Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2014, Page 13
Fréttir 13Vikublað 7.–9. október 2014
Ísland: sex árum eftir hrun
n Tækifæri í nýsköpun n Íslendingar þurfa nýjan gjaldmiðil n Ísland skortir framtíðarsýn
Mikill lærdómur að baki
Guðjón Guðjónsson (Guðjón hjá OZ) hjá Hugmyndaráðuneytinu
„Afstaða mín hefur lítið breyst í grunninn.
Hún hefur frekar þroskast eftir lærdóm
síðustu ára. Íslendingar gerðu það sem
þeir kunna best – settu undir sig hausinn,
brettu upp ermarnar og fóru í málið. Í
þessu hafa Íslendingar staðið sig vel. Í öllu
svartagallsrausinu virðist rödd þeirra sem
hrósa þessu uppbyggingarstarfi týnast,
því miður. Er stolt þjóðarinnar af hvers
lags árangri orðið að feimnismáli?
Í þessu stóra og óvænta verkefni varð
þjóðin meðvituð um að búa sér ekki
umhverfi fyrir taumlausa lántöku til að
yfirtaka sköpun annarra þjóða. Þjóðin þarf
nú að horfa í spegilinn og sjá kraftinn í
sjálfri sér við uppbygginguna frá hruni. Sú
sjálfskoðun leiðir af sér sjálfsöryggi og trú
á eigin sköpun og útflutningsverðmæti.
Þetta verður dýrmætasti lærdómur síð
ustu fimm ára og forsenda þess að byggja
upp heilbrigt hagkerfi.
Allt um kring kvarta fulltrúar atvinnulífs
ins yfir gjaldeyrishöftunum – að þau séu
hraðahindrun allra framfara. Vegna þeirra
sitjum við föst á rauðu ljósi í stað þess að
þeysast um á alþjóðlegri hraðbraut. Að
sjálfsögðu eru gjaldeyrishöftin heftandi
– enda var það beinlínis tilgangur þeirra
– en fyrir þeim var ærin ástæða. Því má
ekki gleyma. Á meðan stjórnvöld takast
á við það erfiða en mikilvæga verkefni að
aflétta höftunum á ábyrgan hátt hafa
þau staðið sig vel í að veita nýsköpunar
fyrirtækjum og þeim sem framleiða
verðmæti undanþágur til að hefta ekki
uppbyggingarstarfið.
Í uppbyggingunni hafa þó ýmis tækifæri
glatast. Stærstu mistökin eru sennilega
að efla ekki framtakssjóði og fjárfestingar
þeirra í nýsköpunarverkefnum. Enn er
einblínt á félög sem byggja á lántöku og
kaupum á sköpun annarra. Lífeyrissjóðirn
ir eru í lykilstöðu og geta auðveldlega veitt
nýsköpunarverkefnum mun kraftmeira
brautargengi. En einhverra hluta vegna
virðast stjórnendur þeirra ekki þora að
snerta á þessum hluta atvinnulífsins – þó
að gróskan þar sé mikil. Það er stjórnvalda
að efla hugrekki þess fjármagns og veita
því hvata til að taka þetta skref. Það getur
varla verið að innan lífeyrissjóðakerfisins
hafi „gömul öfl“ komið sér svo þægilega
fyrir að nýjum fyrirtækjum sé ekki gefinn
kostur á að spretta upp í samkeppni við
rótgróin fyrirtæki og gamlar aðferðir. Ef
það reynist hins vegar raunin er hætta á
að framfarir verði hægari.
Í dag er þjóðin á spennandi stað. Að baki
er mikill lærdómur eftir eitt kröftugasta
högg sem viðskiptalífið hefur fengið á
síðustu árum – það sem auðveldlega
hefði orðið náðarhögg varð til þess að
þjóðin uppgötvaði styrk sinn og horfðist í
augu við eigin veikleika. Stundum vinnur
maður slaginn og stundum lærir maður
af honum. Íslendingar hafa gert hvort
tveggja á síðustu fimm árum.“
Auka makrílveiðar
Vilhjálmur Bjarnason þingmaður
Vilhjálmur Bjarnason var lektor í Háskóla
Íslands og formaður Félags fjárfesta
þegar DV leitaði til hans árið 2009.
Vilhjálmur situr nú á Alþingi fyrir hönd
Sjálfstæðisflokksins.
1 Afstaða mín hefur ekki breyst í grundvallar atriðum. Ég tel að að
lögun að Evrópusambandinu hafi gengið
vel. Ég tel einnig að á skorti að auka fram
leiðslu til útflutnings. Það hafa komið tvö
óvænt innlegg, það eru makrílveiðar og
mikill vöxtur í ferðaþjónustu. Það þarf enn
að auka makrílveiðar því makríll afétur
aðra stofna.
