Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2014, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2014, Side 30
Vikublað 7.–9. október 201430 Sport Í sland og Lettland mætast í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu á Skonto Stadium í Lettlandi á föstudag. Íslenska liðið fær þar kærkomið tækifæri til að fylgja eftir frábærum 3–0 sigri á Tyrkjum á Laugardalsvelli í fyrsta leik undankeppninnar. Þó að ís- lenska liðið sé talsvert hærra skrifað en það lettneska á styrkleikalista Al- þjóðaknattspyrnusambandsins er ljóst að erfitt verkefni bíður íslenska liðsins. Lettar eru í 99. sæti á styrk- leikalistanum en Íslendingar 34. sæti. DV skoðar hér lettneska liðið, reynir að leggja met á gæði þess og veikleika og möguleika íslenska liðsins gegn því. Á fínu róli Lettar hófu undankeppni Evrópumótsins með markalausu jafntefli gegn Kasökum á útivelli þann 9. september síðastliðinn. Úrslitin voru Lettum talsverð von- brigði enda hafa Kasakar ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sín- um undanfarin misseri. Áður en að leiknum kom höfðu Lettar ver- ið á ágætis róli eftir mjög dapra frammistöðu í undankeppni HM. Í byrjun september lögðu þeir öflugt lið Armena að velli í vináttuleik, 2–0, og í Baltic Cup, æfingamóti landa við Eystrasaltið í maí síðastliðnum, lögðu Lettar nágrannaþjóðir sínar, Eistland og Litháen, að velli. Slök undankeppni HM Sem fyrr segir áttu Lettar í miklu basli í undankeppni HM þar sem liðið lék í G-riðli ásamt Bosníu, Grikklandi, Slóvakíu, Litháen og Liechtenstein. Lettar enduðu í næstneðsta sæti riðilsins með 8 stig; þeir unnu tvo leiki, gerðu tvö jafn- tefli og töpuðu sex leikjum. Einu sigrar Letta komu á heimavelli gegn Liechtenstein og Litháen. Þá gerðu þeir jafntefli við Liechtenstein á úti- velli og Slóvakíu á heimavelli. Allir hinir leikirnir töpuðust. Varnarleikur Letta var í molum í undankeppni HM. Liðið fékk á sig 20 mörk, eða tvö mörk að meðaltali í leik, en skoraði aðeins tíu mörk, eitt mark að meðaltali í leik. Eitthvað virðast Lettar hafa tekið varnarleik- inn í gegn eftir undankeppnina því liðið hefur ekki fengið á sig mark í síðustu fjórum landsleikjum; gegn Eistum, Litháum, Armenum og Kasökum. Sóknarleikurinn hefur þó gengið álíka brösuglega og í undankeppninni því í þessum fjór- um leikjum hafa Lettar aðeins skor- að þrjú mörk. Sé eitthvað að marka þetta má ekki búast við markasúpu þegar Lettar og Íslendingar mætast á föstudag. Ljóst er að íslenska liðið þarf að sýna þolinmæði í sóknar- leik sínum því Lettar hafa ekki gef- ið mörg færi á sér í síðustu leikjum. Engir stórlaxar Marian Pahars, landsliðsþjálfari Letta, valdi 22 leikmenn fyrir leikina gegn Íslendingum og Tyrkjum, sem þeir mæta þremur dögum síðar. Fá þekkt nöfn er að finna á leikmanna- listanum og leika til að mynda sex leikmenn í lettnesku deildinni sem er ekki hátt skrifuð á alþjóðavísu. Fyrirliði liðsins er varnarmaður- inn Kaspars Gorkss sem er án fé- lags eftir að hafa yfirgefið Read- ing í sumar. Hann er líklega einn þekktasti leikmaður liðsins. Annar leikmaður sem eflaust einhverjir kannast við er framherjinn Arjoms Rudnevs sem leikur með Hamburg í Þýskalandi. Þó að Rudnevs hafi verið iðinn við markaskorun hjá félagsliðum á ferli sínum hefur hann aðeins skorað 1 mark í 26 landsleikjum. Þá má nefna Valerijs Sabala