Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2014, Qupperneq 21
Vikublað 7.–9. október 2014 Umræða 21
Útgerðin greiðir alltaf fullt verð
S
tjórnlagaráð lagði til að með
auðlindaákvæði í stjórnar-
skrá yrði kveðið á um fullt
verð fyrir nýtingu sjávarauð-
linda. Með slíku ákvæði yrði kom-
ið til móts við kröfu þjóðarinnar um
lausn á eignarhaldsvandanum í sjáv-
arútvegi. Hafa þarf í huga að þeir sem
hefja eða auka útgerð á Íslandi greiða
nú þegar fullt verð fyrir nýtingu fiski-
stofnanna ef frá eru taldir nýir nýt-
ingarmöguleikar s.s. makríll. Einungis
lítill hluti gjaldsins hefur þó í gegn-
um tíðina komið í hlut ríkissjóðs.
Þessu vilja flestir breyta en þingmenn
virðast ævinlega í hers höndum og
mislagðar hendur þegar kemur að úr-
lausn málsins. Frá því að ríkisstjórn
Jóhönnu Sigurðardóttur fékk sam-
þykkt lög um sérstakt veiðigjald hefur
málið verið í nýju öngstræti. Togstreit-
an um álagninguna og áframhaldandi
sala útgerðarmanna á aflaheimildum
sannar að sú tilraun er dæmd til að
mistakast. Ástæðan er sú að að í veiði-
gjaldi felst að útgerðarmenn þurfa
að greiða tvisvar fyrir veiðiréttinn.
Annars vegar fyrir aflahlutdeild til
annarra útgerðarmanna, hins vegar
í formi veiðigjalda til ríkissjóðs. Með
aðferðinni er skilið á milli sjálfrar út-
hlutunarinnar á veiðiréttinum og af-
gjaldsins. Úthlutun veiðiréttarins er
í höndum þeirra sem eru nú í útgerð
en veiðigjöldin eru aftur á móti sér-
stök skattheimta til ríkissjóðs. Sam-
anlagt borgar útgerðin þó alltaf fullt
verð. Þetta fyrirkomulag getur aldrei
tryggt þjóðinni eðlilegt afgjald af auð-
lindinni og rímar alls ekki við fyrrnefnt
ákvæði í stjórnarskrá.
Stórfelld kaup á kvóta
DV sagði frá því fyrr á árinu að félög
tengd Samherja hafi verðlagt og keypt
kvóta Stálskipa í brjun ársins á átta
milljarða. Sé það rétt hafa viðkom-
andi útgerðir greitt á einu bretti til
fyrrverandi eigenda Stálskipa jafn-
gildi allra auðlindagjalda sem ríkis-
stjórnin áformar að taka til ríkissjóðs
á næsta ári. Varla var kvótinn á lægra
verði þegar Síldarvinnslan keypti
Gullberg og Brimberg á Seyðisfirði
fyrir skemmstu. Þetta sýnir vel að það
er opin æð út úr útgerðinni á Íslandi.
Hún greiðir alltaf fullt verð fyrir nýt-
inguna. Fái ríkissjóður ekki peningana
fara þeir annað og það eru útgerðirn-
ar sem ákveða hvert verðið skuli vera.
Það að ríkið taki til sín „hóflegt“ gjald
breytir engu um það heildargjald sem
útgerðir greiða fyrir aðganginn.
Hvers vegna ekki fyrningarleið?
Það hefur lengi verið bent á leið sem
leysir ágætlega þann eignarhalds-
vanda sem við er að glíma. Sú leið
raskar í engu aflamarkskerfinu eða
öðrum reglum sem gilda í sjávar-
útvegi. Þá umgjörð er vel hægt að
halda áfram að þróa þó eignarhalds-
vandinn yrði leystur til frambúðar
með fyrningu aflaheimilda. Leiðin
felst í því að breyta eðli aflaheimild-
anna í tuttugu ára heimildir þannig
að allar aflaheimildir rýrni um t.d.
fimm prósent á ári. Ríkið bjóði fram
þessar aflaheimildir á opnum mark-
aði en láti útgerðarmenn um önnur
viðskipti. Þannig yrði í raun engu
öðru breytt en eðli aflaheimildanna
og innheimta auðlindagjaldsins yrði
þá eingöngu í þessu formi. Það yrðu
útgerðarmenn sjálfir sem ákvæðu
heildarupphæð langtímaveiðiréttar.
Að sjálfsögðu féllu önnur gjöld á út-
gerðina niður um leið og tekjur ríkis-
sjóðs yrðu tryggðar með nýjum hætti.
Hvað mælir í raun gegn þessari leið?
Við förum á hausinn!
Furðuleg umræða varð í kringum
fyrningarleiðina eftir að ríkisstjórn
Jóhönnu Sigurðardóttur tók við. Út-
gerðarmenn lögðu fram útreikninga
sérfræðinga sem sýndu að þeir færu
lóðbeint á höfuðið. Sett var saman
nefnd skipuð hagsmunaaðilum
sem virtist óttast þessa leið mjög en
lagði þó til að bundinn yrði endi á
ótímabundna úthlutun til útgerða. Í
síðasta frumvarpi þeirrar ríkisstjórn-
ar var gert ráð fyrir nýtingarsamning-
um til 20 ára en hvað tæki við að þeim
loknum var ekki ljóst. Hvernig leyst
yrði úr eignarhaldsvandanum var því
í raun áfram í lausu lofti.