2 Það hefur margt gengið vel. Það hefur ekki orðið vöruskortur í
gjaldeyrishöftum en það er fyrirsjáanleg
ur vandi hjá lífeyrissjóðum vegna lítilla
kosta við fjárfestingar innanlands. Það er
óviðunandi áhætta hjá sjóðunum og líf
eyrisþegum þeirra. Svo hefur evruvæð
ing haldið áfram hjá fyrirtækjum.
3 Jákvæðu skrefin eru þau að það hefur tekist að leggja fram
og samþykkja hallalaus fjárlög. Þó er
svo komið að huga þarf að innviðum, í
samgöngum og heilbrigðismálum. Þar
erum við kom að vegg. Samgöngur út frá
Reykjavík eru óviðunandi, þá á ég við
Keflavíkurveg við Hafnar
fjörð og Arnarnesveg
í Kópavogi. Ég
tel að stærstu
mistök þessarar stjórnar sé svokölluð
„skuldaleiðrétting“. Í henni felst óviðun
andi mismunun og það á mörgum eftir að
ofbjóða þegar niðurstaða liggur fyrir.
4 Það er brýnt úrlausnarefni að loka slitabúum hinna föllnu banka
án þess að hér fari allt á hliðina. Innlendar
eignir bankanna eru hættulegar ef þær
hafa áhrif á raunhagkerfið. Þá ég við
hvort heldur í „skuldaleiðréttingar“ eða til
útgreiðslu til kröfuhafa.
Taka upp alvöru gjaldmiðil
Jónas Tryggvason, sjálfstætt starfandi ráðgjafi
Jónas Tryggvason var fram
kvæmdastjóri Titan Global ehf.
þegar DV hafði samband við
hann árið 2009 en starfar
nú sem ráðgjafi.
1 Afstaða mín hefur
lítið breyst, á síðustu
fimm árum. Ég tel
enn að menntun sé
grunnur að langtíma
velgengni landsins.
Hef enn trú að á gagna
ver séu framtíðarstóriðja
Íslands, þó svo að það sé
meira langhlaup en ég hafði
búist við. Ég tel einnig að skera eigi
niður í ríkisrekstri og einfalda stjórnkerfið.
2 Margt hefur heppnast vel, og verður að hrósa þeim sem hrós eiga
skilið. Forseti vor, Ólafur Ragnar Grímsson,
á þar væntanlega stærsta hrósið skilið fyrir
staðfestu og áræði þegar mæddi á landinu
og þor til að lofa þjóðinni að kjósa um mál
sem hafa áhrif til framtíðar.
3 Náðst hefur árangur í baráttu við verðbólgu og stöðugleika í hag
kerfinu. Hagvöxtur er aftur farinn að sjást,
en það er ekki hægt að segja um margar
þjóðir sem fór í álíka dýfu og við Íslendingar.
Þá er gaman að sjá hversu ferðamanna
iðnaðurinn hefur náð að nýta sér kreppuna
á jákvæðan hátt, mikil fjölgun ferðamanna
og mjög fjölbreytt framboð, af
ferðum, gistingu, bílaleigum
og veitingastöðum,
hefur gert landið að
mjög eftirsóttum
áfangastað.
Stærstu mistökin
eru að við náðum
ekki að nýta
kreppuna til að
breyta kerfinu
hjá okkur, gamla
rotna pólitíkin er
aftur komin til valda.
Sömu gömlu flokkarnir
Framsókn og Sjálfstæðis
flokkurinn eru aftur við völd,
þeirra spillingarfléttur komu okkur
í kreppuna til að byrja með. Að við skyldum
leyfa þeim að drepa góðar hugmyndir sem
komu í framhaldi af búsáhaldabyltingu,
þjóðfundi og stjórnlagaráði er dapurt á
að horfa. Nýju flokkarnir koðnuðu niður í
innbyrðis deilum og leiðtogaskorti. Hér fór
gott tækifæri forgörðum.
4 Halda áfram viðræðum við Evrópusambandið, sjá hvað kemur út
úr því og leggja það fyrir þjóðina. Treystum
okkar upplýstu þjóð til að taka ákvörðun
um framhaldið. Litli gjaldmiðillinn okkar,
krónan, tók stóra niðursveiflu og það er
ekkert sem tryggir að hún geri það ekki aft
ur. Tökum skipulega upp alvöru gjaldmiðil,
evru eða dollar og fáum að búa við einhverja
festu til frambúðar.
