Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2014, Page 23
Vikublað 7.–9. október 2014 Fréttir Stjórnmál 23
Vaxandi ójöfnuður
n Ríkir hagnast á eignabólu n Vaxandi samþjöppun eigna á toppnum
H
ér eru vísbendingar um
að tekju- og eignaójöfn-
uður sé tekinn að aukast á
ný hér á landi. Þetta skýrist
enn betur þegar einnig er
tekið tillit til fjármagnstekna en ekki
aðeins atvinnutekna. Þær fara nú
vaxandi og falla helst efstu tekju- og
eignahópunum í skaut,“ segir Stef-
án Ólafsson félagsfræðiprófessor.
Hann hefur að undanförnu greint
og fjallað um nýjar tölur Hagstofu
Íslands um eignir og eiginfjárstöðu
fjölskyldna.
Í gögnum Hagstofunnar kemur
fram að eiginfjárstaða allra fjöl-
skyldugerða batnaði á árinu 2013.
Þetta á einkum við um einstæða
foreldra en staða eiginfjár þeirra
jókst um tæp 36 prósent árið 2013.
Eigið fé annarra, svo sem einstak-
linga, hjóna án barna og hjóna með
börn jókst mun minna, sex til níu
prósent.
Einnig fækkaði í hópi fjölskyldna
með skuldir umfram eignir árið
2013, en sú hafði einnig verið raun-
in árin á undan.
Stefán segir að eignamyndunin
skiptist ójafnt eftir tekjuhópum.
Eiginfé hafi aukist langmest fyrir
hrunið 2008 hjá tekjuhæsta hópn-
um á launaskalanum.
„Samdráttur eigna hátekjuhóps-
ins eftir hrun hefur nú skilað sér til
baka og eru eignirnar orðnar meiri
en áður varð mest (m.v. nafnverð
eigna). Það sama gildir um næst-
hæsta tekjuhópinn.“
Á meðfylgjandi mynd má sjá lítil-
lega aukningu hreinna eigna mið-
tekjuhópsins fyrir hrun en sú litla
aukning hvarf svo aftur í hruninu og
endanleg staða er nú svipuð og var
árið 2001.
Hrunið lék fátæka verr
Skuldir lægstu tekjuhópanna eru
hins vegar meiri en eignir og hefur
svo verið síðustu fimmtán árin eða
svo samkvæmt myndinni. Staða
þeirra versnaði eftir 2002 og er staða
þeirra nú verri en hún var fyrir hrun
(sjá mynd).
Á sama tíma er eiginfé hátekju-
hópanna nú mun meira en það var
á árunum fyrir 2007.
„Bóluhagkerfistíminn frá aldamót-
um og fram að hruni jók þannig eign-
ir hátekjuhópanna verulega en eignir
lágtekjuhópa voru frekar að rýrna að
nafnvirði, miðað við þessi gögn Hag-
stofunnar. Hrunið fór síðan mun verr
með eignir fólks í lægri tekjuhópum
en með fólk í hærri hópunum – hlut-
fallslega séð,“ segir Stefán.
Í öðrum hluta skýrslu Þjóðmála-
stofnunar Háskóla Íslands haustið
2012 er fjallað um áhrif mótvægis-
aðgerða á skuldavanda, fátækt og
atvinnu í kjölfar fjármálahrunsins.
Þar kemur fram að eignir há-
tekjufólks gerðu meira en að þre-
faldast að meðaltali fyrir hrun
á meðan eignir milli og lægri
tekjuhópa tvöfölduðust. „Við lok
tímabilsins hafði hátekjufólk aukið
eignir sínar mun meira að raunvirði
en bæði milli og lægri tekjuhópar,
þó tap þeirra tekjuhærri væri meira
hlutfallslega séð í hruninu.“
Eignasamþjöppun á toppnum
Í greiningu sinni bendir Stefán á
að hátekjufólk í landinu hafi í kjöl-
far hrunsins aukið eignir sínar hlut-
fallslega vegna þess að eignir lægri
tekjuhópanna minnkuðu meira en
annarra.
„Í reynd er samþjöppun eigna
á Íslandi mjög mikil og ójöfnuður í
skiptingu eigna mun meiri en ójöfn-
uður í skiptingu tekna. Ójöfnuður-
inn jókst enn frekar á bóluárunum
og einnig í kreppunni.