Umræðan um fyrningarleiðina
fékk aldrei að komast á það stig að
menn færu að leita lausna á vanda
þeirra sem eru nú í útgerð og hafa
skuldsett sig fyrir aflaheimildum. Ein-
faldar leiðir eru þó til að leysa vanda
þeirra. Endurgreiðsla hluta þeirra
aflaheimilda sem þeir mundu missa
árlega í tiltekinn tíma kæmi vel til
greina. Þessi leið hefur alla þá kosti
sem þarf til að leysa eignarhaldsvand-
ann. Rýrnunarprósentuna þarf að
skoða en einungis út frá því sjónar-
miði að fullt verð fáist, útgerðin mun
annars innheimta mismuninn með
framsali aflamarks og aflahlut deildar.
Leiðin er einföld, kemur til fram-
kvæmda strax, útgerðarmenn ákveða
sjálfir upphæð gjaldsins og geta því
ekki haldið því fram að þeir fari á
hausinn ef þeir fá sanngjarna að-
lögun. Látum ekki gamalkunna harð-
dræga hagsmunagæslu hræða okkur
frá umræðu um skynsamlega leið til
að leysa úr því hvernig við nýtum okk-
ar dýrmætustu auðlind. n
Jóhann Ársælsson
fyrrverandi alþingismaður
Kjallari
„Ástæðan er sú að
í veiðigjaldi felst
að útgerðarmenn þurfa
að greiða tvisvar fyrir
veiðiréttinn. Annars vegar
fyrir aflahlutdeild til
annarra útgerðarmanna,
hins vegar í formi veiði-
gjalda til ríkissjóðs.
Myndin Heim úr skóla Í allri rigningunni er þægilegt að hjóla í skjóli frá öspunum í Laugardal. Mynd Sigtryggur ari
dýrmæt auðlind
Útgerðin greiðir fyrir
aflaheimildir og auð-
lindagjald að auki.
Það er bara mín
tilfinning
Biskup Íslands segir sótt að Þjóðkirkjunni. – Eyjan á Stöð 2
Ég myndi aldrei
dæma
arna Ýrr prestur fór í fóstureyðingu á unglingsárunum. – Trú.is
Konan mín
hjálpar mér
Svanur guðmundsson, eiginmaður Guðfinnu, vonast eftir stuðningi hennar. – DV
1 Pítsustaður hafði betur í fabrikkubaráttu Áfrýjun-
arnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi
ákvörðun Neytendastofu frá því í sumar
þess efnis að banna eigendum að nefna
veitingastað sinn Pizzafabrikkan og
nota lénið pizzafabrikkan.is. Það var mat
Neytendastofu að hætta væri á ruglingi
milli þess og vörumerkisins Fabrikkan
sem er í eigu Nautafélagsins, rekstrarfé-
lags Hamborgarafabrikkunnar.
23.200 hafa lesið
2 Lögreglumenn í svefn-herberginu Þórarinn
Einarsson vaknaði við vondan draum
þann 13. júní síðastliðinn eftir síðdeg-
isblund á heimili sínu. Þá stóðu tveir
lögreglumenn yfir honum og spurðu um
sambýliskonu hans. Þórarinn segir að
lögreglumennirnir hafi hleypt sér sjálfir
inn án þess að hringja dyrabjöllu eða
gera vart við sig með öðrum hætti. Hann
segir þetta vera fullkomið brot á frið-
helgi einkalífs og kærði hann framgöngu
lögreglunnar í kjölfarið.
13.682 hafa lesið
3 Fimm ný smit á
klukkustund
Samtökin
Barnaheill, Save the
Children, hafa greint
frá því að ebólufaraldur-
inn breiðist nú út á miklum hraða í Síerra
Leóne. Áætlað er að fimm manns smitist
á hverri klukkustund. Samtökin segja að
margir séu aldrei greindir og börn deyi
heima hjá sér án þess að komast undir
læknishendur.
9.489 hafa lesið
4 Ekki blanda
Hydroxicut í
áfengi Þó að
varhugavert og
jafnvel hættulegt geti
verið að neyta áfengis
og orkudrykkja á sama tíma þá njóta
slíkar blöndur enn mikilla vinsælda hér
á landi. Ný álíka hættuleg blanda hefur
verið að ryðja sér til rúms hjá ungu fólki
á Íslandi undanfarið en dæmi eru um
að fólk blandi áfengi út í Hydroxycut-
fitubrennsluefnið vinsæla. Umboðsaðili
Hydroxycut á Íslandi segir að efnið sé
alls ekki hugsað til slíkrar notkunar.
8.328 hafa lesið
5 Stofnaði farþegum
í augljósan
háska Stuttu
eftir miðnætti
aðfaranótt 4. mars árið
2012 varð skelfilegt bílslys
í Hafnarfirði, við Reykjanesbraut, með
þeim afleiðingum að bifreið varð rústir
einar og tveir af fimm farþegum voru
fluttir alvarlega slasaðir á gjörgæslu-
deild. Nú í upphafi septembermánaðar
var ökumaður bílsins, karlmaður á
fertugsaldri, ákærður af ríkissaksóknara
fyrir hegningar- og umferðarlagabrot.
Í ákæru kemur fram að ökumaður hafi
bæði verið ölvaður og hafi ekið á um
það bil 178 kílómetra hraða þegar hann
missti stjórn á bílnum.
7.205 hafa lesið
Mest lesið
á DV.is