Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2014, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2014, Qupperneq 8
Vikublað 7.–9. október 20148 Fréttir Barn „klessti“ fjölskyldubílinn Lögreglan á höfuðborgarsvæð­ inu fékk á dögunum tilkynningu snemma morguns, um að veg­ farandi hafi séð ökutæki bakk­ að utan í kerru. Í kjölfarið hafi ökumaðurinn, ungt berfætt barn á náttfötunum, hlaupið af vett­ vangi. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að drengur á leikskólaaldri hefði náð í lykla að fjölskyldu­ bifreiðinni og ákveðið að reyna sig við aksturinn en áreksturinn orðið til þess að hann hætti snar­ lega við og hljóp heim. Faðir drengsins hafði vaknað við að drengurinn var fyrir utan hús, grátandi og berfættur. Skildi faðir­ inn ekkert í því hvernig drengur­ inn hefði komist út auk þess sem bíllyklarnir höfðu verið geymd­ ir á öruggum stað, en drengur­ inn þurft að brölta töluvert til að nálgast þá. Ökumaðurinn ungi reyndist heill á húfi en til öryggis var farið með hann á slysadeild til skoðunar. Bifreiðin er óökufær. Konur bera minna úr býtum Margvíslegur munur er á högum og aðstæðum karla og kvenna á hjúkrunarheimilum, hvort sem í hlut eiga íbúar eða starfsfólk. Fjár­ hagslega bera konur að jafnaði minna úr býtum, hvort sem litið er til launa eða lífeyris. Þetta kemur fram í lokaskýrslu velferðarráðu­ neytisins um kynjaða hagstjórn sem fjallar um hjúkrunarheimili. Í skýrslunni er dreginn fram ýmis lýðfræðilegur kynjamunur en einnig bent á mun sem tengist starfsvali, atvinnuþátttöku og launum kynjanna. Konur bera að jafnaði minna úr býtum fjárhags­ lega en karlarnir og eins benda skýrsluhöfundar á að umönnun aldraðra sem aðstandendur sinna lendi frekar á konum. Ýmsar ákvarðanir stjórnvalda geta haft áhrif til þess að draga úr kynjamun, til dæmis hvað varðar eftirlaun og greiðsluþátttöku íbúa á hjúkrunarheimilum, en í skýrsl­ unni eru settar fram tillögur um aðgerðir til að draga úr misrétti í samræmi við niðurstöður verk­ efnisins. Fær hæli Hinn tvítugi Ghasem Moham­ adi frá Afganistan fékk á mánu­ dag lokasvar frá Útlendinga­ stofnun þar sem viðurkennt var að hann væri flóttamaður. Fyrir tveimur árum hafnaði Útlendingastofnun sömu beiðni. Var þá sagt að Dyfl­ innarreglugerðin yrði notuð til að senda hann úr landi. Ghasem áfrýjaði. Í örvæntingu sinni fór hann að lokum í hungurverkfall í apríl. Í kjölfar­ ið vísaði innanríkisráðuneytið málinu aftur til Útlendinga­ stofnunar. Ghasem fór þangað á mánudag og fékk pappíra í hendurnar sem staðfestu stöðu hans sem flóttamaður hér á landi. Ghasem tilheyrir minni­ hlutahópi sem sætir ofsóknum í Afganistan og missti fjölskyldu sína á flótta úr landinu. M ikið mæðir á starfsemi Barnaverndarstofu um þessar mundir, en bæði eru uppi áform um að breyta starfsemi hennar umtalsvert í nýrri stofnun sem gæti verið stofnuð úti á landi, auk þess sem stofnunin er í þann mund að gera stóran samning við meðferðarheimili í Skagafirði, Há­ holt, sem hún hefur frá 2011 lagt til að verði lagt niður. Samningurinn kveður á um að starfsemi Háholts verði framlengd til þriggja ára, en lítil eftirspurn hefur verið eftir meðferðarúrræðinu í langan tíma. Samkvæmt heimildum DV er verið að leggja lokahönd á samn­ inginn og verður hann líklega til þriggja ára. Húsnæði Háholts hef­ ur verið breytt þannig að hægt sé að taka á móti ungum föngum og hafa forstöðumenn Háholts sagt að þeir séu vel í stakk búnir til að takast á við þau vandamál sem börnin sem þar eru í meðferð eða vistun glíma við. Barnaverndar­ stofa hefur hins vegar sett sig upp á móti því að Háholt starfi áfram, það svari ekki kostnaði. Barna­ verndarnefndir sveitarfélaganna hafa sagt að Háholt sé ágætis með­ ferðarheimili, en sé of langt í burtu frá helstu þjónustu, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. Endastöð Fréttablaðið greindi frá samn­ ingnum á mánudag. Þar kom fram að hann væri upp á allt að fimm hundruð milljónir króna og að vel­ ferðarráðuneytið hefði ákveðið að fara á svig við mat Barnaverndar­ stofu. Bragi Guðbrandsson, for­ stjóri Barnaverndarstofu, vildi ekki tjá sig um málið en sagði að lögð væru lokahandtökin á samn­ ing við heimilið um þessar mund­ ir og ekki væri búið að ákveða hversu