Talnagögnin benda til þess að
tekjuhæsti þriðjungur þjóðarinnar
eigi í reynd megnið af hreinum
eignum heimilanna í landinu. Þetta
stafar vitanlega af því að hinir tekju-
lágu eiga ekkert eða skulda umfram
eignir sínar, jafnvel svo um munar.
Stefán bendir á að samkvæmt töl-
um Hagstofunnar hafi samanlagð-
ur hlutur tekjuhæstu 30 prósenta
einstaklinga átt liðlega 87 prósent
eignanna árið 2000. Sá hlutur hafi
árið 2013 hækkað í 94 prósent.
Þegar litið er til 40 prósenta miðj-
unnar á tekjuskalanum blasir að
sama skapi við minnkandi hlutur
hennar. Í byrjun tímabilsins sem um
ræðir var hlutur hennar 12 prósent í
hreinum eignum. Við lok þess hafði
hann minnkað í 6 prósent. n
1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013
-0,6
-0,4
-0,2
0,2
0,4
0,6
0,8
1,0
1,2
1,4
1,6
0
Eiginfé heimila 1997 til 2013
M
il
lj
ó
n
ir
k
r
ó
n
a
(
v
Er
ð
la
g
H
v
Er
s
á
r
s)
Hátekjuhópur
Næst hæsta tíund
Miðtekjuhópur
Næst lægsta tíund
Lágtekjuhópur
jóhann Hauksson
johannh@dv.is
2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013
23
24
25
26
27
28
29
30
?
Eykst ójöfnuður ráðstöfunartekna?
Gini-skalinn nær frá 0 upp í 100. Því hærra sem gildið er, því meiri er ójöfnuðurinn.
Samkvæmt áætlun stjórnvalda um ýmis markmið árið 2020 skyldi jöfnuðurinn vera
sem svarar 23,0 samkvæmt Gini-stuðli. Þróunin sýnir verulega aukna misskiptingu í
aðdraganda hrunsins og fram til ársins 2009. Síðan dró úr ójöfnuði. Ekki liggur fyrir
hver þróunin var í fyrra eða það sem af er þessu ári.
Hækkandi
fasteignaverð
Hækkandi fasteignaverð hefur mikil
áhrif á eignamyndun mismunandi
tekjuhópa. Greining Stefáns Ólafssonar
sýnir að þeir sem áttu mestar eignir fyrir
og höfðu að sama skapi miklar tekjur
taki meira til sín af hækkuninni en aðrir.
Eðlilega njóta þeir tekjuhópar lítils sem
lítið eða ekkert eiga fyrir. Hagfræðideild
Landsbankans spáir áfram mikilli hækk-
un húsnæðisverðs, eða um 9 prósentum
á þessu ári, 7,5 prósentum árið 2015 og 7
prósentum árið 2016.
Velmegandi
hópur efnast
meira en aðrir
Laun tekjuhæstu tíu prósentanna á
vinnumarkaðnum hafa hækkað um
26 prósent frá árinu 2010 eða samtals
um 80 milljarða króna. Laun hinna 90
prósentanna hækkuðu á sama tímabili
um 136 milljarða.
Samkvæmt úttekt Fréttablaðsins í
vikunni, sem byggir á gögnum Hagstofu
Íslands, var tekjuhæsti hópurinn með yfir
20 milljónir að meðaltali í árslaun í fyrra.
Liðlega 19 þúsund manns eru í þessum
hópi. Hann fékk greitt ríflega þriðjung
allra launa á Íslandi í fyrra. Þegar tekinn
er saman fimmtungur hæst launuðu
Íslendinganna aflað hann 56 prósenta
allra launatekna í landinu í fyrra.
Hagstofa Íslands skiptir launa-
fólki í tíu jafnstóra hópa eftir tekjum.
Efstu tveir tekjuhóparnir, fimmtungur
vinnandi manna í landinu, voru með
samtals um 479 milljarða í atvinnutekj-
ur á síðasta ári. Tekjulægsti fimmtungur
vinnandi manna bar aðeins um 22,2
milljarða króna úr býtum á sama tíma.
H
Ei
M
il
d
: F
o
r
sæ
ti
sr
á
ð
u
n
Ey
ti
ð
Eignastaða lágtekjuhópa er fjarri því að halda í við mjög mikla eignamyndun hátekjuhópanna.
ójöfnuður eigna og tekna
Stefán Ólafsson félagsfræði-
prófessor: „Samdráttur eigna
hátekjuhópsins eftir hrun hefur
nú skilað sér til baka …“