknum hætti í úrslitakeppninni. í einvíginu við keflavík skilaði pétur 13,5 stigum að meðaltali í leik, 4,5 fráköstum og 6,0 stoðsendingum. til samanburðar var hann með 9,6 stig, 3,5 fráköst og 5,1 stoðsendingu að meðaltali í leik í deildarkeppninni. Gaman að spila fyrir þá „Þetta er langt tímabil, það þýðir ekkert að toppa í nóvember. Maður verður að gera það á réttum tíma,“ sagði pétur sem finnst greinilega gott að spila undir stjórn spænskra þjálfara. Þegar hann sló í gegn í fyrra var Spánverjinn israel Martin við stjórnvölinn hjá tindastóli og eftir sex umferðir í domino’s-deildinni í ár tók landi hans og félagi, josé Costa, við. „Það er vonandi að ég geti fundið mig undir stjórn annarra þjálfara,“ sagði pétur og skellti upp úr. „en þetta eru frábærir þjálfarar og það er gaman að spila fyrir þá.“ hann lætur vel af störfum Costa og segir hann hafa komið með sjálfs- traust aftur í lið Stólanna. „Þetta tímabil er búið að vera svo- lítill rússíbani,“ sagði pétur. „and- inn í liðinu breyttist. Menn vissu ekki alveg á hvaða leið við vorum í byrjun tímabils og þetta var hálf sjokkerandi. í fyrra og hitteðfyrra unnum við flest alla leiki sem við spiluðum en svo vorum við allt í einu farnir að tapa og maður fann sjálfstraustið fara smátt og smátt. Ég held að hann [Costa] hafi komið sjálfstrausti aftur í liðið.“ Óvanir þessum hugsunarhætti umræddur Costa tók við starfinu af finnanum pieti poikola sem stýrði Stólunum aðeins í fjórum leikjum áður en hann var látinn taka pokann sinn. takmörkuð ánægja var með störf poikola en leikmenn tindastóls áttu erfitt með að aðlagast áherslum hans. „Þetta var bara öðruvísi leikur. hann vildi nánast láta alla tólf á skýrslu spila í 1. leikhluta og enginn mátti spila í meira en fimm mínútur í einu. Þetta er hugsunarháttur sem við íslendingar erum ekkert vanir,“ sagði pétur en þegar poikola var við stjórnvölinn minnti varamanna- bekkur tindastóls á umferðarmið- stöð; menn komu og fóru og komu svo aftur inn á. „Ég held að hann sé samt ekk- ert lélegur þjálfari en þetta virkaði bara ekki fyrir okkur,“ sagði pétur og bætti því við að leikmenn tinda- stóls hafi reynt að ræða við poikola um að koma til móts við þá en komið að lokuðum dyrum. Stólarnir spiluðu sem áður sagði gríðarlega vel í fjórða leiknum gegn keflavík. leikur þrjú á skír- dag var ekki jafn góður og tapaðist en á leiðinni heim í Skagafjörðinn komust pétur og samherji hans og vinur, viðar ágústsson, heldur betur í hann krappan er þeir lentu í bíl- veltu á holtavörðuheiðinni. Heppnir að ekki fór verr „við vorum heppnir að ekki fór verr,“ sagði pétur en þeir félagar, auk systur viðars og unnustu, sluppu ótrúlega vel. „Það var búið að vera gott veður um daginn og við gerðum ekki ráð fyrir hálkunni. Þetta er eftir stóru beygjuna á holtavörðu- heiðinni, þá kemur önnur beygja aflíðandi og þar misstum við bílinn út af og hann valt tvisvar eða svo.“ eins og áður sagði sluppu þau ótrúlega vel en pétur viðurkennir að þetta hafi verið óþægileg lífsreynsla. „Þetta var sjokk, maður hefur aldrei lent í neinu svona áður. Sjokkið hefði samt verið meira ef einhver hefði meiðst,“ sagði pétur en bíl- veltan virtist ekki hafa mikil áhrif á þá viðar í leiknum á króknum á mánudagskvöldið. „Ég var mjög heppinn og fann nánast ekki fyrir neinu eftir þetta. Ég fékk aðeins í hægra herðablaðið en var orðinn góður eftir 2-3 daga. verkurinn ágerðist ekkert. viðar var aðeins stífur í bakinu en er held ég orðinn góður.“ Það ræðst í kvöld, eftir oddaleik Stjörnunnar og Njarðvíkur, hvort Stólarnir mæta kr eða haukum í undanúrslitunum. pétur og félagar mættu báðum þessum liðum í úrslitakeppninni í fyrra; slógu hauka út í undanúrslitunum en töpuðu svo fyrir kr í úrslitaeinvíg- inu. Þangað ætla Stólarnir sér annað árið í röð. „Það er stefnan. Það var svo gaman í fyrra að okkur langar aftur,“ sagði pétur rúnar að endingu. ingvithor@365.is Pétur Rúnar og Viðar Ágústsson eru jafnaldrar (fæddir 1996) og æsku- vinir. „Hann er mánuði eldri en ég. Hann á afmæli 3. janúar en ég 20. febrúar. „Ég átti heima fyrir neðan hann og við erum búnir að vera bestu vinir síðan við vorum litlir,“ segir Pétur um félaga sinn sem er loksins að fá verðskuldaða athygli fyrir spilamennsku sína á báðum endum vallarins. „Það er alltaf tekið meira eftir sókninni en vörninni en núna er hann farinn að gera sig gildandi í sóknarleiknum. Vörnin hefur alltaf verið til staðar en núna er hann farinn að skora, kallinn,“ sagði Pétur sem nýtur þess að spila með vini sínum. „Ég dýrka að spila með honum. Hann segir kannski ekki mikið á vellinum en hann er baráttu- hundur og maður veit að hann skilar alltaf sínu.“ Pétur dýrkar að spila með Viðari Þýðir ekkert að toppa í nóvember Leikstjórnandinn Pétur Rúnar Birgisson hefur átt stóran þátt í upprisu Tindastóls eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Pétur spilaði mjög vel í einvíginu við Keflavík en lenti í óþægilegri lífsreynslu í miðju ein- víginu. Þetta var sjokk, maður hefur aldrei lent í neinu svona áður. Pétur Rúnar Birgisson 3 1 . m a r s 2 0 1 6 f i m m t u D a G u r30 s p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð sport 3 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 2 F B 0 8 8 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 E 9 -6 F E 0 1 8 E 9 -6 E A 4 1 8 E 9 -6 D 6 8 1 8 E 9 -6 C 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.