Ísland skortir framtíðarsýn
Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Siríus, doktor í hagfræði og fyrrverandi formaður Samtaka atvinnulífsins
„Ýmis jákvæð merki eru um batnandi
þjóðarhag. Hagvöxtur hefur aukist,
verðbólga er loksins innan tilsettra marka
og talsverð gróska virðist vera á ýmsum
sviðum. Ytri aðstæður hafa verið okkur
hagstæðar og þá sérstaklega í sjávarút
vegi og ferðaþjónustu.
Á sama tíma er nefnilega full ástæða til að
vera uggandi um framhaldið í ljósi gjald
eyrishafta, skuldafjötra, hárra skatta og
þeirrar staðreyndar að áfram eru hér mjög
háir vextir þrátt fyrir litla verðbólgu. Upp
gangur á afmörkuðum sviðum virðist dylja
þá staðreynd að ennþá eru mörg fyrirtæki
að glíma við háa skatta, óvenju miklar
skuldir og þunga vaxtabyrði. Þessi fyrir
tæki eru ekki að taka ný fjárfestingarlán
og eru að verða af tækifærum til vaxtar
og hagræðingar, sem nauðsynlegt er til að
standast samkeppni og til að geta greitt
hærri laun.
Það var auðvitað óhjákvæmilegt að grípa
til róttækra aðgerða í kjölfar hrunsins. Í
meginatriðum fylgdum við ráðum Alþjóða
gjaldeyrissjóðsins og hækkuðum skatta
auk þess sem útgjöld ríkisins voru skorin
niður. Ábyrg fjármálastjórn á þessum
tíma var jákvætt innlegg í endurreisnina
framundan. Þá er mjög athyglisverð sú
staðreynd, að þarna náðist sátt um að
lækka laun með beinum hætti í mörgum
tilvikum, sem var til þess fallin að draga úr
því atvinnuleysi sem annars blasti við.
Stærstu mistökin felast í því að nýta ekki
tækifærið sem skapaðist á þessum tíma til
að ná breiðri sátt um heppilega samfé
lags og efnahagsumgjörð. Dýrmætur
tími hefur farið í súginn og nauðsynlegar
framfarir dragast á langinn. Ennþá skortir
verulega á að til sé skýr framtíðarsýn fyrir
íslenskt samfélag og efnahagslíf; menn
virðast vera uppteknari af reddingum frá
degi til dags. Tilfinningin er sú að við séum
að fara til baka í tíma til ástands henti
stefnu, sérhagsmunagæslu og ístöðuleysis
sem svo mjög einkenndi Ísland til þess
tíma að við urðum aðilar að Evrópska
efnahagssvæðinu.
Þetta er sérstaklega dapurlegt þegar
litið er til þeirrar grósku og umbótavilja
sem hvarvetna blasir við í þjóðfélaginu.
Ungt og vel menntað fólk streymir inn á
vinnumarkaðinn og í fyrirtækjum er mikill
metnaður til að taka upp starfshætti eins
og þeir gerast bestir. En það er erfitt að
framfylgja sýn og stefnu fyrir einstakt
fyrirtæki þegar efnahagsumhverfið er á
fleygiferð og enginn veit hvert stefnir. Er
t.d. krónan framtíðargjaldmiðill eða ekki?
Um þetta fást ekki skýr svör þó að flestum
sé ljóst að hún geti tæplega þjónað
markmiðum um stöðugt rekstrarumhverfi.
Það er t.d. vandséð hvernig það fer saman
að vera með óheft gjaldeyrisviðskipti og
krónu án þess að illa fari, og fyrirsjáanlegt
að með krónu sem gjaldmiðil verði vextir
alltaf hærri en gerist í viðskiptalöndum
okkar. Fylgjendur krónu halda því gjarnan
fram að hún sé nauðsynleg til að jafna út
óhjákvæmilegar sveiflur, en horfa fram
hjá því að tilvist hennar kunni að ýta undir
agaleysi þar sem tiltölulega auðvelt er að
eyða afleiðingum óábyrgs atferlis með
gengislækkun.
Ég get því ekki betur séð en að svör mín
frá á árinu 2009 séu ennþá í góðu gildi.
Ég hafði af því áhyggjur þá, að það myndi
reynast erfitt síðar meir að vinda ofan af
skattaálögum sem þá voru settar; í og með
vegna þess að andrúmsloftið var þannig
að það væri bara besta mál til lengri tíma
litið, burtséð frá fjárþörf ríkissjóðs. Nú
stendur til að leggja niður vörugjöld og
það er stórt framfaraskref, en betur má
ef duga skal. Ég hafði líka áhyggjur af því
að menn myndu freistast til að grípa inn í
verðmyndun á markaði og vildu styðja við
gæluverkefni og sú viðvörun sýnist mér
vera áfram tímabær.“