Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2014, Síða 22
22 Umræða Vikublað 7.–9. október 2014
Einhvers annars vandamál Umsjón: Henry Þór Baldursson
Vinsæl
ummæli
við fréttir DV í vikunni
Í
Sovétríkjunum voru til menn
sem titlaðir voru hugmynda
fræðingar Kommúnistaflokks
ins. Þeir höfðu það hlutverk að
segja fyrir um hvað væri rétt og
hvað rangt, hvað skyldi vera leyfi
legt og hvað bannað. Skipti þá
engu máli þótt reynslan leiddi í
ljós að kenningin sem stjórnað var
samkvæmt, hefði reynst vel eð illa.
Kommúnísk rétthugsun
Þarna var um að ræða framkvæmd
kommúnisma samkvæmt kenn
ingum Marx og Engels eins og
mönnum þóknaðist að skilgreina
þær við Kremlarmúra í þá daga.
Nú eru það hins vegar hugmynda
fræðingar annarrar kenningar sem
mest láta að sér kveða, þ. e. mark
aðshyggjunnar. Utan um þessa
kenningu hefur verið smíðuð
sérstök stofnun, Samkeppnis
eftirlitið. Þessi stofnun sektar fyrir
tæki og samtök fyrir meint villuráf
frá kenningunni. Þetta gerir hún
stundum af óbilgirni og að því er
best verður séð, mikilli kreddu
festu.
Kredda kapítalismans
Samkeppniseftirlitið hefur það sér
afsökunar að löggjafinn setji því
reglur. Stofnunin sé einvörðungu
að fara að lögum. Sumt í lögunum
er reyndar afar óskýrt og eftirlitinu
falið mikið vald til að túlka atferli
og hegðun. Þetta á ekki síst við
um þá lagagrein sem vísað er til í
MSmálinu sem nú er til umræðu.
Þegar sami aðili hefur rannsóknar
vald, túlkunarvald um niðurstöð
urnar, vald til að kveða upp dóma
og fylgja þeim svo eftir er vissara
að vanda sig. Annars gæti einhver
farið að óttast um réttaröryggið í
landinu. En þetta víðtæka vald til
að framfylgja óskýrum lögum hef
ur ekki dugað eftirlitinu sem geng
ur hart fram í að framfylgja meint
um anda laganna á hátt sem mig
grunar að fáa á löggjafarsam
kundu þjóðarinnar hafi órað fyrir
að yrði gert. Eftirlitið vill líka vera
hugmyndafræðingur og segja Al
þingi fyrir um hvernig lögin eigi að
vera.
Sektaðir fyrir að
ræða afurðaverð
Í mínum huga er stórfenglegasta
dæmið um kreddufestu
Samkeppniseftirlitsins þegar
Bændasamtök Íslands voru látin
greiða háa sekt fyrir að ræða verð
lagsmál landbúnaðarafurða á
þingi samtaka sinna. Þar með átti
að vera orðið til glæpsamlegt verð
samráð! Mjólkursamsölumálið er
líka all sérstakt. Þar á að láta fyrir
tæki bænda sem ræður ekki verð
lagningu á afurðum sínum og er
þannig skömmtuð afkoma, yfirleitt
um 300 milljónir árlega, greiða
ívið meira í sekt fyrir nokkuð, sem
flestu venjulegu fólki – sem legg
ur fyrst og fremst upp úr því að
fá mjólkina sína á lágu verði – er
fyrir munað að skilja!
Hugmyndafræðingar
að störfum
Nú verður þeim niðurstöðum
væntanlega áfrýjað. Það sem mig
grunar hins vegar að ætli að verða
lærdómurinn af MSmálinu nú,
liggur í viðbrögðum hugmynda
fræðinga markaðshyggjunnar víðs
vegar á akrinum. Þeir spyrja án af
láts um form og fyrirkomulag líkt
og gert var í Sovétríkjunum forð
um tíð en minna – ef þá nokkuð –
um innihald, reynslu, niðurstöðu.
Þannig spyrja blaðamenn sem
eru á þessum buxum um valda
jafnvægi í verðlagsnefndum, hver
komi hvaðan og hvaða viðhorf við
komandi hafi. Einstakir nefndar
menn eru beðnir um að gefa öðr
um nefndarmönnum einkunn þar
sem mat skal lagt á ásetning og
markmið viðkomandi í nefndar
starfinu.
Spurt verði um innihald
Hvernig væri að spyrja mjög ein
faldra spurninga sem allar snúist
einvörðungu um raunverulegan
árangur; hvort árangur hafi náðst
eða hvort hann hafi ekki náðst?