langur samningurinn yrði. DV fjallaði ítrekað í fyrra um Há­ holt, en það hefur stundum verið kallað endastöð ungmenna sem glíma við hegðunar­ og/eða fíkni­ efnavanda. Fá börn hafa verið vist­ uð þar á undanförnum árum þar sem breytingar hafa verið gerð­ ar á meðferðarúrræðum Barna­ verndarstofu. Til umræðu kom að gera Háholt að unglingafangelsi þar sem ekki má vista börn lengur með fullorðnum föngum. Ráðist var í breytingar á húsnæðinu og er það nú í stakk búið til að taka á móti ungum föngum. Það er hins vegar sjaldgæft að börn eða unglingar séu dæmdir fyrir brot til fang­ elsisvistar og því hefur lítið reynt á úrræðið. Það verð­ ur þrátt fyrir það að vera til staðar þegar að því kem­ ur en Barnaverndarstofa hefur viljað það nær höfuð borgarsvæðinu þar sem aðgengi að sér­ hæfðri fagþjónustu er betra en í Skagafirði. Lítil nýting Á undanförnum árum hefur Barna­ verndarstofa lokað fjölmörgum með­ ferðarheimilum fyr­ ir börn og unglinga. Eftirspurn eftir svokölluðu MST­ meðferðarkerfi (fjölkerfameðferð) hefur aukist en það kerfi hefur þótt betra og eftir­ sókn í úrræði þar sem börn eru vistuð utan heimilis hefur dregist saman. Í MST er unnið með for­ eldra og börn saman í nærum­ hverfi barnanna í stað þess að flytja þau á stofnun utan heimilis. Það virkar þó ekki fyrir alla og því starfrækir Barnaverndarstofa enn nokkur meðferðarheimili. Barnaverndarstofa hefur bent á að Háholt svari ekki kostnaði eða faglegum kröfum sem gerð­ ar eru til meðferðar. Frá árinu 2011 hefur Barna­ verndar­ stofa talað um að kostnaðurinn við Háholt sé of mikill sé horft til þeirrar nýtingar sem er á úrræðinu. Nýting á Há­ holti í fyrra var rétt rúm fjöru­ tíu prósent en á mörgum öðrum meðferðarheimilum var hún allt að áttatíu prósentum. Kostnaður við Háholt var um 110 milljónir í fyrra. Í ár hafa verið allt að tveimur börnum í meðferð á sama tíma, en hægt er að taka á móti þrem­ ur. Það kemur fyrir að engin börn eru í Háholti í nokkuð langan tíma líkt og gerðist árið 2013 og 2012 en frá því í janúar 2013 og fram í september sama ár voru engin börn vistuð á Háholti. Enginn hef­ ur afplánað dóm þar í ár, eftir að breytingin var gerð á hús­ næðinu. Velferðar ráðherra hefur þrátt fyrir þessar ábendingar talið að rétt sé að halda Háholti gangandi, líkt og DV greindi frá í fyrra. Há­ holt er í Skagafirði og eru áhyggj­ ur samfélagsins þar miklar þar sem rúmlega átta stöðugildi eru á meðferðarheimilinu sem ellefu starfsmenn sinna. Vill flytja Barnaverndarstofu út á land Nýlega gaf Eygló Harðardóttir vel­ ferðarráðherra til kynna að hún vildi færa starfsemi Barnaverndar­ stofu undir nýja stjórnsýslustofn­ un sem myndi einnig taka við starfsemi Fjölmenningarseturs, réttargæslumanna fatlaðs fólks auk fleiri verkefna. Stofnunin yrði mögulega starfrækt á landsbyggð­ inni, en Fjölmenningarsetur er nú á Ísafirði. Eygló segir að stefna ríkis stjórnarinnar sé að flytja fleiri opinber störf út á landsbyggð­ ina. Nefnd skoðar nú möguleika þessarar stofnunar, en með þessu vill Eygló bæta aðgengi á lands­ vísu að barnaverndarmálum. Ekk­ ert hefur verið ákveðið og því er enn óvíst hvort Barnaverndar­ stofa verði flutt út á land. Starfs­ menn eru þó uggandi yfir þessu og hafa greint frá því að á svæð­ inu sem afmarkast af klukkutíma akstri út frá Reykjavík koma um 85 prósent allra tilkynninga í barna­ vernd og um 81 prósent barna­ verndarmála og að ef einungis er miðað við höfuð borgarsvæðið er um að ræða 69 prósent tilkynn­ inga og 62 prósent barnaverndar­ mála. Samskipti fagaðila eru því mest á þessu svæði, auk þess sem stærsti hluti sérhæfð­ ar fagþjónustu, svo sem læknisþjónustu, er að finna á höfuðborgar­ svæðinu. n Dýrt og illa nýtt en verður rekið áfram Barnaverndarstofa gerir samning við meðferðarheimili sem þau hafa reynt að loka frá 2011 Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Fangar Líkt og DV greindi frá í fyrra var litið til Háholts sem úrræðis fyrir unga fanga sem ekki mega áfplána með full- orðnum. Nú hefur húsnæðinu verið breytt til að taka við þeim. Breytingar Eygló vill breyta starf- semi Barna- verndarstofu og færa hana inn í aðra stofnun sem gæti verið staðsett á landsbyggð- inni. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.