Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2014, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2014, Qupperneq 6
6 Fréttir N iðurstöður heilbrigðisskoð- ana keppnis- og kynbóta- hrossa á Landsmóti hesta- manna í sumar sýndu að mun minna var um alvarlega áverka yfir kjálkabeini en árið 2012. Bann Landssambands hestamanna- félaga við noktun stangaméla með tunguboga í keppni á þar stærstan hlut að máli. Félag hrossabænda hef- ur ekki enn sett slíkt bann á kynbóta- sýningum og var níu kynbótahross- um vísað frá áframhaldandi sýningu á Landsmótinu í sumar vegna áverka á kjálkabeini. Í samtali við DV sagði Sveinn Steinarsson, formaður fé- lagsins og formaður fagráðs í hrossa- rækt, félagið ekki hafa tekið ákvörðun um hvort notkun stangaméla með tunguboga verði bönnuð. „Við höfum fengið kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar en ekki enn tekið afstöðu,“ segir hann. Fagráðið mun funda síðar í mánuðinum þar sem málið verður tekið fyrir. Hluti vill tunguboga Landssamband hestamannafélaga hefur lagt á tímabundið bann við notkun stangaméla með tunguboga og gildir það um keppnishesta á Ís- landi. Landssambandið heldur árs- þing sitt helgina 17. til 18. október næstkomandi þar sem reglugerð um bannið tímabundna verður til um- fjöllunar. Að sögn formanns sam- bandsins, Haraldar Þórarinsson- ar, setti stjórnin bannið á og því sé eðlilegast að það komi til umræðu á þinginu. „Ég á ekki von á öðru en að bannið verði samþykkt því það er að renna upp fyrir fólki að notkunin sé ekki æskileg. Þó eru ákveðnir aðilar sem óska þess að notkunin verði leyfð áfram. Verði bannið ekki samþykkt yrðu það veruleg vonbrigði og álits- hnekkir fyrir okkur hestamenn.“ Vill hætta notkun Dr. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun, hefur tekið niðurstöðurnar saman, birt á heimasíðu stofnunarinnar og kynnt fyrir félagasamtökum hesta- mennskunnar. Að hennar sögn hefur notkun á stangamélum með tungu- boga tíðkast hér á landi í rúman áratug. „Búnaðurinn hefur verið í mjög almennri notkun. Svo virðist sem knapar hafi ekki gert sér grein fyrir því hvað tungan gegnir mikil- vægu hlutverki í samskiptum manns og hests en hún er tekin úr leik með tunguboganum og þá getur tungan ekki lengur dreift álaginu í munnin- um og varið kjálkabeinið,“ segir hún. Sigríður hefur lagt til að notkun á tunguboganum verði bönnuð bæði í sýningum og keppni. „ Niðurstöður heilbrigðisskoðana í sumar sýndu að mjög dró úr áverkum hjá keppn- ishestum eftir bannið. Þessi mál eru til umfjöllunar í hestageiranum öll- um. Ég geri mér miklar vonir um að notkun þessara méla verði alfarið hætt.“ Aðspurð hvort mélin séu notuð í útreiðartúrum eða við aðrar aðstæð- ur hér á landi segir hún eitthvað um það. „Mélin eru einnig notuð í þjálf- un og að sjálfsögðu getur það einnig skapað hættu á áverkum í munni þótt hættan sé greinilega mest í sýningum og keppni.“ Þrýstingur á kjálkabeinið Mélin setja þrýsting á kjálkabeinið og þannig hefur knapinn meiri stjórn á hestinum. Að sögn Sigríðar er kjálka- beinið mjög viðkvæmur vefur, hul- inn þunnri slímhúð. „Með notkun- inni fæst góð svörun frá hestinum og hann hlýðir ábendingum, einkum um höfuð burð. Það eru áhrifin sem fólk vill ná fram. Það er þó þekkt að hestar setja sig á móti mélunum og áhrifin því ekki góð til lengri tíma.“ Tveggja ára fangelsi Árni Stefán Árnason lögfræðingur hefur sérhæft sig í lögum um dýra- velferð. Að hans sögn fara viðurlög við brotum á lögum um dýravelferð með notkun slíkra méla eftir alvar- leika brotsins. „Sé brotið stórfellt og ítrekað getur það varðað að há- marki tveggja ára fangelsi. Í byrjun yrði sennilega vægari ákvæðum beitt og sektum. Ég tel það þannig í hesta- haldinu á Íslandi að það séu svo mikil tengsl að menn séu verndaðir hver af öðrum og því verði viðurlögin ekki meiri en það.“ n Vikublað 7.