Spyrja þyrfti eftirfarandi spurn
inga: 1) Hver hefur orðið almenn
verðlagsþróun á síðustu tíu árum?
(spyrja mætti sérstakalega um
þróun á matvöruverði.) 2) Hver
hefur orðið launaþróun á síðustu
tíu árum? 3) Hver hefur orðið þró
un á heildsöluverði mjólkurafurða
á síðust tíu árum? (Þ. e. á vörunni
frá MS.) 4) Hver hefur orðið þró
un smásöluverðs mjólkurafurða
á síðustu tíu árum? (Það er að
segja, á vörunni út úr verslun.) 5)
Hver hefur orðið þróun á verðlagi
á framleiðslu bænda á síðustu tíu
árum? 6) Hvernig hafa breytingar
á skattaumhverfi skilað sér til
neytenda á síðustu tíu árum?
Svo má meta kerfið Þegar þess
ar niðurstöður liggja fyrir vitum við
til dæmis hvort kaupmáttur launa
fólks hefur aukist eða minnkað til
kaupa á mjólkurafurðum. Við vit
um þá líka hvort raunverðlækk
anir á mjólk sem MS segir að hafi
orðið hafi skilað sér í gegnum smá
söluverslunina til neytenda. Við
fáum þá líka að vita hvort virðis
aukaskattsbreytingin á matvöru
árið 2007 (úr 14% í 7%) hafi skil
að sér til neytenda. Þegar þetta er
búið, gæti verið gagnlegt að máta
niðurstöðurnar inn í kredduna. n
Hugmyndafræðingar komnir á kreik
Mynd SigtryggUr Ari„Þegar þessar
niðurstöður liggja
fyrir vitum við til dæm-
is hvort kaupmáttur
launafólks hefur aukist
eða minnkað til kaupa á
mjólkurafurðum.
Ögmundur Jónsson
alþingismaður
Kjallari„Yndisleg ung
kona sem
algjörlega er
óhætt að mæla með ;)“
segir Hjördís Vilhjálmsdóttir
í athugasemd við frétt þar
sem rætt er við Michalinu
Joannu Skiba sem er eini pólskumælandi
sálfræðingurinn á Íslandi.
9
„Jóhanna reisti
þjóðarskútuna við.
Eftir mafíuna sem
rústaði Íslandi. Nú eru þessi
stórhættulegu öfl sest aftur
við stjórn landsins. Ríkisstjórn
ríka fólksins,“
segir Hulda Vatnsdal og er
sammála Jóhönnu Sigurðar-
dóttur, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, þar sem hún leggur til að Bjarni
Benediktsson skili lyklum að fjármála-
ráðuneytinu og Stjórnarráðinu, líkt og
hann gerði þegar fylgi síðustu ríkisstjórn-
ar mældist lítið.
38
„Ég myndi nú
frekar styðja það
að RÍKISVÆÐA,
bankana, símafyrirtækin,
bensínstöðvarnar, tala
nú ekki um breytingar
á kvótakerfinu … og þá
getum við farið að tala um
skattalækkanir!“
segir Sandra Sigurgeirsdóttir
og er ósammála SUS sem segja
að réttast væri að einkavæða
skóla og sjúkrahús á Íslandi.
12
„Það er
brandari að láta
ríkissaksóknara
rannsaka kærur um brot
lögreglu. Það þarf óháð
ytra eftirlit með starfi
lögreglu, eftirlit sem hefur
ótakmarkaðar heimildir til
að yfirheyra alla starfsmenn
lögreglunnar, fyrirvaralaust,
að viðlögðum refsingum ef
þeir neita að svara,“
segir Einar Steingrímsson,
en Þórarinn Einarsson hefur
kært framgöngu lögreglunnar
til ríkissaksóknara. Tveir lögreglumenn
höfðu hleypt sér inn á heimili Þórarins
án þess að gera vart við sig og stóðu yfir
honum á meðan hann svaf.
15
„Furðuleg tilviljun
að allir sem
haga sér svona í
umferðinni, eru á rándýrum
lúxusbíl. Aldrei hef ég séð
Toyotu Corollu '98 í stæði
ætluðu fötluðu fólki. Ótrúleg
tilviljun alveg,“
segir Benedikt grétarsson í
athugasemd við frétt þar sem
greint var frá því að útgerðar-
maðurinn Jakob Valgeir Flosason leggi
iðulega í bílastæði ætlað hreyfihömluð-
um í bílastæðakjallara Höfðatorgs.
15