sem er einn allra efnilegasti knattspyrnumaður Letta um þess- ar mundir. Þessi 19 ára framherji hefur skorað 5 mörk í 11 landsleikj- um fyrir Letta. Sabala er samnings- bundinn Club Brugge í Belgíu en leikur um þessar mundir sem láns- maður hjá Anorthosis Famagusta á Kýpur. Loks má nefna Aleksandrs Cauna, 26 ára miðjumann hjá CSKA Moskvu í Rússlandi, sem er einn öflugasti leikmaður Letta um þessar mundir. Cauna hefur leik- ið 40 landsleiki og skorað í þeim 11 mörk. n Íslenska liðið þarf að sýna þolinmæði n Lettar ósigraðir í síðustu fjórum leikjum n Skora fá mörk en fá líka á sig fá mörk Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Vissir þú … … að Lettar hafa einu sinni tekið þátt í lokakeppni EM. Það gerðist árið 2004. Lettar léku í riðli með Tékkum, Hollendingum og Þjóðverjum og enduðu á botni riðilsins með 1 stig. Eina stigið kom gegn Þjóðverj- um í markalausu jafntefli. … að leikjahæsti leikmaður Letta fyrir leikinn gegn Íslandi er markvörðurinn Aleksandrs Kolinko. Kolinko er 39 ára og á 90 landsleiki að baki með Lettum. Hann leikur með Baltika Kaliningrad í næstefstu deild Rússlands. … að markahæsti leikmaðurinn í hópi Letta er miðjumaðurinn Aleksejs Visnakovs. Þessi 30 ára leikmaður Zumbru Chisinau í Moldavíu hefur skorað 7 mörk í 53 landsleikjum. … að Íslendingar og Lettar hafa tvisvar mæst í keppnisleik. Það gerðist í undankeppni EM 2008. Lettar unnu fyrri leikinn 4–0 í Riga og seinni leikinn 4–2 á Laugardalsvelli. … að fyrsti landsleikur Íslendinga og Letta fór fram í Riga 1998. Um var að ræða vináttuleik sem endaði með 4–1 sigri Íslands. Liðin mættust svo aftur í vináttuleik í Riga árið 2004 sem endaði með markalausu jafntefli. … að Lettar eru taplausir í fimm heimaleikjum í röð í öllum keppnum. Síðasti tapleikur þeirra var 5–0 tap gegn Bosníumönnum þann 7. júní 2013 í undankeppni HM. … að Íslendingar hafa ekki unnið í síðustu fimm útileikjum sínum í öllum keppnum. Síðasti sigurleikurinn á útivelli var gegn Slóveníu í undankeppni HM þann 23. mars 2013. … að Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, mætti Lettum fjórum sinnum þegar hann var landsliðsþjálfari Svíþjóð- ar. Undir hans stjórn og Tommys Söderberg unnu Svíar tvo leiki, einn leikur endaði með jafntefli og einn tapaðist. Sænska liðið fékk ekki á sig mark í þeim tveimur leikjum sem leiknir voru í Lettlandi. Í dýrlingatölu hjá Southampton Landsliðsþjálfari Letta, Marian Pahars, er mörgum eldri aðdáendum enska boltans að góðu kunnur. Hann lék með Southampton frá 1999 til 2006, lengst af í úrvalsdeildinni, og skoraði 43 mörk í 137 leikjum. Segja má að Pahars sé í dýrlingatölu hjá stuðn- ingsmönnum Southampton eftir fína frammistöðu hans fyrir félagið. Þá lék hann 75 landsleiki með Lettum þar sem hann skoraði 15 mörk. Pahars tók við lettneska landsliðinu í júlí 2013 af Aleksandrs Starkovs sem var látinn taka pokann sinn eftir dapurt gengi í undankeppni HM. Eftir að Pahars tók við hefur gengi liðsins verið upp og niður. Í ellefu leikjum undir hans stjórn hafa Lettar unnið fjóra leiki, fjórir hafa tapast og þrír endað með jafntefli. Betri varnarleikur Lettar töpuðu síðast á heimavelli gegn Bosníu í undankeppni HM. Þá fékk liðið á sig fimm mörk. Liðið hefur hins vegar ekki fengið á sig mark í síðustu fjórum landsleikjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.