–9. október 2014 Hugo Boss söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100 Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Úra- o skartgripaversl n Heide Glæsibæ - s: 581 36 5 Fjalla um íslenska fullnýtingu Í nýútkomnu riti Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna (FAO) sem ber heitið The State of World Fish- eries and Aquaculture er sér- staklega fjalla um fullnýtingu íslenskra fyrirtækja á þorski. Frá þessu er greint í frétt á vef Matís. Þar segir að í skýrslunni komi fram að að Íslendingar hafi flutt út 11.540 tonn af þurrkuð- um þorskhausum til Afríku árið 2011 og að aukin tækifæri séu í nýtingu aukaafurða til mann- eldis. Einnig er fjallað um mikil- vægi rekjanleika þegar kemur að sjávar afurðum. Þar eru rann- sóknir Íslendinga sem Matís hef- ur komið að, nefndar sem dæmi um árangursrík verkefni af þessu tagi. Þá er talið að ekki sé hægt að rekja uppruna fisks á Evrópu- markaði í 25–50% tilfella. Tekist á um tunguboga n Álitshnekkir verði bann við notkun tunguboga fellt n Bann dró úráverkum í sumar Tól sem meiða bönnuð Ný lög um dýravelferð sem tóku gildi í byrjun árs og segir í 32. grein þeirra að hver sá sem haldi dýr beri ábyrgð á að starfsaðferðir, tæki, tól og hvers konar útbúnaður sem notaður sé á dýr í umsjá hans séu ekki andstæð velferð dýra. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagny@dv.is Þurfa meira blóð Á mánudag höfðu um fjörutíu blóðgjafar komið í blóðbanka Landspítala Háskólasjúkrahús um tveimur tímum fyrir lokun hans en helst hefðu sjötíu manns þurft að koma og leggja inn í bankann. Miklar annir voru á Landspítal- anum á mánudag, en á sama tíma höfðu 63 einstaklingar verið lagðir inn og sjö börn fæðst. Þrjú börn höfðu komið á bráðamóttöku barna. Blóðbankinn vill með þess- um tölum benda á þörfina fyrir blóðgjafir, en helst þarf bankinn ekki færri en sjötíu gjafir á dag. Segir HÍ skulda rökstuðning Umboðsmaður Alþingis telur Háskóla Í brjóta lög S ú ákvörðun Háskóla Íslands að ráða engan í áður auglýst starf lektors í viðskiptafræði er ekki í samræmi við lög. Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis í máli Friðriks Eysteins- sonar, en hann bar fram kvörtun hjá umboðsmanni vegna niðurstöðu háskólans. Umboðsmaður telur að HÍ skuldi honum rökstuðning um lyktir málsins. Málavextir eru þeir að í mars síð- astliðnum kvartaði Friðrik yfir þeirri ákvörðun rektors HÍ sem staðfest hafði þá niðurstöðu forseta félags- vísindasviðs að ráða ekki í auglýsta stöðu lektors í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði. Friðrik var meðal umsækjenda. Skipuð var dómnefnd til að meta hæfi umsækj- enda og reyndust fimm af sex um- sækjendum fullnægja lágmarks- skilyrði. Dómnefndarálitið var sent valnefnd í mars 2012. Hún komst um síðir að þeirri niðurstöðu að enginn umsækjendanna félli nægi- lega vel að aðstæðum og þörfum deildarinnar og mælti því með að enginn þeirra yrði ráðinn. Friðrik óskaði þá rökstuðnings og upp úr því spruttu bréfaskriftir án þess að ákvörðun háskólans væri haggað. Umboðsmaður Al- þingis telur að ákvarðanir um skipun, setningu og ráðningu opin berra starfsmanna sé stjórn- valdsákvörðun lögum samkvæmt. Umsækjendur eigi rétt á tilkynn- ingu um lyktir máls og upplýsing- um um hvaða málefnalegu sjónar- mið búi að baki ákvörðun. Vísar hann í því sambandi til kröfu um réttaröryggi sem reglur stjórsýslu- laga kveða á um. Gagnvart umsækj- endum sé enginn munur á því að ráða einn úr hópnum eða engan. Skyldur HÍ gagnvart þeim séu hin- ar sömu. Umboðsmaður mælist einnig til þess að HÍ veiti Friðriki rökstuðning í samræmi við stjórn- sýslulög komi beiðni þess efnis frá honum. n johann@dv.is HÍ ber að rökstyðja Friðrik Eysteinsson var metinn hæfur í lektors- stöðu. Umboðsmaður telur meðferð HÍ á málinu ekki í samræmi við lög og að HÍ skuldi Friðriki rökstuðning þótt enginn hafi verið ráðinn. Mótfallin notkun Sigríður Björnsdóttir dýralæknir er mótfallin noktun stangaméla með tunguboga í keppnum og á sýningum. Stangamél með tunguboga Landssamband hestamannafélaga hefur bannað notkunina í keppnum. Færri áverkar Eftir að Landssamband hestamannafélaga bannaði notkun stangaméla með tunguboga fækkaði áverk- um á hestum á Landsmóti til muna. Myndin er úr safni. MynD SigTryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.